Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 22

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 22
Iggert.Mr.Bernharðssqn. Kannski hefur þráin eftir dálítilli hlýju og vinalegu viðmóti ráðið meiru en margt annað um hátterni stúlknanna, sem komu við sögu í skýrslum lögregl- unnar, því þær virtust flestar afskiptar og utangarðs í samfélaginu þrátt fyrir ungan aldur. Hermennirnir sýndu þeim e.t.v. meiri alúð en þær fengu annars staðar. Ein stúlkan lýsti heimilisað- stæðum sínum m.a. svo við yfirheyrslu:61 „Mér kemur illa saman við alla heima, allir hæðast að mér. Ég hef alltaf verið ein og engum getað sagt neitt. Mig langar bara að deyja. Þegar ég var bara 10 ára var ég látin vera ein heima að passa krakkana á kvöldin þegar pabbi og mamma fóru út. Þá var ég svo hrædd og síðan þykir mér ekkert vænt um pabba og mömmu.“ I tilvikum sem þessum var við erfiðan vanda að etja. Úrræðaleysi Olögráða unglingsstúlkur á glapstigum í Reykjavík og greint er frá í lög- regluskýrslum voru í raun félagslegt vandamál sem samfélagið þurfti að takast á við, en úrræðin virtust næsta fá og áhuginn á lausn þeirra stundum takmarkaður. Ungmennaeftirlitið og barnaverndarnefnd Reykjavíkur reyndu þó að koma til móts við þær og beina þeim inn á aðrar brautir. En margar stúlkurnar skorti aðhald, þær voru varnarlitlar gegn hermönnunum, ístöðu- lausar og áhrifagjarnar gagnvart eldri stúlkum. Heimilisaðstæður þeirra voru yfirleitt bágbornar og sumar áttu bein- línis hvergi höfði sínu að halla. Þær áttu erfitt uppdráttar í því fordómafulla and- rúmslofti sem einkenndi alla umræðu um samskipti innlendra kvenna við erlendu hermennina, voru dæmdar af sam- félaginu líkt og fjöldi annarra reykvískra kvenna, stimplaðar, stundum fyrir lífstíð. Sumar báru þess aldrei bætur.62 Dæmi um spillta hegðun unglingsstúlkn- anna voru blásin út og samfélagið virtist á stundum uppteknara af því að finna sökudólga og sýna fram á lágt sið- ferðisstig kvenna en leysa þau vandamál sem gátu komið upp í þéttbýlinu þar sem fólk gat auðveldlega fallið utangarðs væri ekki rétt haldið á málum. Tilvísanir 1. Bittner, Donald Francis: The British Occupation oj lceland, 1940-1942. Doktorsritgerð, University of Missouri-Columbia 1974, bls. 366. - Tómas t>ór Tómasson: HeimsstyrjaUarárin á íslandi 1939-1945. Fyrra bindi. Reykjavík 1983, bls. 58, 63. 2. Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á lslandi 1939-1945. Fyrra bindi, bls. 128-135. - Gunnar M. Magnúss: Vtrkið í norðri 11. Þríhýlisárin. 2. útg. Helgi Hauksson sá um útgáfuna. Reykjavík 1984, bls. 58-67, 97-99. 3. Sjá: Alþingistíðitidi 1941 [57. löggjafarþing - aukaþing], bls. 1-9, 25-29. 4. Hunt, John, J.: The United States Occupation oj lceland, 1941-1946. Doktorsritgcrð, Georgetown Univcrsity, Washington D.C. 1966, bls. 179, 189-190, 192-193. 5. Bittner, Donald Francis: The British Occupation oj Iceland, bls. 366. - Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á íslandi 1939-1945. Seinna bindi. Reykjavík 1983, bls. 103. 6. Manntal á íslandi 2. desetnber 1940. Hagskýrslur íslands, 122. Reykjavík 1949, bls. 9M5*, I, 15-18. 7. Árhcekur Reykjavíkurba-jar 1950-1951. Reykjavík 1953, bls. 2. 8. Sbr. Ópr.: Rikisútvarpið - Sjónvarp. Helgi H. Jónsson: Stríðsárin á íslandi VI. [Sjónvarpsþáttur]. RUV 1990. - [Frásögn Samuel Kadorian]. 9. „Ur daglega lífinu." Morgunhlaðið 12. maí 1940, bls. 6. 10. „Islensku stúlkurnar og breski herinn." Þjóðviljinn 16. október 1940, bls. 2, 4. 11. „Um daginn og veginn. Athuganir Hannesar á Horninu." Aljtýðublaðið I. júlí 1940, bls. 2. - [Ur bréfi ungrar Reykjavíkurstúlku]. 12. „Jslensku stúlkurnar og breski herinn." Þjóðviljinn 16. október 1940, bls. 2. 13. Vilm[undur] Jónsson: „Um saurlifnað í Reykjavík og stúlkubörn á glapstigum." Heilhrigðisskýrslur 1940. Reykjavík 1943, bls. 199. - [Prentað embættisbréf landlæknis til dómsmálaráðuneytisins, dags. II. júlí 1941]. 14. Vilm[undur] Jónsson: „Um saurlifnað í Reykjavík," bls. 199-200. - Auðkennt þar. 15. Vilm[undur] Jónsson: „Um saurlifnað í Reykjavík," bls. 200. 16. Vilm[undur] Jónsson: „Um hin siðferðilegu vandamál í sambandi við dvöl hins erlenda setuliðs hér á landi. Hugsanleg samvinna um lausn þeirra." Heilbrigðisskýrslur 1940, bls. 203-204. - [Prentað embættisbréf landlæknis til dómsmálaráðuneytisins, dags. 29. september 1941]. 17. „Sjónarmið Reykjavíkurstúlkunnar 1941." Samtíðin 8:9 (1941), bls. 6. 18. Mikilvægir þættir „Astandsskýrslunnar" eru birtir í: Gunnar M. Magnúss: Virkið í norðri II. 2. útg., bls. 142-145. - Þrátt fyrir leit fannst „Ástandsskýrslan" hvorki í skjalasafni dómsmálaráðuneytisins né í Þjóðskjalasafni íslands og því verður að notast við hina prentuðu þætti hennar í bók Gunnars M. Magnúss. Verk Gunnars birtist fýrst árið 1947 og þar segir að „aðalkjarni greinargerðar þeirrar, er nefndin samdi, eftir athuganir sínar á ástandinu ..." sé birtur í bókinni. Gunnar M. Magnúss: Vrkið t norðri 11. Þrtbýlisárin. Reykjavík 1947, bls. 626. 19. Gunnar M. Magnúss: Vtrkið í norðri II. 2. útg., bls. 142. 20. Manntal á íslandi 2. desember 1940\ bls. 15-18. Sagnir 1996 - 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.