Sagnir - 01.06.1996, Page 24
Kristrún Halla Helaadóttir
er
að
Rannsókn á bréfaskrifum Sigríöar Pálsdóttur til
bróöur síns á árunum 1818-1842
Sigríður Pálsdóttir skrifaði um 240 bréf til Páls bróður síns en aöeins er fjallað um hluta
þeirra hér, þ.e.a.s. bréf frá árunum 1818-1842.
Sagnfræðingum verður æ betur
Ijóst að með því að rýna í
sendibréf frá liðnum tímum má
öðlast fágæta innsýn í
hugarheim venjulegs fólks,
sem engin leið er að komast að
í gegnum aðrar heimildir og
myndi annars ekki rata inn í
sögubækur.
Einkabréf eru ein af fáum
heimildum frá fyrri hluta 19.
aldar sem veitt geta innsýn í
hugarheim kvenna. Ekki hafa fundist
neinar dagbækur hér á landi er konur
hafa ritað frá þessum tíma enda var
skriftarkunnátta ekki útbreidd meðal
kvenfólks. Það voru einna helst daetur
eða eiginkonur presta og annarra
embættismanna sem gátu skrifað. Má
því segja að bréfin dragi fremur upp
mynd af „yfirstéttarkonunni” en hinni
venjulegu almúgakonu. Það var ekki fyrr
en í kjölfar lagasetningar árið 1880 um
uppfræðingu barna í skrift og reikn-
ingi,1 að skriftarkunnátta varð almenn
hér á landi. Fleira kom til eins og það
að pappír og skriffæri lágu ekki á lausu,
svo ekki sé talað um viðhorf sam-
félagsins til menntunar kvenna.2
Bandartski kvennasögufræðingurinn
Carroll Smith-Rosenberg kemst þannig
að orði er hún lýsir mikilvægi bréfa og
dagbóka:
Ég tel að rannsókn á einkabréfum
og dagbókum kvenna, sem aldrei var
ætlað að birta opinberlega, geri
sagnfræðingum kleift að kanna
sérstakan heim tilfinninga sem
snertir bæði líf kvenna og mið-
stéttarfjölskyldunnar á nítjándu öld
í Ameríku.3
Sagnir 1996 - 24