Sagnir - 01.06.1996, Síða 34

Sagnir - 01.06.1996, Síða 34
MS.Tm.S.VÉMSS.QN Dönsk stjórnvöld styrktu Skotfélag Reykjavíkur með þeim skilmála aö lærisveinum latínuskólans yröi gefinn kostur á aö aefa sig viö aö nota byssur félagsins. tímarirum á þeim tima. I viðaukablaði Þjóðólfs frá árinu 1857 var þó stutt grein um varnarlið þetta vegna ritgerðar sem blaðinu hafði borist frá Vestmanna- eyjum. Þar segir að allir yngri menn eyjanna hafi boðið sig fram í liðið og alls væru um áttatiu manns æfðir í vopnaburði. Það er átalið að Reyk- vikingar hafi enga sveit sem þessa i bænum og boðist til að senda flokks- foringja til bæjarins til að kenna bæjar- búum hernaðaræfingar, vopnaburð og veita þeim aðstoð við að koma á fót varnarflokki eins og Eyjamenn hafi gert. Við lok greinarinnar er fundið að þvi hörmungarástandi sem riki i varnarmál- um bæjarins og eru yfirvöld og bæjar- stjórn hvött til þess að vinna ötullega að þvi að koma hér á fót ærlegu varnarliði svo að hvorki Vestmannaeyingar né aðrir geti vænt Reykvikinga um gunguhátt vegna varnaleysis kaupstaðarins.9 Þarna hvetur Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð- ólfs með berum orðum til stofnunar varnarliðs i Reykjavík og augljóst er að honum var litið um það gefið að Eyja- menn ættu vel þjálfaða hersveit meðan Reykjavík væri varnarlaus með öllu. Ekki er hægt að fullyrða að þetta hafi verið almenn skoðun meðal bæjarbúa en hvorki stiftsyfirvöld né bæjarstjórnin brugðust við þessari hvatningu Þjóðólfs. Stutt grein um Herfylkinguna birtist einnig í fréttablaðinu Norðra þetta sama ár. Þar segir meðal annars að erlendir ferðamenn sem séð hafi flokkinn telji „að hann standi ckki á baki neinum landher, sem þeir hafi annarstaðar sjeð, að víglegleik og vopnfimi."10 Þetta eru ummæli sem Eyjamenn hafa án efa verið stoltir af þó verið geti að um einhverjar ýkjur hafi verið að ræða. I greininni er minnst á að fyrir tilstuðlan herflokksins hafi rækt verið lögð við iðjusemi og góða siði ásamt því að allt starf flokksins fari fram í frítíma sem menn áður hafi eytt í leti, ómennsku og brennivínsdrykkju.11 Með þessu er grein- arhöfundur Norðra sterklega að gefa í skyn að siðsemi og iðjusemi Eyjamanna hafi verið eitthvað ábótavant og að her- flokkurinn hafi verið kjörinn til að bæta þar úr. Eftir andlát Kohls sýslumanns árið 1860 fór mesta púðrið úr starfsemi liðsins en eftirmenn hans þeir J. P. T. Bryde kaupmaður og Pétur Bjarnasen verslunarstjóri gerðu þó sitt til að halda uppi starfi herflokksins. Herfylkingin gerðist þó fáliðaðri með árunum og telur Sigfús M. Johnsen mikla sjóskaða á þessum árum hafa valdið þar nokkru. Vegna þeirrar stöðu sem flokkurinn var kominn í ákváðu forvígismenn hans að fara þess á leit við stjórnvöld að skylda alla vopnfæra menn eyjanna til liðs við herflokkinn í ákveðinn tíma.12 Bæði stiftamtmaður og dönsk yfirvöld voru þó sammála því að finna [megi] margt ísjárvert í að gjöra þá breytingu á, að eyjarmönnum verði gjört að skyldu að kunna að bera vopn ... en hins vegar kynni að vera ástæða til fyrir stjórnina, að styrkja viðleitnina að halda við borgaraliði því scm nú er, og fjölga því, með því að lofa því fjárstyrk á hverju ári...13 Yfirvöld vildu þvi ekki taka það stóra skref að koma herskyldu á Eyja- menn, þó að einangraðir væru. En vegna þess að liðið hafði gert margt gott fyrir íbúa eyjanna þótti réttlætanlegt að veita því styrk til að það mætti starfa áfram. Skilyrði fjárstyrks var þó það að heima- menn legðu jafnmikið framlag á móti. Ekki náðist samkomulag um mótframlag heimamanna og reynt var að endurskipu- leggja hersveitina miðað við breyttar aðstæður, en liðsandinn var að fjara út. Bjarni Magnússon sýslumaður skrifaði því dómsmálastjórninni í Kaupmanna- höfn bréf 1868 um vanda Herfylkingar- innar en tjáði þeim jafnframt að safnast hefðu þrjátíu ríkisdalir fyrir sveitina og Bryde kaupmaður hefði ábyrgst að sú upphæð yrði greidd á hverju ári á meðan hann færi fyrir liðinu.14 I bréfi dóms- málaráðuneytisins til stiftamtmanns 4. september sama ár var því lýst yfir að dómsmálastjórnin hafi tekið jákvætt í erindi sýslumanns og tuttugu ríkisdölum yrði veitt úr ríkissjóði „þessu sjálfviljuga liði ... og skal styrkurinn greiddur af fé því, sem ætlað er ... til óvissra gjalda handa Islandi.“15 Þessi viðleitni stjórnvalda dugði ekki til og við jarðarför foringjans Péturs Bjarnasen ári síðar kom Herfylkingin saman undir Áður eyddu menn tíma sínum í leti, ómennsku og brennivínsdrykkju. Sagnir 1996 - 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.