Sagnir - 01.06.1996, Side 35
V.íe B Ú NIR. JgL.ENSKJ R. H E R FUO KKA R.
þessi
alveg
að
vopnum í síðasta sinn. Hún hafði þá
starfað hátt í tuttugu ár og haft
umtalsverð áhrif i eyjunum.
Þessi ár höfðu þær hugmyndir sem
Jón Sigurðsson setti fram í Nýjum félags-
ritum nokkrum áratugum áður orðið að
veruleika með stofnun Herfylkingar
Vestmannaeyja. Þótt liðsmenn flokksins
þyrftu aldrei að verja eyjarnar fyrir
árásum má telja víst að þeir hafi
verið tilbúnir að berjast
upp á líf og dauða
til verndar öðrum
Eyjamönnum
eins
og efti
farandi
lokalínur úr
hersöng þeirra sýna:16
Við skulum sýna að ljúft
láta líf og blóð.
Hina aðra vesla menn, sem voga ekki
með,
við skulum vernda voða frá og varna
við ófrið.
sjötíu saman við
er sélegt hjálparlið.
Húrra! Húrra! Húrra!
Skotfélög; tómstundaklúbbar
eða heimavarnarlið?
A sömu árum og Herfylking Vestmanna-
eyja var að fjara út voru stofnuð skot-
félög á nokkrum stöðum á landinu.
Þetta var um áratug eftir að danskir
uppgjafahermenn sem barist höfðu í
Slésvíkurstríðunum um miðja öldina
stofnuðu fyrsta skotfélagið þar í landi.17
Eftir að hertogadæmin Slésvík og
Holtsetaland voru tekin af Dönum
styrktust dönsku skotfélögin á ný og
urðu þessi félög einskonar blanda af
heimavarnarliði og ungmennafélagi.18
Það er því varla nein tilviljun að Skot-
félag Reykjavíkur var stofnað um 1866,
á sama tíma og uppgangur slíkra félaga
var mikill í Danmörku. En Reykjavíkur-
félagið var ekki lengi eitt því 1869
stofnuðu kaupmenn og aðrir „betri“
borgarar i Keflavík Ryffel-skytte-For-
eningen for Keblevig og Omegn. Eins og
í Reykjavík var hluti félagsmanna dansk-
ur en meirihluti þeirra beggja var þó
íslenskur.19
Lög félaganna tveggja voru keimlík
og i þeim var ekkert sem benti til annars
en að þau væru einfaldlega félagsskapur
„skotfimra" borgara.20 Undir þetta tekur
Bjarni Guðmarsson í Sögu Keflavíkur þar
sem hann telur að liklega hafi Iegið
friðsamlegri hvatir að baki stofnun
skotfélaga hér á landi en í Danmörku.21
Að þessu leyti virtust þau því ekki
samsvara dönsku skotfélögunum sem
fremur voru hugsuð sem heimavarnarlið.
Vel er hægt er að taka undir þetta
sjónarmið Bjarna en ekki er víst
að dönsk stjórn-
völd
hafi séð
íslensku skotfélög í
sama ljósi.
Það má ráða af vopnasendingum
I þeirra vopna sem farið var fram á að dönsk stjórnvöld
voru korðar og rifflar.
danskra yfirvalda til Skotfélags Reykja-
víkur og skotfélags sem var í burðarliðn-
um á Stykkishólmi. I bréfi dómsmála-
stjórnarinnar til stiftamtmannsins dag-
settu II. febrúar 1869 um félagið
Reykjavík kemur fram að stjórnvöld hafa
eftir tillögu stiftamtmanns ákveðið að
styrkja skotfélagið með þeim skilmálum
að lærisveinum Latínuskólans yrði síðar
meir gefinn kostur á að æfa sig í að
nota byssur félagsins.22 Félags-
menn skotfélagsins virðast
ekki hafa verið yfir sig ánæg-
ðir með þessa skilmála en dóms-
málastjórnin og stiftamtmaðurinn töldu
að hér væri um einhvern misskilning
skotfélagsmanna að ræða. Aðeins var
verið að fara fram á að nemendurnir
fengju afnot af byssunum á tíma er
ætlaður yrði til skotkennslu.23 Yfirvöld
gáfu aftur á móti ekki upp hver til-
gangurinn væri með því að hefja kennslu
í skotfimi fyrir skólapilta. Þótt ekki sé
Egilson bréf til Bergs Thorberg amt-
manns í Vesturamtinu.24 I bréfinu segir
að bæjarbúar hafi farið þess á leit við þá
að þeir stæðu fyrir stofnun skotmanna-
félags í bænum „sem með tímanum gæti
orðið lögreglustjórn vorri til
ómetanlegra nota, þar vöntun á
slíku hér, hefir oftsinnis verið til-
finnanleg, og hin góðu afdrif slíks fyrir-
tækis, er öllum vel kunnug frá Vest-
mannaeyum...[svo]“ Siðan fara þremenn-
ingarnir fram á það við amtmann að
hann skrifi dönskum stjórnvöldum og
leggi það
gæfu Vestmannaeyingum fynr
gefin
gefin til staðarins
eftirfarandi vopn:
Þannig skapaðist þegjandi samkomulag meðal
þjóðarinnar og danskra stjórnvalda að héryrði
að ófyrirsynju ekki komið á fót innlendu herliði.
hægt að fullyrða um þetta má geta sér til
að yfirvöldin hafi viljað vekja áhuga
skólasveina á gildi vopnaburðar.
Almennt hefur verið talið að Her-
fylking Vestmannaeyja hafi verið eina
tilraunin hér á landi til að koma á fót
heimavarnarliði. Ekki er það þó með
öllu rétt þvi haustið 1868 hófu þrír af
betri borgurum Stykkishólms tilraun til
að stofna lið í líkingu við það se.m
komst á fót í Eyjum. Forsaga málsins er
sú að haustið 1868 sendu þeir bræður
Olafur og Daniel Thorlacius ásamt Agli
*/// ý' verði
f/
V
20 Infanterie,-
byssur, með til-
heyrandi byssustingj-
um, “patron”töskum,
sverðum og öðru því er
íku skal fylgja, ennfremur
5 góða “Skarpiskytte”- Riffla,
w með tilheyrandi.
Við leyfum okkur að vona, að Yðar
Hávelborinheitum vilji þóknast, að
mæla fram með þessu við hina
konunglegu stjórn vora, þar við erum
þess fullvissir, að góðar tillögur
Yðar mega sín mest til framkvæmdar
þeirra.25
Bréfið sýnir að þessir ágætu menn
höfðu hug á að stofna 20 til 30 manna
varnarsveit, ef ekki stærri. Þeir höfðu
greinilega hugsað þessi mál nokkuð vel
og töldu að sveit sem þessi gæti komið
lögregluyfirvöldum
— að miklu gagni. Þar
má ætla að menn hafi
haft í huga að styrkur
gæti orðið af liðinu
vegna erlendra sjó-
------------- manna sem oft fóru
um með yfirgangi og ránum. Tilraunin í
Vestmannaeyjum hefur greinilega borist
þeim til eyrna enda gáfu þeir í skyn að
hróður hennar hafi farið víða. Þeir
félagar virðast augsýnilega hafa eitthvað
vit á því sem þeir báðu um og hug-
myndir þeirra um útbúnað landvarna-
liðsins hafa verið allvel mótaðar. I lok
bréfsins lögðu þeir allt sitt traust á
amtmanninn og töldu að fyrir hans
atbeina myndi farsæl niðurstaða fást.
Amtmaður brást skjótt við þessari
beiðni og skrifaði dómsmálastjórninni
16. nóvember eða sex dögum eftir að
35 - Sagnir 1996