Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 40

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 40
.DMelQGLSjfiUBaSSQN. um. Þegar Lopson var leystur úr haldi ákvað hann að dvelja áfram í Stornoway til að iðka læknisstörf.11 Ólafur var orðinn kunnugur Mackenzie baróni þegar hann gekk í Frímúrararegluna og voru hafðar uppi vangaveltur í Sagnagreininni um það hvort innganga Ólafs í regluna hefði verið orsök eða afleiðing kynna hans við Mackenzie barón.12 Eflaust hélt Ólafur að aðild að slíkum samtökum gæti orðið honum til framdráttar eins og menn hafa víst löngum talið þrátt fyrir að reglan aftaki slíkt. Ólafur var einmitt þannig maður að honum fannst sjálfsagt fínt að geta titlað sig sem frimúrara. Óvíst er hins vegar hvort það varð honum nokkuð til frægðar uppi á Islandi þar sem varla nokkur maður kannaðist við samtökin um þetta leyti og allra síst ættingjar eða vinir Ólafs sem flestir voru kotbændur. Það sem undarlegt má kannski teljast er sú staðreynd að aðeins örfáum dögum eftir að Ólafur gekk í regluna úti í Stornoway yfirgaf hann staðinn alfarinn og varð þvi aldrei þátttakandi í starfi hennar þar né annars staðar svo vitað sé. Fluttist hann nú til Edinborgar þar sem hann dvaldist hjá Mackenzie og stund- aði nám við Edin- borgarháskóla um veturinn. Sumarið eftir snéri Ólafur aftur til Islands með Macken- zie og leiðangri hans og ferðaðist um land- ið sem leiðsögumaður barónsins. Eflaust fannst honum ekki merkilegt mannlífið á Islandi eftir þriggja ára fjarveru. Um Olaf sagði Stefán Einarsson prófessor annars þetta í ævisögu Eiríks Magnús- sonar bókavarðar: Þessi Ólafur var annars bráðskemmt- ilegur maður, þótt hann væri nokkuð Iaus á kostunum. Mælt er, að skömmu eftir utanförina kæmi hann „Nú þegar hann var meðal frænda sinna og félaga frá fornu fari, var atferli hans og framkoma í fyllsta máta hlægileg... Hann bjó sig I spjátrungslegustu ensku fötin, sem hann átti og tók upp allan hugsanlegan gleiðgosahátt með merkissvip, hneigingum, axlaypptingum, brosi, fettum og brettum og setti upp nýjan svip framan í gömlum kunningjum sem horfðu undrandi á hann.“ að Vatnsdal til Magnúsar Stephensen sýslumanns, föður Magnúsar lands- höfðingja og þeirra systkina. Veik Stephensen talinu að því, hvernig honum líkaði nú að vera kominn heim. „Og blessaðir verið þér, minn- ist þér ekki á það; það er eins og að detta úr himnaríki ofan í hland- kopp.“l3 Kannski þóttist Olafur nú yfir landa sína hafinn og allavega varð hann illa liðinn á Islandi og kannski ekki að ósekju því ekki einungis gekk hann um og barnaði misheiðvirðar konur heldur skildi hann aðrar eftir með slæman kynsjúkdóm sem hann hafði náð sér í úti í Skotlandi. Afkomendur Ölafs voru auðvitað fjölmargir eins og gefur að skilja og kennir þar ýmissa grasa. Meðal barna Olafs hér á íslandi má nefna Guðrúnu (1805-1885) sem rak myndarlegt heim- ili á Brekkubæ í Reykjavík. Dætur hennar og Einars hattara Sæmundssonar þóttu myndarkonur; Sigríður14 (1831- 1915) giftist Eiríki bókaverði Magnús- syni í Cambridge15, og Soffía (1841- 1902) giftist Sigurði prófasti Gunnars- syni í Stykkishólmi.16 Einar Einarsson Sæmundssonar féll hins vegar í drykkju- skap, fór til Ameríku og dó þar.17 Bergljót dóttir þeirra Soffíu og Sigurðar giftist Haraldi Níelssyni, prófessor í guðfræði og rektor Háskóla íslands.18 Loftur, sonur hins umrædda Ólafs, flutt- ist til Danmerkur og starfaði þar sem klæðskeri. Hans Olafsen hélt áfram iðn Lofts föður síns og um 1930 var enn rekið fyrirtæki í Nyköbing á Falstri af sonarsonum Lofts, þeim M. og O. Olaf- sen, mikilsmetnum atorkumönnum.19 Loks má geta dóttur Ólafs og Elínar Ifeik Stephensen talinu að því, hvernig Ólafi líkaði nú að vera kominn heim. „Og blessaðir verið þér, minnist þér ekki á það; það er eins og að detta úr himnaríki ofan í hlandkopp. “ Sagnir 1996 - 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.