Sagnir - 01.06.1996, Side 45
M A R X í S K. JÁL§Ý N
framleiðslunnar myndast framleiðslu-
tengsl og í skjóli þeirra myndast stéttir.
Firringin endurspeglar hið stétt- og
verkskipta þjóðfélag og þegar fram-
leiðsuöflin hafa þróast á það stig að
framleiðslutengslin hamla frekari þróun,
þá brýst út bylting sem eyðir
ríkisvaldinu, „framkvæmdaráði borgara-
stéttarinnar".
Söguspeki marxismans er annað og
meira en aðferð við greiningu sögulegra
atburða. Atburðarásin rennur ekki fram
eftir fyrirfram ákveðnum brautum óháð
mannlegum vilja. Framtíðin ákvarðast af
skilningi mannsins og þeim aðgerðum
sem hann mun grípa til. Maðurinn hefur
áform. Þess vegna telst það viðfangsefni
marxismans að bylta hugarfarinu og
skapa hugtakamynstur pólitískra og
félagslegra breytinga. I samruna kenn-
ingar og veruleika, skyldi öreigastéttin
vakna til meðvitundar um eðli sitt og
markmið, og mannkynssagan leidd til
lykta í öreigabyltingu mannlegrar reisnar.
Marxisminn er hugsýn um að mögulegt
verði,
... að aga og rækta mennina svo endi
verði þar með bundinn á skelfilega
drottnun þess fáránleika og tilvilj-
unar sem hingað til hefur verið
kölluð „saga“.10
Stéttir og stéttabarátta
I Kommúnistaávarpinu koma fram hug-
myndir um þjóðfélagsbyltingu öreiga-
stéttarinnar. „Saga mannfélagsins hefur
fram að þessu verið saga um stétta-
baráttu." Svo hljóða upphafsorð ávarps-
ins og þar með er tónninn sleginn. Hann
er afdráttarlaus og ljóst er að formið ber
innihaldið ofurliði. „Þessari baráttu
hefur jafnan lokið á þá lund, að þjóð-
félagið hefur tekið hamskiptum í
byltingu eða báðar stéttir liðið undir
lok."11 Byltingarsigur öreiganna er talinn
óumflýjanlegur. Framleiðsluöfl borgara-
stéttarinnar eru hagskipaninni ofviða.
„Þjóðfélagshættir borgarastéttarinnar
eru orðnir svo þröngir, að þeir fá ekki
hamið þann auð, er þeir hafa skapað".12
I
Skilgreining Marx á stéttum er breytileg.
I Kommúnistaávarpinu gerir Marx einungis
ráð fyrir tveimur stéttum: „Gervallt
þjóðfélagið skiptist æ meir í tvo mikla
fjandmannaflokka, í tvær meginstéttir, er
standa andspænis hvor annarri, augliti til
auglitis: borgarastétt og öreigalýð."12
Stéttakenningin er þungamiðja. I huga
Marx er hún ekki aðskilin sögulegri
efnishyggju og skýrir það hvers vegna
Marx skilgreinir stéttir á efnahagslegum
forsendum, þannig kemst hann hjá því
að kafa dýpra.14 Hann á engra kosta völ.
Stéttakenningin er tæki til greiningar og
sem þáttur sögulegrar efnishyggju kemur
hún skipan á félagslegar staðreyndir.
Kenningunni er ekki ætlað að skýra
afmarkaða þætti.
I kenningakerfi Marx er stétt, rétt
eins og ríkið eða firringin, hverfult hug-
tak sem nær hámarki undir hinu kapítal-
íska þjóðskipulagi. Sé mið tekið af mik-
ilvægi stéttahugtaksins þá er undarlegt
að Marx greinir það hvergi með kerfis-
bundnum hætti. Ætla má að hann hafi
talið þrjár stéttir vera til staðar: vinn-
andi menn, kapítalista og landeigend-
ur.15 J)etta er gagnstætt því sem kemur
fram í Kommúnistaávarpinu. Athygli er
engu að síður vakin á mikilvægi þess að
stéttirnar eru fleiri en tvær. Þá má hugsa
sér eitthvert millistig milli þeirra tveggja
fjandmannaflokka sem standa hvor
andspænis öðrum. Hin tveggja stétta
framsetning einfaldar myndina í nafni
fræðilegrar þjóðfélagsgreiningar. Marx
gerði sér fyllilega grein fyrir veikleikum
framsetningarinnar; landeigendur og
bændur geta t.a.m. staðið á mörkum
stéttanna. Skilgreining á menntamönnum
olli erfiðleikum og Marx gagnrýndi
David Ricardo fyrir að vanmeta hina ört
vaxandi millistétt.16
Sundurleitar skilgreiningar á stétta-
hugtakinu koma ekki einungis fyrir á
mismunandi þróunarstigi hugsunarinnar.
Mismunandi afstöðu má jafnvel greina í
sama riti. Marx notaði hugtakið einnig
sem samheiti yfir hverskonar hópa en
slíkt var algengt á hans tíð. I Þýsku bug-
myndafrœðinni má greina vísi að skil-
greiningu:
Einstaklingar mynda aðeins stétt að
því marki sem þeir verða að heyja
sameiginlega baráttu gegn annarri
stétt; að öðru leyti heyja þeir sam-
keppni hver við annan. Á hinn bóg-
inn öðlast stéttir sjálfstæði gagnvart
einstaklingum, svo að þeir mæta fyr-
irfram tilteknum lífsskilyrðum. St-
éttin markar þeim bás í lífinu og
skammtar þeim persónuþróun um
leið. Einstaklingarnir eru undirokað-
ir af stéttinni.17
Sú túlkun skín í gegn að stétta-
skiptingin endurspegli firringu mannsins
og því fer ekki á milli mála að stétta-
kenningin er í brennidepli kenningar-
innar. I „Átjánda Brumaire Lúðvíks
Bonaparte" er svipaður tónn. Þar segir:
„Ef litið er á það, að milljónir fjöl-
skyldna lifa við efnahagsleg kjör, sem
greina lífshætti þeirra og menntun frá
öðrum stéttum og gera þær óvinveittar
öðrum stéttum, þá mynda þær stétt.“ Og
ennfremur: „Ef litið er á það að ekkert
nema staðarleg tengsl bindur smábænd-
urna saman, einhæfni hagsmunanna
skapar ekki með þeim neitt samfélag,
landssamband eða pólitísk sambönd, þá
mynda þeir enga stétt."18
I Kommúnistaávarpinu, þar sem Marx
er þannig auðkennd af afstöðu til
framleiðsluhátta. Einstaklingurinn til-
heyrir hinni þjónandi stétt ef hann á
ekki og, í því skyni að lifa, neyðist til
þess að selja vinnuafl sitt öðrum til
gróða eða ánægju. En forsenda stétta
hlýtur ennfremur að felast í stétta-
hagsmunum sem meðlimir stéttarinnar
eru meðvitaðir um. Stétt hefur tak-
markaða þýðingu ef aðilar stéttarinnar
eru sundurleitir. Mælikvarðarnir eru því
í meginatriðum tveir: annars vegar
tengslin við framleiðsluhættina og hins
vegar meðvitund hópsins um sjálfan sig
sem stétt og stjórnmálasamtök henni
samfara.19
Samkvæmt kenningu Marx er stétt
hagfræðilegt hugtak af þeim sökum að
framleiðslutengslin leiða til stéttaskipt-
ingar og í kjölfarið stéttabaráttu. Þetta
skýrist af því að framleiðslutengsl end-
urspegla valdatengsl, en valdatengsl geta
af sér stéttatengsl. Stéttatengsl myndast
við virkni efnahagslífsins og gera einst-
aklingum að skipa sér í flokk. Þannig
fellur stéttakenningin að framleiðslu-
gerir einungis
ráð
/ Kommúnistaávarpinu gerir Marx einungis
ráð fyrir tveimur stéttum: „Gervallt
þjóðfélagið skiptist æ meir í tvo mikla
fjandmannaflokka, í tvær meginstéttir, er
standa andspænis hvor annarri, augliti til
auglitis: borgarastétt og öreigalýð.
fyrir tveimur stéttum,
skilgreinir hann borg-
arastéttina sem eig-
anda framleiðslutækja
og vinnuveitendur.
Öreigastéttin er skil-
greind sem sú stétt
sem á engin fram-
leiðslutæki og er sá
kostur nauðugur að
selja vinnu sína hæst-
bjóðanda. Stéttastaða
45-Sagnir 1996