Sagnir - 01.06.1996, Side 54
Sigrún Sigurðardóttir
Islendingurinn sem
Arið er 1856. Ólafur Hannesson
Johnsen stendur á hafnarbakkan-
um í Kaupmannahöfn, reiðu-
búinn til þess að takast á við framtíðina
og lífið fjarri bernskuslóðunum, fjarri
fjölsyldunni, fjarri móður sinni og
föður. Sjálfstæður maður! Nú þegar
Ölafur hafði stigið skrefið til fulls og
var orðin sigldur maður leit samfélagið á
hann sem sjálfstæðan ungan mann.
Þannig sá hann líka sjálfan sig. Það var
ekki fyrr en seinna sem hann fann hversu
erfitt það var að vera álitinn sjálfstæður
ungur maður, fullorðin maður, en vera
um leið háður föður sínum fjárhagslega,
og þeim báðum, föður sínum og móður,
tilfinningalega háður. Það var einmitt þá
sem sjálfsímynd hans stóð völtum fótum.
Hann vissi ekki hvort hann var fullorðin
eða barn og seinna þegar hann hafði
stofnað sína eigin fjölskyldu i Dan-
mörku og fann að hann var fullorðinn þá
vissi hann ekki lengur hvort hann var
Islendingur eða Dani. Ja, reyndar leit
hann alltaf á sjálfan sig sem Islending en
þó var svo komið að hann átti orðið fátt
sameiginlegt með þeim þar heima.
Danskar venjur og hugsunarháttur höfðu
mótað hann mjög á þroskaárunum í
(Kaupmanna)Höfn og voru orðin hluti
af lífi hans, hluti af honum sálfum. Samt
sem áður voru rætur hans fastar á
Islandi. ÖIl hin gömlu gildi sem rist
voru í sálu hans í barnæsku voru óaf-
máanleg. Hann saknaði gömlu Reykja-
víkur. Hann saknaði þess að vera innan-
búðarmaður í samfélaginu. Hann sakn-
aði þess að vera ekki eins og heima hjá
sér.
Kannski var það einmitt þess vegna
sem fjölskyldan var Ölafi svona mikilv-
æg. Kannski var það þess vegna sem
Ólafur Johnsen hélt áfram að leita hugg-
unar og stuðnings hjá foreldrum sínum
langt fram á fullorðinsár. Kannski var
það þess vegna sem Ólafur Johnsen var
/ þessari grein fjallar Sigrún
Sigurðardóttir um líf, viðhorf
og tilfinningar ungs manns
sem fór tvítugur að aldri árið
1856 til náms í Kaupmanna-
höfn, menntaði sig þar og
stofnaði fjölskyldu en fann þó
aldrei það heimili sem hann
leitaði að. Foreldrar Ólafs
Hannessonar Johnsen voru
íslendingar, börn hans urðu
Danir en sjálfur stóð hann
milli tveggja elda og saga
hans er samnefnari að mörgu
leyti fyrir ótal íslendinga sem
leituðu tækifæranna erlendis
en sneru aldrei heim. Þessi
grein er að mestu leyti byggð
á bréfum Ólafs og Steingríms
bróður hans til foreldra sinna
á íslandi, Hannesar
Steingrímssonar Johnsens,
kaupmanns og eiginkonu hans
Sigríðar Kristínar Símonar-
dóttur.
mjög tilfinngingalega og félagslega háður
eiginkonu sinni, Önnu Lucindu. Kannski
var það þess vegna sem Olafur Johnsen
lék hlutverk hins mjúka manns á heimili
sínu þrátt fyrir að honum stæði ógn af
kvenréttindakonum sem lögðu áherslu á
vitsmunalega hæfileika kvenfólks og
hristu upp í hinum hefðbundnu karl- og
kvenimyndum.
Ólafur Johnsen starfaði við hlið
eiginkonu sinnar á heimili þeirra í
Óðinsvéum. Hann sinnti börnum sínum
af miklum áhuga, hugsaði um þau, talaði
við þau og gerði sitt besta til að koma
þeim til manns. Hann vildi innræta þeim
það góða sem honum hafði verið kennt í
æsku en tók þeim jafnframt á þeirra
eigin forsendum og varð að lokum að
gefast upp fyrir þeirri staðreynd að þau
voru ólík honum. Þau urðu dönsk. Hann
var Islendingur.
Ólafur bjó í tuttugu ár á Islandi.
Arin hans í Danmörku urðu sextíu.
Hefði Ólafur vitað að saga hans yrði að
mörgu leyti samnefnari fyrir ótal Islend-
inga sem leituðu tækifæranna erlendis en
snéru aldrei heim er ekki víst að hann
hefði stigið niður af skipsfjöl í borginni
handan við sundið. Hvað er verra en
heimilisleysið og einveran mitt í mann-
þrönginni.
Ólafur skrifaði foreldrum sínum og
systkinum á Islandi ótal bréf og segir I
þeim frá líðan sinni og hugsunum,
vonum og væntingum. Sum þessara bréfa
hafa varðveist og er stór hluti þeirra
geymdur á Handritadeild Landsbóka-
safnsins. Þetta eru falleg bréf, vel skrif-
uð og læsileg og spanna stóran hluta
tímabilsins frá 1857 til 1885, einkum
þó tímann fram á haustið 1878. Eftir
þann tíma vantar í safnið fjöldan allan af
bréfum. Einnig er greinilegt að ekki hafa
öll bréfin sem Ólafur skrifaði fyrir þann
tíma varðveist í safninu.
I þessari grein ætla ég að gera grein
fyrir lífi Ólafs Hannessonar Johnsen
(24. 02. 1837-14.12.1916) eins og það
kom mér fyrir sjónir þar sem ég sat á
Landsbókasafninu og grúskaði í einkalífi
hans. Greininni er skipt upp í tvo hluta.
Sá fyrri greinir einkum frá Kaupmanna-
hafnarárum Ólafs, daglegu lífi hans þar
sem námsmanns og sambandi hans við
foreldra sína á þeim árum. I þessum
hluta styðst ég einnig töluvert við bréf
Steingríms Hannessonar Johnsen
(10.12.1846 - 03.01.1901) bróður
Sagnir 1996 - 54