Sagnir - 01.06.1996, Side 57

Sagnir - 01.06.1996, Side 57
.[5LENP.!Nfi.U.R!NN.8EMALDBEI.yAfle.DANI.. þau þannig að heilsteyptari einstak- lingum.8 Hvort þetta átti við um foreldra Olafs er erfítt að fullyrða um því bréfin sem þessi grein er byggð á eru skrifuð frá og með árinu 1857, þ.e. eftir að Olafur varð tvítugur og hér er einungis um einhliða bréfaskriftir að ræða. Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að Ólafur var tengdur báðum foreldrum sínum sterkum tilfinningaböndum. Sam- band hans við móður sína var þó greini- lega annars eðlis en samband hans við föður sinn. Fram að dauða móður sinnar hélt Ólafur föður sínum ætíð í ákveðinni fjarlægð frá sínum persónulegu málum og þó að bréfin til hans væru einlæg fjölluðu þau fremur um mál er snéru að fjölskyldunni í heild eða jafnvel mann- kyninu öllu. Ólafur veigraði sér einnig við að láta sjálfsvorkun í ljós við föður sinn en hikaði ekki við það i bréfunum til móður sinnar. Líklegt þykir mér að ólík efnistök Ólafs í bréfunum séu fremur ósjálfráð en að yfirlögðu ráði og hafa verður í huga að þrátt fyrir að bréfin séu stíluð á einn ákveðinn fjöl- skyldumeðlim vissi Ólafur að þau yrðu lesin upp fyrir aðra á heimilinu.9 Fram að þeim tíma þegar móðir Ólafs dó sumarið 1869 voru bréfin sem hann skrifaði heim í miklum meirihluta stiluð á hana eina.10 Frá og með árinu 1868 fækkaði þeim bréfum sem Ólafur skrifaði persónulega til móður sinnar en bréfum til föður hans fjölgaði að sama skapi. Astæðuna má að öllum líkindum rekja til veikinda móður hans en hún virðist hafa átt erfiðara og erfiðara með að skrifa sonum sínum í Danmörku eftir þvi sem veikindi hennar ágerðust. I febrúar árið 1867 skrifaði Steingímur móður sinni: ... þegar ég var hjá Ölafi í Óðins- véum skemmtum við okkur oft á kvöldin við að rifja upp gamlar minningar og lesa bréf að heiman. Og þá rákumst við á eitt bréf frá þér til Ólafs. Ö, hversu mikið þú myndir gleðja mig, elsku móðir mín, ef þú gætir skrifað mér eitt lítið bréf. Það þyrfti ekki að vera nema nokkrar línur, en það þyrfti helst að vera sjálfstætt bréf, útaf fyrir sig. Eg vil helst ekki að þú látir þér nægja að skrifa nokkrar línur neðst á bréfin hans pabba, því að þannig var ekki bréfið sem þú skrifaðir Ólafi ... A1 Hvort ástæðan fyrir því að móðir þeirra bræðra skrifaði, þrátt fyrir erfið veik- indi, Ólafi en ekki Steingrími er sú að 2» í+- lA/ /<V' /y} <L.*iS ■ S.tlí - M A*, í*r*r- Mo 4L " _ < h. - .t.f /**- Aíc. *<VxS- jMv*> *< /*a ; $r/if -.V //:~i. ... .. L,!.(-ZÁ/t fu fao V'J V Ú//J U. >v, “7- - ^ ZZ-úá lXj ---I, 'œxr ^ «■*-> 1 y / ,,aj A t. -■;,— 'uu A,- *J.----- -«-*'<- ...JM.'f.'r W - -■ C- •' Cffh /fc. >-■“ y~ t- •■ **, — U. J‘~~>-í‘MSr*Ch~rj~'-í/y jm J~ *•■*. ~,*~r*-*~* ,-ífU Jmí j .t M-j J - ‘■'■.■L' ■■- ■ ...;■ ■,;-■'■- ■■ yy.. urr,J íU.—u . f-Vyj, ...:íi ,-ít ;- j,: .->■■- ■■■ -“.--'■■■■ — Sýnishorn af einu af þeim bréfum sem Ólafur skrifaði heim til ættingja sinna á íslandi frá Danmörku hann hafi verið í meira uppáhaldi hjá henni en Steingrímur veit ég ekki. Þó þykir mér liklegra að ástæðan sé sú að Ólafur var duglegri að skrifa henni og að bréfin hans voru innilegri. Samband hans við móður sína varð þannig nánara en samband Steingríms við hana á meðan þeir bræður dvöldust báðir i Danmörku. Reyndar er eins og Stein- grímur hafi óttast að samband sitt við móður sína væri að missa innileikann og er eins og hann hafi ekki verið full- komlega viss um tilfinningar hennar til sín. Hann lét þennan efa óbeint í ljós í bréfunum til hennar og skrifaði meðal annars: ... Pabbi og Soffía (systir hans) skrifa enn þá, að þú verðir svo glöð þegar þú fáir frá mér bréf, elsku móðir. Það gleður mig ekki minna að heyra að svo er en samt sem áður þykja mér bréfin mín vera svo hræðilega leiðinleg. ... Ég er óskaplega leiður yfir því að geta aldrei endurgoldið almennilega þau bréf sem ég fæ að heiman. Mig skortir þennan innileika sem elsku foreldrar mínir og öll mín góðu systkini búa yfir Móðir drengjanna, Sigríður Kristín Símonardóttir, dó eins og áður sagði sumarið 1869 og enn var Steingrímur að afsaka sjálfan sig og reyna að sannfæra aðra um að tilfinningar hans væru ekki minni en annarra.13 Föður sínum skrif- aði hann: „... eg er svo kaldur og þurr til að sjá, en innifyrir er þó ekki svo, mér 57-Sagnir 1996 býr sú sama sorg í brjósti." mínar peningasakir Þrátt fyrir að tilfinningar bræðranna væru um margt svipaðar þá tjáðu þeir sig á ólíkan hátt. Þar kemur einmitt styrkur sendibréfanna gagnvart öðrum persónu- legum heimildarflokkum hvað best i ljós. Steingrímur hélt dagbók og er nokkur dagbókarbrot frá honum að finna í bréfasafni föður hans.14 Þessi dagbókar- brot eru mjög ópersónuleg og segja einkum frá daglegu lífi hans og skemmt- unum. I sendibréfunum lét hann aftur á móti í ljós viðhorf sín og vangaveltur og eru þau því mun mikilvægari í hugar- farssögulegu ljósi. Eftir dagbókinni einni saman að dæma mætti draga þá ályktun að Steingrímur hafi verið mjög tilfinningasljór maður. Það sama á við ef bréf hans eru skoðuð á tilviljunar- kenndan hátt. Mörg þeirra eru uppfull af sjálfselsku og heimtufrekju og draga fram mjög neikvæða mynd af bréfritara. Ef bréfasafn Steingríms er aftur á móti skoðað sem ein heild er auðvelt að sjá að hann var bæði viðkvæmur og til- finningasamur. Kaupmannahafnarárin voru mikil þroskaár í lifi Steingríms. Hann kom þangað haustið 1866, uppfullur af lífs- gleði og hugmyndum um eigið ágæti. Lífið var fyrir honum leikur einn þar sem hann lék hlutverk hetjunnar og stjórnandans. Móðurmissirinn, vinaslit, trúnaðarbrestur og erfiðleikar í námi settu strik í reikninginn þegar fram liðu stundir. Steingrímur var, eftir heimildum að dæma, hress og kátur i fjölmenni, for- ingi í hópi jafnaldra og einkennast bréf hans flest af yfirborðskenndri bjartsýni. Inn á milli má þó einnig sjá orð og setningar sem gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Steingrímur var óviss um stöðu sína í fjölskyldunni og stundum er einnig eins og hann hafi haft efasemdir um eigið ágæti. Vorið 1873, stuttu áður en hann lauk námi, var hann langt niðri. Þá skrifaði hann: „... hvad á eg þa að gjöra vid sjálfan mig og skuldirnar; það er ekki tilhlökkun að lifa þad ...“ls Þetta er siðasta bréfið sem Stein- grímur skrifaði áður en hann lauk námi og hélt heim. Sex árum síðar fór hann til Danmerkur á ný og heimsótti Olaf bróð- ur sinn sem þá bjó í Óðinsvéum. Skipið sem hann sigldi með hafði viðkomu í Skotlandi. Þaðan skrifaði Steingrimur sitt fyrsta bréf í ferðinni og sagði meðal annars: „Ég hlakka annars nú þegar til

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.