Sagnir - 01.06.1996, Side 59

Sagnir - 01.06.1996, Side 59
[$LENPJ.N6UR!NN.gEMALDREI.yARÐ..D.ANI Steingrímur: „... þad hlýtur ad hafa verid miklu billegra að lifa á Olafs tíma en núna ,..“27 Steingrímur beitti persónu- töfrunum, og var sakleysið uppmálað þegar kom að því að útskýra og afsaka eyðslusemi sína. Svo virðist sem Hannes hafi ætíð fallið fyrir töfrum sonar síns og sent honum hærri peningaupphæðir enda álitið slæmt ef það hefði frést til Islands að sonur Hannesar kaupmanns byggi við verri aðbúnað en aðrir stúd- entar í Höfn.28 Hér er rétt að benda á hversu mjög það styrkir þessa rannsókn að hafa bréfasöfn bræðranna tveggja til saman- burðar í stað þess að notast aðeins við annað þeirra. Eðlilegt er að áætla að uppeldi þeirra bræðra hafi verið með svipuðu móti en bréf þeirra sýna glögg- Olafur skiptist ekki á skoðunum við móður sína um þjóðfélagsmál og henni sendi hann ekki fréttaefni heldur danska munaðarvöru svo sem silkiblúndur og vanilustangir. lega að uppeldið hefur haft ólík áhrif á þá og endurspeglast það í ólíkum Iífs- viðhorfum og verðmætamati. Þess ber að geta að þrátt fyrir að Olafur hafi ekki stöðugt verið að skrifa um fjármál í bréfunum til föður síns, þá var það faðir hans sem hélt honum uppi á meðan hann var í námi. Aðeins á ein- um stað í þeim fjölmörgu bréfum sem finnast í bréfasafninu frá árunum 1857- 1885 bað Ólafur föður sinn beinum orðum um auka fjárveitingu.29 Hann fór venjulega þá leið að kvarta yfir peninga- Ieysi við móður sína og treysti því að hún kæmi skilaboðunum áleiðis. Skilaði það sér í því að faðir hans sendi honum „óvæntan glaðning" með næstu ferð.30 Annars virðist Ólafur hafa lagt meira upp úr því að fá sendan mat til Dan- merkur, svo sem reykt kjöt, reyktan lax, rjúpur, kæfu, saltkjöt og harðfisk, frem- ur en peninga og á það einkum við eftir að hann stofnaði sjálfur fjölskyldu.31 Ólafur fylgdist með þjóðfélagsmál- um á Islandi í gegnum bréf föður síns og Þjóðólf sem hann fékk reglulega sendann. Föður sínum sendi hann Berlingske Tidende á móti. Ólafur skiptist ekki á skoðunum við móður sína um þjóðfélagsmál og henni sendi hann ekki fréttaefni heldur danska munaðarvöru svo sem silkiblúnd- ur og vanilustangir.32 Móðir Steingríms sendi honum bæði nátttreyjur og rúmteppi eins og hún hafði áður sent Ólafi en Steingrímur var ekki alltaf jafn hrifinn. „Takk, elsku móðir, fyrir náttreyjuna sem þú sendir mér, en ég hef aldrei notað nátttreyjur ...“33 skrifar hann móður sinni veturinn 1867 en þá hafði hann nýlega þakkað fyrir sæng sem hann fékk senda að heiman með þessum orðum: „Ég hef ekkert að gera með aðra sæng og ekki veit ég hvað ég á að gera við hana. Ég vildi helst senda þér hana aftur. Viltu vera svo góð að láta mig vita næst hvað ég á að gera við hana ..,“34 Tveimur ár- um síðar var komið annað hljóð í strokkinn en þá skrifaði Steingrímur heim og bað um að fá sent koddaver og mislitan borðdúk „til þess að pynta upp med í herberginu."35 Ekki var sjálfsbjargar- viðleitnin á háu stigi hjá Steingrími þegar kom að því að bæta föt og sauma í. Hann sendi bæði slitna sokka og buxur heim til Soffíu systur sinnar til þess að hún gæti lagfært þau fyrir hann. Sem afsökun fyrir því að hann gerði það ekki sjálfur segir hann vera tímaleysi auk þess sem það sé „strangt til tekið ekki starf fyrir karlmann ...“36 lítið lesið á Garði Fyrstu fjögur árin eftir komuna til Hafnar bjuggu þeir bræður á Garði eða Regensen37 eins og stúdentagarðurinn við Stóra Kanúkastræti kallast upp á dönsku. Þessi grein hófst þar sem Ólafur sat í Iitla herberginu sínu á Garði og gæddi sér á íslenskum mysuosti og nú er vel við hæfi að hverfa aftur á gang sex, Islendingaganginn, þar sem Ólafur bjó á árunum 1856-1860. Veturinn 1857 voru þeir fjórtán Islendingarnir á Garði38 og má ætla að það hafi verið eðlilegur fjöldi. Hvorki óvenju fjölmennt né fámennt eins og vorið 1870 þegar aðeins þrír íslendingar bjuggu þar.39 Á nítjándu öldinni hófu 434 Islendingar nám við Kaupmannahafnarháskóla,40 þar af 38 á sjötta áratugnum og 18 á þeim sjö- unda.41 Ólafi leið vel á Garði en þar sem samneyti herbergisfélaganna, „contu- bernales“, var óhjákvæmilega mjög náið skipti það hann töluverðu máli að hafa góðan félaga til að deila híbýlum með.42 Oft gafst lítið næði til lestrar á Garði eins og Sigurður Jónasson lýsti ágætlega 59 - Sagnir 1996 í bréfi til góðvinar síns Ólafs Magnús- sonar árið 1885: Á Garði er drukkið mikið af bjór og etið feikn af eggjum. Menn sitja út í garðinum hjá lindinni frægu, sem nú er 100 ára, með sínar Iöngu pípur, á sínum Schlafrökkum, með sinn bjór eða kaffibolla og slafra í sig vör- unum liggjandi og sitjandi á bekkjum í sólskininu undir limnum og lesa blöðin og kjafta. -Lífið á Garði er fjörugt, svöll þar eru alræmd fyrir fyllerí. - Lítið lesið á Garði.43 Dethlef Thomsen, yngri, lýsti þessu samneyti herbergisfélaganna vel í leikriti sínu Stúdentalíf sem hann skrifaði árið 1892. Þar há aðalpersónurnar tvær Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri, marga baráttuna. Á milli þeirra er togstreita sem skapast fyrst og fremst vegna þess hversu samtaka þeir þurfa að vera um ýmsa hluti, til að mynda það að læra á sama tíma til að ekki skapist ónæði. Rétt eins og Ólafur bar Jón Jóns- son eldri, þá ósk í brjósti að búa einn og fá þannig aukið næði en um leið var hann þakklátur fyrir að fá að deila með öðrum Islendingum þeim einstaka anda sem ríkti á Garði. I leikritinu segir Jón meðal annars: Hjer er alveg eins og veitingastaður. Þegar einn er farinn, kemur annar. Samt er hann nú viðkunnalegur gamli Garðurinn. Þessir gömlu veggir með litlu gluggunum, bjarminn úr ofninum og gamla lindin, allt segir manni sögur sem beztu menn lands- ins, sem hafa átt við strit og erfið- leika að berjast hér i framandi landi, og orðið ættjörðu sinni að deyjandi mönnum.44 Þegar Ólafur var fluttur af Garði fann hann fyrir einmannaleikanum sem aldrei fyrr. Hann saknaði þá óróans á Garði og til að bægja einsemdinni frá heimsótti hann gjarnan félaga sína þar „sem nú lifa hinu ljúfa lífi,"45 eins og hann orðaði það. Fyrsta herbergið sem Ólafur flutti í af Garði var í gömlu sjómannahverfi sem kallast Nyboder. I dag er þetta einn eftirsóttasti staðurinn í Kaupmannahöfn en í tíð Ólafs var þarna hægt að fá ódýrt leiguhúsnæði. Olafur leigði þarna tvö herbergi með hús- gögnum og lifði sparsamlega að eigin sögn.46 Sumarið 1861 flutti hann ásamt fjórum íslenskum félögum sínum til Nærum, sem þá var lítill bær fyrir utan Kaupmannahöfn. I Nærum nutu félag-

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.