Sagnir - 01.06.1996, Síða 60

Sagnir - 01.06.1996, Síða 60
. S! e R ÚN. S J.Q.URÐ AR Dón! B.. arnir lífsins fjarri ys og þys borgarinnar og fóru í skógarferðir á milli þess sem þeir litu í skólabaekurnar. I Nærum höfðu þeir félagarnir sérherbergi með skrifborði hver fyrir sig og deildu tveimur öðrum herbergjum sem þeir sváfu í. Gestgjafinn í húsinu sá þeim fyrir mat fjórum sinnum á dag og var þá hvergi til sparað.47 Hvað þeir borguðu fyrir þetta munaðarlíf fylgdi ekki sögunni en greinilegt er að hér kvað við allt annan tón en þegar Olafur bjó i Nyboder árið áður og átti varla fyrir osti ofan á brauðið.48 Ekki er unnt að hverfa frá þessum kafla um veru Ólafs í Nærum án þess að minnast á viðhorf hans til dóttur gestgjafa sinna þar. Hún var ímynd hinnar ókvenlegu konu í augum Olafs sem sagði hana líkjast fremur dreng en stúlku og átti hann erfitt með skilja hvernig nokkur karlmaður gat hrifist af svo ókvenlegri veru. „Jeg hefði ekki trúað því að nokkur karlmaður gæti orðið ástfanginn af henni ... Það er eitthvað svo ókvenlegt í fari hennar sem virkar mjög fráhrindandi, í það minnsta á okkur íslendinganna," skrifaði Ólafur móður sinni.49 Það var einkum áhugi stúlkunnar á þjóðfélagsmálum og ókvenleg framkoma hennar sem Ólafi þótti fráhrindandi. Ætlaði heimasætan alveg að ganga fram af honum þegar hún sat einn daginn og las í bók um sakamálarétt sem félagi Ólafs hafði gleymt úti við morgunverð- arborðið í garðinum. Las stúlkan bókina af miklum ákafa allt fram á kvöld og lýsti Ólafur því á tilþrifamikinn hátt og klykkti svo út með að segja „og er sú bók þó allt annað en áhugaverð, ekki síst fyrir konur.“50 Þetta viðhorf Ólafs er i fullu sam- ræmi við það sem bandarísku sagnfræð- ingarnir Peter N. Stearns og Mark Knapp segja hafa verið mjög ríkjandi hjá karlmönnum á síðari hluta 19. aldar. I stuttu máli sagt var niðurstaða þeirra þessi: „Góð eiginkona varð ástfangin af siðferðilegum þroska og vitsmunum eiginmannsins á meðan karlmenn hrifust, eðli síns vegna, af kærleiksríkum eigin- leikum allra góðra kvenna.“51 SEINNI HLUTI þau eru mikið lukkuleg Sólin glampaði fallega í hvítum snjónum sem þakti jörðina þennan kalda des- emberdag milli jóla og nýjárs árið 1866. Þetta var stór dagur í lífi Ólafs Johnsen og markaði að mörgu leyti kaflaskil í lífi hans. Þetta var hinn stóri dagur sem Ólafur kailar svo þegar hann og Anna Lucinda Tærgesen gengu í hjónaband. Þar sem bréf vantar í bréfasafnið frá því um sumarið 1866 og fram til 19. febrúar 1867 er lítið vitað um aðdraganda þessa hjónabands. Enginn vafi leikur þó á því að Ólafur var í Danmörku mestan hluta þessa tímabils og sést það einna best á því að hann var skipaður fastakennari við Lærða skólann í Óðinsvéum árið 1866 eftir að hafa starfað sem stunda- kennari við sama skóla frá árinu 1864. Sama ár og Ólafur fékk fasta stöðu við skólann í Óðinsvéum tók hann hagnýtt próf í málfræði.52 Fyrstu upplýsingarnar sem ég fann um samband þeirra Ólafs og Önnu er að finna í bréfi sem Steingrímur skrifaði móður sinni þann 3. október 1866. Þar segir aðeins „Ólafur og Anna eru mjög hamingjusöm."55 Nokkrum vikum síðar skrifaði Steingrímur foreldrum sínum og systkinum: „Þegar eg var ad rísa á fætur í morgun fékk eg bréf frá Ólafi; honum lídur uppá þad bezta og Önnu sömu- leidis. Þau eru mikid lukkuleg sem nærri má geta.“54 Því má fastlega gera ráð fyrir að þegar hér hafi verið komið sögu hafi þau Ólafur og Anna verið trúlofuð og búið saman í Óð insvéum. Fyrsta ábendingin um að brúðkaup hafi verið í aðsigi kemur einnig frá Steingrími en þann 20. nóvember skrif- aði hann: „Módir mín gód, þú bidur mig, ad láta búa til hálsband úr hárinu þínu í Brudegave handa Önnu... ,“55 Eins og áður sagði er ekkert bréf að finna frá Ólafi frá þessum tíma og þar af leiðandi ekkert um aðdraganda brúð- kaupsins útfrá hans sjónarhorni. Ekki veit ég hvort ástir tókust með þeim Önnu og Ólafi í Danmörku eða á Islandi. Anna Lucinde var dóttir Roberts Peters Tærgesen, kaupmanns og bruna- málastjóra í Reykjavík og fyrri konu hans, Johanne Catrine Wedel sem var dönsk. Þegar manntal var tekið á íslandi árið 1846 bjó Anna, sem þá var sex ára gömul, ásamt föður sínum, stjúpmóður og bróður, í Reykjavík. Anna Maria Hansen stjúpmóðir Önnu var þá aðeins tuttugu og eins árs gömul eða tuttugu og fimm árum yngri en eiginmaður hennar, faðir Önnu. Bróðir Önnu, Hans Peter Tærgesen, var þá sautján ára gamall. Samkvæmt manntalinu má sjá að Anna var fædd í Reykjavík en faðir hennar og bróðir i Kaupmannahöfn. A uppvaxtarárum Önnu og Ólafs var Reykjavík lítill bær með tæplega þrettán hundruð íbúa, þar af hundrað sjötíu og sjö börn á aldrinum fimm til tíu ára ef miðað er við árið 1845.56 Aðeins skildu þrjú ár Önnu og Ólaf að í aldri og því má ætla að þau hafi verið leikfélagar og þekkst allt frá bernsku. Ekkert var þó minnst á Önnu í bréfum þeirra bræðra fyrr en í október 1866. Hún var aldrei nefnd á nafn í kjaftasögunum sem gengu landa á milli og aldrei bað Ólafur um kveðju til hennar. Ölafur lýsti brúðkaupi þeirra Önnu mjög nákvæmlega, bæði athöfninni sjálfri og veislunni á eftir en skrifaði lítið um tilfinningar sinar i þessu sam- bandi og verður það að teljast óvenjulegt ef bornar eru saman lýsingar hans af öðrum atburðum. Ólafur talaði ekkert um tilfinningar sinar gagnvart Ónnu við þetta tækifæri og þær breytingar sem atburð- urinn hafði i för með sér fyrir þau. Einu tilfinningarnar sem Ólafur lét i ljós, samfara lýsingum á brúðkaupinu, snérust um söknuð hans eftir foreldrum sínum. Hann skrifaði: „Við söknuðum þess að hafa okkar kæru fjölskyldu ekki með okkur við svo hátiðlegt tækifæri sem þetta, en okkur þótti þó styrkur í þvi að okkar kæri Steingrimur gat verið með okkur á þessari stundu."57 Olafur lýsti ytri aðstæðum mjög vel, það er veðri, kirkjunni, veisluborðinu og kostnaðinum, en minntist ekki orði á hvernig Anna leit út eða þá hann sjálfur. Brúðkaupsveislan var haldin heima hjá vinahjónum þeirra Ónnu, Mander og Wesentine Brandt. Ekki veit ég hvernig kunningskapur þeirra kom til58 en á milli þeirra myndaðist einstakt vináttu- samband og liggur nærri að segja að Brandts hjónin hafi gengið þeim Ólafi og Önnu í foreldra stað.59 Ólafur og Anna sóttu mikið á heimili Brands hjón- anna næstu árin og í bréfi til móður sinnar 28. febrúar 1869 sagði Ólafur: „Við komum oftast þangað á Sunnu- dagskvöldum, stundum er okkur boðið þangað til kvöldverðar, einnig á virkum dögum ... svo að ekki sé minnst á hversu oft við rétt skreppum þangað yfir,“ og bætti við „Hannes er svo sannarlega i essinu sinu þar ... rétt eins og hann væri ... jeg felli mig betur vid lund landa minna en Dana. ... Sagnir 1996 - 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.