Sagnir - 01.06.1996, Page 63
. í5.LENDIN.Q.UR!NN .SEM AURREJ.YAF\e. DAN[.
mér einnig að Ólafur skrifaði Símoni
bróður sinum bréf árið 1861 á dönsku.
Símon var þá þrettán ára gamall. Það að
þeir bræður hafi almennt talað dönsku
við móður sína er ekki hægt að skýra
með því að hún sé af dönsku fólki
komin, að minnsta kosti eru foreldrar
hennar báðir fæddir á Islandi. Faðir
hennar, Símon Hansen í Reykjavík og
móðir hennar Kristín Stephansdóttir í
Kársnesi eða Hvammi í Kjós.84
Þess ber að geta að Ólafur var langt
því frá að vera undir áhrifum frá
félögum sínum í Höfn þau ár sem hann
skrifaði fjölskyldunni á Islandi á dönsku
enda sjálfstæðisbarátta Islendinga þá í
fullum gangi og íslensku stúdentunum
var mjög í mun að tala íslensku sín á
milli.85 Ólafur var reyndar hræddur um
að félagar hans í Höfn kæmust að því að
hann skrifaði fólkinu heima á dönsku
„vegna þess að þá halda þeir að ég vilji
vera og haga mér eins og Dani ... og það
verður skilið á þann hátt að ég vilji ekki
vera íslenskur ... ,“86
Þau Ólafur og Anna eignuðust sitt
annað barn þann 25. apríl 1870. Það var
stúlka og fékk hún alíslenskt nafn,
Sigríður Kristín, í höfuðið á móður
Ólafs. Ólafur skrifaði föður sínum
fréttirnar fjórum dögum síðar og sagði
þá „litla stelpan er mikid stórt og
velskapad barn, sem allt til þessa hefur
sofid vel og verid róleg ,..“87 en fór svo
að tala um Önnu og fór meirihluti
bréfsins í að tala um líðan Önnu sem
greinilega stóð honum nær en nýfætt og
þar með ókunnugt barnið.
Anna veiktist eftir fæðinguna, fékk
hita, höfuðverk og verk í brjóstin og
skrifaði Ólafur þá: „... jeg hef varla mátt
og heldur ekki viljad víkja frá rúmi
hennar þessa dagana ... .“88 I næstu
tveimur bréfum skrifaði Ólafur
nákvæmlega um líðan Ónnu og sagði þá
meðal annars: „... brjóstid er ekki gott
enn þá, það er dálítill hnútur eptir hjá
vörtunni."89 A þessu má sjá að Anna
stóð Ólafi mjög nærri enda var hún ekki
aðeins eiginkona hans heldur einnig hans
besti vinur. Anna náði sér að fullu eftir
fæðinguna og Sigríður Kristín, sem
Ólafur kallaði ávallt Siggu, dafnaði vel.
Eftir þvi sem Sigga varð eldri fékk hún
aukið pláss í bréfum Ólafs. Þannig má í
raun álykta að Ólafur hafi ekki skrifað
eins mikið um börnin í bréfum sínum og
raun ber vitni aðeins til að gleðja
foreldra sína og segja frá sínu daglega
lífi heldur vegna þess að hann var svo
tilfinningalega tengdur þeim. Að
minnsta kosti er óhætt að fullyrða að
eftir því sem Sigga varð eldri þvi tengd-
ari varð hann henni tilflnningalega og
um leið skrifaði hann meira um hana í
bréfum sínum.
Fyrstu tvö árin voru frásagnirnar af
Siggu mjög svipaðar efnislega og
frásagnirnar af Hannesi. „[Sigga] er ein-
staklega hraust barn, feit og þrifleg, ekki
lík Hannesi, sem alltaf frá fyrstu hefur
verid fremur grannur og perveisinn ...
,"90 skrifaði Ólafur haustið 1870 en það
má þó ekki skilja á þann hátt að Hannes
hafi fallið í skuggann af Sigríði, síður en
svo. Ólafur hélt áfram að skrifa um
hversdagsleg afrek Hannesar enda stoltur
af börnunum sínum tveimur og virðist
hafa tekið þeim eins og þau voru. I
febrúar 1871 skrifaði Ólafur meðal
annars um Hannes:
„Jeg held að það sé
enginn hetjuandi í
kallinum,"91 og bætir
við nokkrum mánuð-
um síðar: „Jeg held,
hann sje greindur í öllu falli er hann
mikid eptirtektarsamur, en svo mun
liklega flestum foreldrum finnast, þegar
talad er um gáfur barnanna."92
Þann 25. júlí 1874 fæddi Anna
andvana dreng. Viðbrögð Ólafs við þeim
atburði þóttu mér um margt athyglis-
verð, einkum með tilliti til þess hversu
háan sess börnin skipuðu í lífi hans.
Ólafur skrifaði fjölskyldunni á íslandi
bréf af þessu tilefni og sagði þá meðal
annars:
Gott var ad heyra vellídan ykkar
allra, og sama get jeg sagt af okkur.
Sá mikli vidburdur, sem við vorum
að búast við í feríunni, skedi 25. júlí
um morguninn - en hann vard okkur
ekki með öllu glediefni í þetta
skiptid ... Okkur þótti náttúrlega
sorglegt, að svona skyldi fara, en á
hinn bóginn erum við mjög glöd og
þakklát fyrir, ad allt gekk svo vel
fyrir Anna m., þad leit ekki svo vel
út í fyrstu.98
Ólafur virðist ekki hafa tekið fóstur-
dauðann mjög nærri sér og er það í
samræmi við tilfinningar hans þegar þau
Hannes og þó einkum Sigríður fæddust.
Tilfinningar hans til þeirra voru ekki
mjög innilegar í fyrstu en jukust í
auknum mæli eftir því sem börnin urðu
eldri og hann kynntist þeim betur.
I sambandi við ofangreindan atburð
virðist það hafa skipt Ólaf öllu máli að
Anna næði sér vel og féll fósturdauðinn
í skuggann af veikindum hennar. Ólafur
fékk konu til að hugsa um Önnu „nótt
og dag“ fyrstu níu dagana eftir fæð-
inguna og sendi Hannes jafnframt til
vinahjóna sinna í Nebbegaard. Hannes
virðist hafa unað sér vel þar en kom
heim eftir tæpar þrjár vikur því „okkur
02 SÍ22U var farið að len^ia eptir honum
... ,"94 skrifaði Ólafur.
Ekki verður annað séð á bréfum
Ólafs en að hann hafi verið mjög háður
bæði eiginkonu sinni og börnum, enda
voru þau ekki aðeins fjölskylda hans
heldur einnig hans bestu félagar og vinir.
Anna var ætíð nálæg i bréfum Olafs og
frá og með árinu 1866 skrifaði hann
ávallt við í staðinn fyrir jeg, þar sem því
var komið við. Anna bætti einnig oft
nokkrum línum neðan við bréf Ólafs og
þá ætíð á dönsku eða greip inn í miðju
bréfí eins og til að mynda þann 28.
febrúar 1871. Þá birtist allt í einu
danskur texti með rithönd Önnu þar sem
hún sagði meðal annars: „Jeg tek mér
það leyfi í hendur, kæri faðir, að skrifa
nokkrar línur í bréfið hans Olafs; hann
er nefninlega ekki heima og það er ekki
neinn annar pappír í möppunni."95
Þau Ólafur og Anna voru ekki vön
þvi að vera aðskilin en sumarið 1868
ákvað Ólafur að fara einn í um þriggja
vikna heimsókn til góðvinar síns og
frænda, Jóns Finsen, sem bjó í órested á
Jótlandi. Ástæðan fyrir þvi að Anna og
Hannes fóru ekki með honum í þetta
skipti er sú að Jón og hans fjölskylda
gátu ekki tekið á móti þremur gestum til
viðbótar. Þremur, vel að merkja, en ekki
tveimur því Önnu og Ólafl þótti ófært
að fara í þessa ferð nema hafa stofu-
stúlkuna, sem bjó á heimili þeirra og
aðstoðaði við heimilisstörf og barna-
gæslu, með sér.96
Ólafur var ekki feginn einverunni í
órested og í bréfi, sem hann skrifaði
móður sinni vottaði fyrir örvæntingu því
hann hafði ekkert heyrt frá Önnu þá
fimm daga sem hann hafði dvalist í
órested. Loksins fékk hann bréf frá
Önnu og saknaði hann hennar þá sem
aldrei fyrr: „... hversu gott sem jeg á það
hjer í alla staði og kan vel við kyrrðina
hjer og landloptið, leidist mjer þó eptir
þeim og hlakka til að sjá þau aptur um
midjan ágúst ... ."97 skrifaði Ólafur
föður sínum. Ólafur veigraði sér ekki
Ólafur Johnsen var tilfinningaríkur maður,
ábyrgðarfullur og jarðbundinn.
63-Sagnir 1996