Sagnir - 01.06.1996, Page 70
..VlLBQBG.AUÐ.UB..ÍSLElFSQÓniB.
Líkneski úr Ögmundarbrík frá Skálholti. Ögmundur biskup Pálsson útvegaöi til Skálholtskirkju veglega
altarisbrík, prýdda máluðum trélíkneskjum. Hann kallaði ordinanzíuna „stora uillu og uantru" með
„afskapligum illuirkium" og bað menn um að aðhyllast ekki villukenningar Lúthers.
samþykkta (Rezefi).9 Tilgangur og
markmið hinnar siðbreyttu kirkju-
skipunar var, að mati Jorgens Stenbæk
... at skabe læremæssig, liturgisk og
administrativ enhed efter den
foregáende tids kirkelige og politiske
kaos.10
I þessum hluta er niðurraðað i 16 liðum
hinum ýmsu útvortis þáttum kirkjunnar,
allt frá messuembætti, prédikun, skírn,
hjónavígslu og greftrun og til þess
hvernig prestar skuli hegða sér við
dauðadæmda glæpamenn, um fræðslu
yfirsetukvenna og barnshafandi kvenna
og framkomu gagnvart þeim konum, sem
fyrirfara af vangæslu börnum sínum
óviljandi í sænginni. I þessum greinum
birtist vilji konungs til að koma fyrir
tilstilli kirkjunnar reglu á hin ýmsu svið
mannlífsins frá vöggu til grafar. I
greinunum um konurnar kemur augljós-
lega fram sá vilji að hafa hönd í bagga
með meðgöngu og fæðingu, þeim mál-
efnum, sem gera má ráð fyrir að hafi frá
alda öðli verið í umsjá kvenna og
tilheyrt þeirra reynsluheimi og í vissum
skilningi þeirra valdsviði. Ekki eru öll
kurl komin til grafar um, hvað þessi
ákvæði merktu í raun fyrir konur á 16.
öld.
Við siðbreytinguna var lögð aukin
áhersla á prédikunina, sem byggð var á
ritningunni, en hún var samkvæmt kenn-
ingu Lúthers um „sola scriptura" hinn
eini grundvöllur, sem hægt var að byggja
þekkingu á vilja guðs. Tilgangur prédik-
unarinnar var sá, að söfnuðurinn fengi
yfir sig anda guðs og öðlaðist eilífa
sáluhjálp, Við prédikunina kom prédik-
arinn í stað Krists og studdist þessi
skilningur við 10. kapitula 16. vers
Lúkasarguðspjalls, þar sem stendur:
Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig,
og sá sem yður hafnar, hafnar mér.
En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er
sendi mig.
Slík áhersla var lögð á gildi orðisins, að
það fékk nánast vægi sakramentis. I
lútherskum kirkjum varð algengt, að
prédikunarstóllinn væri fyrir ofan altarið
til þess að hnykkja enn frekar á
mikilvægi prédikunarinnar. Þess má geta
hér, að þessi háttur var hafður á í
kirkjunum í Viðey, Bolungarvík og i
Snóksdal. Sú litúrgia guðsþjónustunnar
eftir Jóhannes Bugenhagen, sem fylgdi
með kirkjuordinanziunni frá 1537, var
sniðin eftir kaþólskri messuskipan nema
að þvi leyti, að messufórninni var sleppt,
en prédikuninni bætt við.
Þótt ýmis þeirra atriða, sem hér hafa
verið rakin, hafi þótt nýstárleg á sinni
tíð, þá höfðu þau samt engar grund-
vallarbreytingar á stjórnskipan ríkisins i
för með sér.
Akvæði þau i kafla nr. V í kirkju-
ordinanziunni, sem fjalla um skipun
klerka i embætti og stöðu þeirra gagn-
vart veraldlegum yfirvöldum, sem og
greinin um efnahagslegan grundvöll
biskupsembættisins varpa ljósi á þær
stjórnskipunarbreytingar, sem urðu við
siðbreytingu. Til þess að öðlast skilning
á þessum byltingarkenndu breytingum
verður að hafa i huga verksvið og
pólítískt vægi kaþólskra biskupa hér-
lendis fyrir siðbreytingu. Fyrir utan
litúrgískar skyldur og kirkjulegt dóms-
vald veittu islensku biskuparnir á Hólum
og í Skálholti stærstu fyrirtækjum
Iandsins forstöðu. Átti Hólastóll um
350 jarðir, en Skálholtsstóll um 274
jarðir.11 Þeir báru ábyrgð á rekstri
stólseignanna, innheimtu biskupstíundar,
leigu og landskulda i formi vaðmála,
smjörs og annarra gjaldgengra vara. Víða
um land voru útibú frá biskupsstólunum,
þar sem þessum verðmætum var safnað
saman. Á 16. öld áttu biskupsstólarnir
skip, sem gengu til Noregs. I Biskupa
atmálum Jóns Egilssonar er greinagóð
lýsing á efnahagsumsvifum Ogmundar
Pálssonar Skálholtsbiskups, útgerð,
útflutningi, efnisútvegun og byggingar-
framkvæmdum, er hann byggði nýja
dómkirkju i Skálholti eftir kirkju-
brunann, sem talinn er hafa orðið
1527.12 Samkvæmt hefð bar honum að
skila biskupsstólnum af sér í eins góðu
ástandi eins og hann hafði tekið við
honum. Biskuparnir höfðu umsjón og
ábyrgð á stærstu og glæsilegustu bygg-
ingum Iandsins og gengdu í þvi samhengi
embætti húsameistara ríkisins. I þeirra
umsjá var skjalasafn biskupsembættisins.
Þeir höfðu á að skipa fjölmennu starfs-
liði og höfðu þeir um sig lifvörð,
svonefnda biskupssveina, sem var vísir
að her og löggæsluliði. Samkvæmt
liknarhefð kaþólsku miðaldakirkjunnar
höfðu biskupar forystuhlutverki að
Sagnir 1996 - 70