Sagnir - 01.06.1996, Page 73

Sagnir - 01.06.1996, Page 73
í byrjun 19. aldar var hljóðfæraleikur utan heimilis nánast eingöngu I sambandi við dansleikjahald. Sumarið 1809 voru haldnir fleiri dansleikir en menn höfðu átt að venjast hér á landi. Það sumar var Jörundur hundadagakonungur staddur í Reykjavík og teiknaði þessa mynd af einum þeirra. Ölafur faðir Magnúsar var sviptur stipt- amtmannsembættinu þetta ár og sá sem var helsti hvatamaðurinn að því, Ludvig Erichsen, tók við embættinu.6 Heimili Magnúsar, Innrahólmur, var helsta vígi tónlistargyðjunnar á landinu og hefur Magnús greinilega fetað í fót- spor föður síns hvað varðar tónlistar- kennslu. I sjálfsævisögubroti lýsir hann tónlistarlegu uppeldi sínu og systkina sinna. Náttúran hafði þegar á ungdómsaldri lént honum góð og hvell sönghljóð, fullorðnum rómsterk og karlmann- leg, enda æfði faðir hans þau stöðugt - sjálfur liðugur og góður söng- og hljóðfæramaður og framúrskarandi á sinni tíð við langspilsleik en á yngri árum blés hann í hljóðpípu - ... lét hann , eins og þau börn sín öll, ... læra langspilsleik og söng oft undir með þeim. Allra þeirra náttúrufar hneigðist og til sönglistar, á hverri og öllum hljóðfærum þau höfðu miklar mætur, og þegar á unga aldri frá 1771-80 lærði Magnús að blása sæmilega á flautu ... af lagsbróður sínum á Bessastöðum ... Pétri Valentin Klow ^ Var það vísast venja að Innrahólmi, þegar heldri gesti bar að garði, að leikið væri fyrir þá á hljóðfæri og sungið því Magnús var ekki vanur að lúra á því sem hann taldi sig gera vel. Það kemur samt skýrt fram í frásögnum bresku ferða- mannanna Hollands og Mackenzies sem voru hér sumarið 1810, að þó að Magnús teldi sig og fjölskyldu sína mikið tónlistarfólk þótti hinum erlendu gestum meira til um að þau skyldu leika á hljóðfæri yfírleitt en um leikni þeirra við tónlistarflutninginn. Auðvitað lék Magnús fyrir þá á orgelið og svo sungu þær Þórunn, dóttir Magnúsar, og Guðrún Egilsdóttir, stallsystir hennar, fyrir gestina þeim til skemmtunar, þó ekki óblendinnar. ... the mode they had of screwing, not raising, their voices to a pitch never before attempted, reminded me of an error not unfrequent in my 73 - Sagnir 1996

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.