Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 111

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 111
Fjöldi og aldurssamsetning fullorðins og fullvinnandi fólks er þá komið í svipað horf og verið hefði ef bólan hejðifellt rösk- an þriðjung af öllutn aldursfokkum jafnt. Samt er byggðareyðingin á þessum tíma að verulegu leyti búin að jafna sig. I landsveitum Arnessýslu og Hnappadals- sýslu er heimilaskipan 1729 orðin mjög svipuð því sem verið hafði 1703, tvíbýli á sínum stað og flestar hjáleigur byggðar. Sama sagan er um lögbýli í Dalasýslu, þótt hjáleigum hafi þar fækkað. Meira að segja i Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem byggð varð þó allhart úti upphaflega, er hún búin að jafna sig á 30 árum, að því er Björn Teitsson telur. Líklega má alhæfa það að á 20—25 árurn hafi lögbýli komist í byggð nokkurn veginn um allt land; misjafnt sé eftir sveitum hve langt er komið endurreisn tví- og fleirbýla og hjá- leigna; en tómthúsabyggðin eigi lengra í land. Þetta gerist án þess að fólksfjölgun valdi, heldur skipast fólksfjöldinn bara öðru vísi á heimili: færri fullorðnir koma á hvert heimili og færri heimili á hvert lögbýli. Stórabóla = svartidauði? Þessa sögu má ekki yfirfæra á plágurnar nema með miklum fyrirvörum.Við vit- um ekki til að þær hafi hitt fyrir mjög óreglulega aldursskiptingu (eins og t.d. barnafæðina skv. manntalinu 1703). Og sjálfar hafa þær varla lagst mjög misþungt á aldursflokka. Dánartiðni virðist gríðarhá á þeim heimilum sem þær á annað borð náðu til; hvort sem margir lifðu af (eins ogjón Ólafur Isberg hefur talað fýrir) eða fáir (eins og byggðasaga Arna Daníels bendir til), þá hafa þeir yfirleitt ekki sloppið vegna mótstöðuafls síns gegn sjúkdómnum, heldur af því að heimili þeirra sluppu alveg við smit, og það hefur gengið jafnt yfir alla aldursflokka. Um breytingar á giftingaraldri og hjú- skapartíðni er erfitt að fullyrða af því að við vitum ekki nógu vel hvernig þeim málum var háttað fyrir plágur. Líklegra er þó að frjósemi fólks hafi aukist þegar rýmkaði um það, og þess hefur þá gætt meira en eftir stórubólu vegna þess að tiltölulega fleira var um fólk á frjóum aldri. En þótt fólksfjölgun væri kannski ör, þá fór fullorðnu fólki ekki að fjölga til niuna fyrr en árgangar fæddir eftir plágu komust til manns, og hámarki hef- ur fólksfjölgun ekki náð fyrr en mestur hluti fólks á barneignaaldri var úr þess- um stóru árgöngum, þ.e. um 1440 og 1530. Hvort byggðaráhrifm urðu sambærileg við það sem við þekkjum frá stórubólu, það hefur mikið farið eftir því hve mikið var i landinu af hjáleigu- og þurrabúðar- byggð sem gat fært sig yfir á lögbýlin. Það má hugsa sér svipaðar tilfærslur milli byggðargerða og byggðarlaga, a.m.k. eftir pláguna fyrri, en eftir pláguna síðari höfðu innsveitir kannski ekki sama að- dráttarafl gagnvart útróðrarbyggðunum, sbr. það sem Gísli sagði hér áðan um arð- bæran sjávarútveg eftir að kaupsigling jókst á 15. öld. Það vill svo til að heimildir um eyð- ingu byggðar eftir plágurnar eru aðallega frá Norðurlandi þar sem hjáleigu- og tómthúsabyggð hefur hvort sem er varla verið mjög stórfelld. Þá kemur upp spurningin um tilfærslu fólks milli lands- hluta, eins og Gísli benti á að gætt hafi eftir stórubólu. En i venjulegu árferði er varla við því að búast að fólk flytjist mik- ið milli landshluta meðan enn er framboð á góðu jarðnæði í hverju héraði. Þannig að sú mikla auðn lögbýla á Norðurlandi sem heimildir eru um í áratugi eftir hvora plágu, hún bendir á manndauða sem ekki á sér hliðstæðu í stórubólu, trúlega all- langt umfram þá 35% mannfækkun sem langtímaáhrif stórubólu jafngiltu. Tilvísanir 1 Þessi grein er að mestu leyti texti sem ég samdi fyrir ráðstefnuna, en stytti nokkuð í flutningi. Auk þess breytti ég nokkrum atriðuin í flutningi til þess að tengja þau betur við framsögurnar sem á undan fóru, og hef ég síðan breytt þeim í textanum í áttina við það sem ég sagði - eða vildi sagt hafa. Neðanmálsgreinum bætti ég svo við eftir að afráðið var um útgáfu erindanna. 2 Jón Steffensen, Metining og meinsemdir. Ritgerðasafn um mótun og sögu íslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir (Reykjavík, 1975), bls. 275-319. 3 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 301-308. 4 Manntal á íslandi árið 1703, tckið að tilhlutim Arna Magnússonar og Páls Vídalín, ásamt manntali 1729 íþrem sýslum (Reykjavík, 1924-1947). 5 Manntalið 1703. Hagskýrslur íslands II (Reykjavík, 1960), bls. 21. — Manntal 1729 í þretnur sýslum. Hagskýrslur íslands II. Útg. Hans Oluf Hansen (Reykjavík, 1975), bls. 59. 6 Um byggðareyðingu eftir bóluna er miklu bætt við fyrri athuganir - og einmitt í því skyni að auðvelda samanburð við afleiðingar pláganna, í doktorsritgerð Arna Daníels Júlíussonar, Bonder i pestens tid. Landbmg, godsdrift og social konjlikt i senmidd- elaldcrens islandske bondesamfund. Ph. d. ritgerð við Kaupmannahafnarháskóla 1996. Sjá einkum bls. 146-154 og 439-462. 7 Sjá Árni Daníel Júlíusson, Bondcr i pestens tid, einkum bls. 89-108, 138-145 og 166-167. 8 Fólksfjölgun eftir plágurnar gat hæglega orðið örari en eftir stórubólu - þegar af- brigðileg aldursskipting hamlaði viðkomu þjóðarinnar - og eftir inóðuharðindin, þegar skortur á búfé hefur tafið fyrir stofnun nýrra heimila. Ef fólksfækkun í plág- unum varð gríðarlega mikil má jafnvel vera að áratugina á eftir hafi strjálbýli haml- að útbreiðslu farsótta og þannig stuðlað að fólksfjölgun. 9 Það á víst að gera ráð fyrir að tegundarþróun sóttkveikja sé að jafnaði mjög ör, auk þess sem miklu getur munað á stofnum þeirra á hverjum tíma, og enn fremur valda þær mjög virku náttúruvali meðal tegunda sem þær lifa á. Þess vegna er ekki nema í mjög grófum dráttum hægt að treysta því að miðaldaplágan hafi hagað sér eins og nútímaplágan. Það á m.a. við um útbreiðsluhætti hennar og smitleiðir. Spurningunni um það, hve greiðlega mannafló hafi borið pestarsmit, verður t.d. að svara út ffá því hvað komi heim við vitneskju okkar um hegðun faraldursins. Fló- arsmit skýrir mjög vel hvernig sóttin gat borist um stijálbýlar sveitir (bæði hér og erlendis). Það gerir hins vegar torskilið hve sjaldan hún barst til Islands (ég geng út ffá því að stórfelldur mannfellir í plágunni síðari sé afsönnun þeirrar kenningar Jóns Ólafs að pest hafi gengið margsinnis á íslandi); einhvern veginn voru smitleiðir pestarinnar slíkar að Islandshaf var henni miklu meiri torfæra en t.d. bólusóttinni. Ef flærnar af nýdánum manni voru bráðsmitandi (eins og flær af nýdauðri rottu), þá skýrist vel hvernig flest eða allt heimilisfólk á bæ gat veikst skyndilega, t.d. á jarðar- farardegi hins látna. En allt passar það lakar ef sýkillinn þurfti fyrst að eyða dögum og vikum í að stífla maga flóarinnar. Og hafi fló hæglega haldist smitandi í margar vikur.jafnvel mánuði, þá hlýtur plágan að hafa verið mjög lengi að ljúka sér af í hveiju héraði, jafnvel torskilið hvernig henni gat létt fyrr en flestir eða allir höfðu sýkst, og hefur hún þá varla verið eins mannskæð og heimildir benda annars til. 10 Það er t.d. athyglisvert að þegar plágan fýrri kom í annað og jafnvel þriðja sinn á sama stórbýli (Nýi annáll segir þá sögu um Skálholt, Kirkjubæ og Þykkvabæ; hugs- anlegt er að hún eigi réttu lagi aðeins við einn staðinn eða tvo og hafi verið yfir- færð á fleiri), þá stráfellur vinnufólkið engu síður en í fýrstu sóttarhrinunni. Eftirlif- endur virðast sem sagt ekki búa að neinu ónæmi, væntanlega vegna þess að þeir hafi ekki náð bata eftir sýkingu, heldur lifað af fýrsta faraldurinn með því að sýkjast ekki. Hóp vinnufólks, t.d. í Skálholti, sem skrapað var saman í hálfeyddum sveitum, má líta á sem nokkuð markvert úrtak af eftirlifendunum. 11 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 296-297, niðurstaða 26,4% fýrir landið í heild. Mér virðist varhugavert að gefa dánartölu Snæfellsnessýslu, sem er mjög há en virðist ónákvæm, stendur á heilu hundraði, eins mikið vægi og hún fær í reikn- ingum Jóns. Enn fremur er varhugavert að áætla manndauða á Austurlandi, sem engar tölur eru til um, eftir landsmeðaltali sem aðallega er reist á tölum frá Suð- vestur- ogVesturlandi, þar sem fremur lágar tölur af Norðurlandi benda til að held- ur hafi dregið úr sóttinni á leið hennar austur eftir.Jón gerir ráð fýrir óbreyttum fólksfjölda frá 1703 fram til bólu (bls. 295 og 298), og virðist hafa veruleg rök fýrir því, sbr. þó aðra skoðun Árna Daníels, sjá: Árni Daníel Júlíusson, Bondcr i pcstens tid, bls. 146. 12 Rakið hjá Jóni Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 305-307. 13 Jarðabók Orms Daðasonar yfir Dalasýslu, birt í Sögu 1965, sjá úrvinnslu í: Árni Daníel Júlíusson, Bonder i pestens tid, bls. 151. 14 Tölur í: Árni Daníel Júlíusson, Bonder i pestens tid, bls. 462, sbr. kort bls. 149, sýna þetta, og þó ekki til fulls þar sem jarðabókin var tekin svo seint í Þingeyjarsýslu að það skekkir nokkuð samanburð við önnur svæði. Samkvæmt skýringum Gísla Gunnarssonar hér að framan má gera ráð fýrir að byggð jafni sig seinna á Norð- austurlandi en víðast hvar annars staðar. 15 Björn Teitsson, Eignarhald og ábúð á jörðum i Suður-Þingeyjarsýslu 1703-1930. Sagn- fræðirannsóknir 2 (Reykjavík, 1973), bls. 83. SAGNIR 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.