Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 61

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 61
Þessi umræða er auðvitað fyrst og fremst mikilvæg Irum en hún gefur okk- ur samt sem áður tilefni til að spyrja al- mennra spurninga urn hlutverk kvik- mynda við sögukennslu á síðustu árum. Er ástæða fyrir sagnfræðinga (og aðra) að hafa áhyggjur af því þegar rnyndir eins og t.d. Brave- heart og Micliael Collins reisa úr öskustónni forn- ar hetjur og kynna þær al- heimi, kannski á kostnað fræðilegrar hlutlægni og sögulegs jafnvægis? Að svo stöddu er reyndar ekki ætlunin að fullyrða að svo sé heldur benda á að slíkar spurningar varða okkur í rauninni beint því líklegt er að Michael Collins komi til með að verða eina heim- ild ófárra Islendinga um umrædda atburði a Irlandi. Því er nauðsynlegt að spyrja hvort Michacl Collins standist kröfur okkar um sögulegar kvikmyndir; gerir hún margslunginni persónu sem lifði óróatíma tilhlýðileg skil og er lífsferill Michaels Collins settur í samhengi við atburði líð- andi stundar? Er myndin „fúsk“ eða jafn- vel eitthvað enn verra, er hún t.d. líkleg til að valda óeirðum og ódæðisverkum á Norður-írlandi? Eða er ekki hægt að gera kvikmyndir þannig ábyrgar vegna þess að 1 eðli sínu eru þær list sem listamaðurinn verði að fa að móta á þann hátt sem hann helst vill? Gary Gunning rakti nýlega ævi Micha- els Collins í ágætri grein i tímaritinu Mannlífi en hér skal leitast við að leggja mat á heintildagildi kvikmyndarinnar Michael Collins og varpa ljósi á þau sterku viðbrögð sem hún hlaut á Irlandi og í Eretlandi.5 í beinu framhaldi er einnig spennandi að velta vöngum yfir því hvort Ekur séu á að kvikmynd um íslenskar sJalfstæðishetjur gæti valdið sambærilegu íjaðrafoki og Micliacl Collins eða er ís- landssagan kannski almennt illa til þess fallin að verða kvikmyndagerðarmönnum yrkisefni?'1 Umbrotatímar í sögu írskrar þjóðar Neil Jordan skrifaði fyrst handrit að Michael Collins árið 1982, skömmu eftir að hafa lokið við gerð sinnar fýrstu kvik- myndar Angel en var þá ekki nægilega stort nafn í kvikmyndaheiminum til að hljóta þann fjármagnsstuðning sem þurfti til að gera slíka stórmynd. Að auki var viðfangsefnið alltof eldfimt um þær mundir enda var írski lýðveldisherinn IRA þá á hátindi ferils síns ef svo má að orði komast.7 Ber þar helst að nefna hungurverkföll í Maze-fangelsinu í nágrenni Belfast 1980—1981 sem jók mjög fylgi IRA og hins vegar sprenginguna í Brighton 1984 þegar IRA-mönn- um tókst næstum því að ráða Margréti Thatcher og ríkis- stjórn hennar af dögunt. Jordan sló rækilega í gegn árið 1992 með mynd sinni Thc Crying Game og leikstýrði því næstTom Cruise og Brad Pitt í Interview witli the Vampirc en þá var hann loks orðinn nægilega frægur til að kvikmyndafyrirtækið Warner-bræður samþykkti að fjármagna myndina um Michael Collins. Jordan hafði Liam Neeson í huga í aðalhlutverkið allt frá upphafi en aðrir úrvalsleikarar voru einn- ig kallaðir til; Stephen Rea, Aidan Quinn, Alan Rickman, Julia Roberts og fleiri." Upptökur á myndinni hófust sumarið 1995 og var hún frumsýnd i nóvember 1996 eftir að hafa unnið til tveggja verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Fenevjum í ágústmánuði. Reyndar átti Jordan í samkeppni fram- an af því annað handrit að mynd um Michael Collins, sem Eoghan Harris rit- aði, var urn tima í umferð i Hollywood.'' Harris þessi lét mjög til sín taka um það leyti sem Michael Collins var frumsýnd og lenti í hatrammri ritdeilu við Neiljordan. Var þar skotið föstum skotum og taldi Jordan handrit Harris hafa verið hand- ónýtt. Að sama skapi áleit Harris kvik- mynd Jordans meingallaða og þá ekki síst fyrir þær sagnfræðiveilur sem hann taldi sig finna í henni. Að hans mati var mynd- in ekkert nema áróðursmynd fyrir írska lýðveldisherinn.1" Þessi harðvítuga deila var annars eins og spegilmynd af hinni tvískiptu afstöðu Ira almennt til myndar- innar og viðfangsefnis hennar. Michael Collins er nefnilega í augum Ira engin venjuleg nrynd og hún er ekki um neinn venjulegan mann og hún tekur ekki á neinum venjulegum atburðum. Hún tek- ur á umdeildasta en jafnframt mikilvæg- asta tímabili írskrar nútímasögu: upp- reisnar- og borgarastyrjaldarárunum 1916-1923." Eftir Páskauppreisnina 1916 og kosn- ingasigur Sinn Féin 1918 bárust þjóðern- issinnar á banaspjótum við breska heims- veldið 1919-1921. Undir forystu Sinn Fcin og írska lýðveldishersins IRA náðu Irar loks sínu fram þegar Bretar sam- kvikmynd getur á áhrifa- mikinn hátt endurvakið fortíð- ina og náð útbreiðslu sem ekkert sagnfræðirit getur látið sig dreyma um." Neil Jordan, handritshöfundur og lcikstjóri kvikniyndarinnar Michael Collins, lcikstýrir Liam Neeson. Kvik- inynd Jordans olli makalausu fjaðrafoki á Irlandi enda var viðfangsefni Itentiar vcl til þess fallið að vekja deilur. SAGNIR 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.