Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 33
hin versta við komu Níelsar en í skýringar- greininni eru ekki sjáanleg fleiri svör. Sú spurning leitar hins vegar á hvað niaður eins og Níels skáldi hafi að færa höfðingja á borð við Bjarna. Svarið við spurningunni kann einnig að fela í sér lýsingu á því sam- félagsástandi sem fjöldi meiðyrðamála gef- ur til kynna um miðbik aldarinnar. I ævikvæði Níelsar skálda, sem samferða- maður hans Símon dalaskáld orti að hon- um látnum, kemur fram að Níels hafi keypt jörðina Selhóla í Gönguskörðum fýrir til- styrk Bjarna amtmanns.28 A milli þeirra virðist því hafa verið viðskiptasamband, Níels orti níðkvæði fýrir Bjarna og veitti honum lið þegar vegið var að æru hans en þáði í staðinn borgun fýrir vöru sína. Bjarni var þekkt skáld á sinni tíð og hefði því átt að vera fær um að svara óvildarmönnum sinum sjálfur en þess í stað sækir hann þjónustu til annarra. Af hverju? Hafði skáldskapargyðjan sagt skilið við amtmann- mn eða var hann ef til vill ekki fær, stöðu sinnar vegna, um að yrkja níð? Af áður- nefndum inngangsorðum Níelsar að skýr- mgargreinum sínum er ljóst að samfélagið hefur ekki litið níðkveðskap hýru auga, ef til vill vegna þess að hann gat valdið mikl- um skaða. En það kann að skýra bæði hvers vegna Bjarna var annt um að svara fýrir sig og einnig af hveiju hann var ófær um það. Þetta má m.a. sjá af máli Bólu-Hjálmars sem sakaður var um sauðaþjófnað snemma vetrar 1838.Við húsleit fannst mikið magn kindakjöts í úthýsi á Bólu sem var í engu samræmi við fjáreign Hjálmars og konu hans Guðnýjar. Málið fór að endingu fýrir Bjarna amtmann sem tók ekki fram fýrir hendur sýslumanns og lét málið hafa sinn gang. Lyktir urðu þær að sannanir þóttu ekki nægilegar til að sakfella hjónin á Bólu, enda höfðu sönn- unargögnin brunnið í millitíðinni ásamt hluta eldhússins á bænum, en þeim var þó gert að greiða málskostnað.-' 1 kjölfar málsins varð Bólu-Hjálmar heiftugur í garð Bjarna eins og lausavísur hans frá þessunt tínra bera skýrt vitni um. Almannarómur var hins vegar vægðar- lausari en nokkrir dómstólar og voru sveit- ungar þeirra hjóna ekki í nokkrum vafa um sök þeirra. Þar fór Ní- els skáldi framarlega í flokki og gekk hann skörulega fram við að koma þjófnaðarorði á skáldbróður sinn. Ni- els orti einnig nið- kvæði um Hjálmar um þetta leyti og vandaði honum ekki kveðjurnar en þekkt- ast þeirra er kvæðið Æmþjófsspcgill sem var beint svar við hinum frægu Amtmannavísum sem Hjálmar orti við andlát Bjarna.3" Þetta mál sýnir hvernig hörð lífsbaráttan verður mönnum tilefni til níðkveðskapar og varp- ar ljósi á það samfélagslega ástand sem ligg- ur að baki miklum fjölda meiðyrðamála um miðbik og fýrri hluta aldarinnar. Það virðist hins vegar fremur undantekning en regla að slík mál fari fýrir dóm, fjöldi þeirra er meiri en dómabækur segja til um. Skýr- ingin virðist vera sú að menn hafi leitað annarra leiða til að leysa mál sin, níðkvæð- um er svarað með níðkvæðum. Þannig myndast svigrúm fýrir mann eins og Níels skálda sem hægt var að kaupa til að yrkja níð, ýnrist í þeim tilgangi að sverta mann- orð eða hreinsa. Hér hefúr heimild alþýðumanns frá 19. öld verið notuð sem sjóngler á tíðaranda og sam- félagsástand. Slíkar heimildir hafa lítið verið notaðar af sagnfræðingum hin síðari ár m.a. af ótta við sannffæði og heimildagildi þeirra. Vissulega eru textar sem þessir, sem liggja á mörkum þjóðsagna og skáldskapar, vandmeð- farnir og með gömlum aðferðum al- þýðusagnfræðinnar yrði eflaust ekki komist langt. En verk eins og Kattarmorðin miklu færa okkur þó heim sanninn um að rannsóknir á þjóð- sagnatengdu efni geta verið mjög fysi- legar og jafnvel nauðsynlegar þegar grafast á fýrir um hugmyndaheim liðins tíma. Textana verður að lesa með nokkurs konar mótlestri, fara þarf ofan í tilgang og forsend- ur þeirra, þ.e. hveiju þeim er ætlað að skila. Orð merkja ekki aðeins það sem þau segja og þvi þarf lesandinn að vera opinn fýrir túlkun- armöguleikum og freista þess að ráða í dulinn heim merkinga og tákna. Þannig má lesa ýmsar vísbendingar um samfélagið og ein- staklingana sem það byggja út frá samskiptum manna og katta, eða eins og í kreddunni stendur: „Ef ókvæntur maður er góður við ketti boðar það að hann verði á síðan góður við konu sína.“31 „Níels orti níökvæöi fyrir Bjarna og veitti honum lið þegar vegið var að æru hans en þáði í staðinn borgun fyrir vöru sína ..." Tilvisanir 1 ..Níels skáldi.“ Metut og minjar V. íslenzkurfróðleikur og skemmtun. Finnur Sigmunds- son tók saman (Reykjavík, 1948), bls. 155. 2 Jónas Jónasson frá Hrafnagili, íslenzkir þjóðhœttir. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun (Reykjavík, 1934), bls. 181-183. 3 Islenzkar þjóðsögur og cwintýriV. Nýtt safn. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvars- son og BjarniVilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík, 1958), bls. 479. ^ Darnton, Robert, The Grcat Cat Massacre and othcr Episodes in French Cultural Hi- story (NevvYork, 1984). 5 bað sama les MatthíasViðar Sæmundsson út úr Spánveijavígum á Vestfjörðum árið lól5,sjá „„ísland er þjóð öll sökkt í blóð.“Tyrkjarán og Spánveijavíg.“ Skírnir 164 (haust 1990), bls. 327-361, einkum 341. ^ LaCapra, Dominic, „Chartier, Darnton, and the Great Symbol Massacre.“ Journal of Modern History 60 (1988), bls. 95-112,106. 7 Mah, Harold, „Suppressing theText:The Metaphysics of Ethongraphic History in Darntons Great Cat Massacre.“ History Worksliop 25 (1991), bls. 1-20. ^ Mah, „Suppressing the Text“, bls. 14. ^ l»gi Sigurðsson, „Staða alþýðlegrar sagnfræði í sagnaritun íslendinga á 19. og 20. öld.“ Sagnir 1 (Reykjavík, 1980), bls. 17. 10 Segja má að hið sama hafi verið uppi á teningnum hin síðari ár. í faum löndum hafa verkfallsaðgerðir ýmissa starfsstétta verið eins algengar og harðar og því hvarfl- ar sú hugmynd óneitanlega að hvort andi frönsku byltingarinnar svífi ennþá yfir vötnum í Frakklandi. 11 Þó er sagt að alþýðumaðurinn Bólu-Hjálmar, sem tíðum átti í útistöðum við yfirvöld vcraldleg og andleg, hafi drepið tvo ketti fyrir klerknum Ólafi Ólafssyni stúdent árið 1822 sem sýnir að alþýðumenn hafa víða beitt sömu aðferð til að ná sér niður á yfir- valdinu. 12 Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur gerir ítarlega grein fyrir þessum hug- niynduní og bendir á mikilvægi þess að leitað verði nýrra leiða svo nýta megi þjóðararfinn til sagnfræðirannsókna, Mcnntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á tslcnskii sveitasamfclagi 19. og 20. aldar. Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík, 1997), sjá eink- um bls. 24—25. 13 „Níels skáldi“, bls. 144. 14 Sama heimild, bls. 144. 15 Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Félags- og hagþróun á Islandi á fyrri hluta 19. aldar.“ Saga XXVIII (1990), bls. 7-62, 21. 16 „Níels skáldi“, bls. 145. 17 Sama heimild, bls. 145. 18 Sama heimild, bls. 22. 19 Lbs 1057 4to - Þjóðsaga. 20 Sjá t.d. Þjóðsögur og sagnir. Safnað hefur og skráð Torfhildur Porsteinsdóttir Hólm. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar (Reykjavík, 1962), bls. 120-122. 21 Segulbandasafn Stofnunar Árna Magnússonar 89/1856. 22 „Níels skáldi“, bls. 153. 23 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Þvi da’inist rctt vcra.AJbrot, refsingar og íslenskt samjelag á síðari liluta 19. aldar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 28 (Reykjavík, 1991), einkum bls. 25-32. 24 „Níels skáldi“,bls. 167. 25 Sjá t.d. Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Félags- og liagþróiin á ís- landi á fyrri liluta 19. aldar, bls. 24. 26 Bjarni Thorarensen, Bréf. Fyrra bindi. Safn Fræðafélagsins XIII.Jón Helgason bjó til prentunar (Kaupmannahöfn, 1943), bls. 127. 27 Bjarni Thorarensen, Bréf, bls. 134. 28 „Níels skáldi“, bls. 174. 29 Sjá t.d. umfjöllun Eysteins Sigurðssonar í formála að riti sínu um Bólu-Hjálinar (Reykjavík, 1987), bls. 130-131,182-185. 30 Hjálmarjónsson, Ljóðmœli Bólu-Hjáhnars I-II.Jón Þorkelsson bjó til prentunar (Reykjavík, 1915-1919). 31 Islenzkar þjóðsögur og cvvintýri II. Ný útgáfa. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðv- arsson og BjarniVilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík, 1954), bls. 532. SAGNIR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.