Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 46

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 46
reynda eða heimilda um fortíðina. f>ví er nauðsynlegt að fá nemendur til að setja staðreyndir úr fortíðinni í samhengi við aðrar staðreyndir og fá þær til að mynda rökrænt samhengi. A þann hátt verður nemandinn meðvitaður um að það er undir honum komið að gera fortíðina skiljanlega. Hann túlkar atburði úr fortíð- inni út frá sínum eigin forsendum og kemst því ekki hjá að þroska söguvitund sína. Hæfileiki manna til að beita túlkunum er vissulega misjafn og sumir kunna ef til vill að halda því fram að ómögulegt sé að fá börn og unglinga til að beita sagn- fræðilegum túlkunum. Þannig hélt þroskasálfræðingurinn Jean Piaget því fram að börn, upp að 12—15 ára aldri, væru ófær um að tileinka sér óhlut- stæða rökhugsun. Þau væru ekki fær um að mynda eða skapa ný merking- arsambönd og beita sagnfræðilegum túlkunum.32 A und- anförnum árum hafa margir orðið til að andmæla kenningum Piag- et.33 Einn þeirra er Dennis Shemilt. Hann hefur haldið því fram að með þvi að stuðla að persónulegri nálgun einstakl- ingsins við fortíðarveruleikann sé hægt að fá börn og unglinga til að tileinka sér ákveðinn fróðleik um fortíðina og beita einfoldum sagnfræðilegum túlkunum.34 Arangursríkustu aðferðina til að stuðla að þroska söguvitundar hjá börnum tel ég vera þá að gera þeim grein fyrir þvi hvernig viðhorf þeirra sjálfra mótar skiln- ing þeirra á fortíðinni. Túlkun er ekki alltaf meðvitað eða flókið fyrirbæri. Menn eru sífellt að beita túlkunum þegar þeir skipuleggja líf sitt. Einstaklingurinn hugsar til baka og hann hugsar fram á veg í þeim tilgangi að átta sig eða staðsetja i heiminum og til að skilja sjálfan sig og aðra. I þeim tilgangi beitir hann túlkunum. Túlkunum sem oftar en ekki eiga sér stað í frásögnum. Hann er sífellt að búa til frásagnir um líf sitt í þeim tilgangi að staðsetja sig í því og skilja framvindu þess.35 I grein sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1989 segir Páll Skúlason meðal annars: „Við höfum vissulega ekki fast land undir fótunum heldur óviss gildi og ólgandi atburðarásir, senr við kunnurn aldrei fyllilega skil á, heldur verðum sífellt að rekja í sögum til að reyna að finna sjálf okkur, öðlast örlitla meðvitund um raunverulegt hlutskipti okkar, hvernig okkur er varpað inn í þennan furðuheim sem við byggjum."31' Frásögnin er einskonar greinargerð fyr- ir tilveru mannsins í tíma. Sá eiginleiki mannsins að skynja lif sitt í hlutstæðu eða óhlutstæðu timaferli og upplifa sjálfan sig í frásögn er það sem gerir hann að sögu- legri veru.37 Allt frá barnæsku leitast ein- staklingurinn við að koma skipulagi á líf sitt með því að upplifa sjálfan sig sem hluta af einhveiju ferli sem hefur upphaf, rniðju og endi.3* Þess vegna er hægt að segja að barnið eigi sér sögulega vitund. Þessi sögulega vitund takmarkast í fýrstu við einstaklinginn sjálfan en færir út landamæri sín að því marki sem einstakl- ingurinn lærir að sjá sjálfan sig sem hluta af stærri heild. Þar sem manninum er eðlilegt að styrkja sjálfsvitund sína með því að upplifa líf sitt í frásögnum er hon- um ekkert eðlilegra en að styrkja söguvit- und sína með því að setja eigin reynslu- heim í samhengi við þá vitneskju sem hann tileinkar sér um fortíðina. Þannig nálgast hann fortíðina á sinn einstaklings- bundna hátt. Um leið styrkist söguvitund hans og jafnframt dýpkar skilningur hans á því sambandi fortíðar og nútíðar sem sagan leitast við að skýra. Þegar einstaklingurinn hefhr fengið til- fmningu fýrir því hvernig fortíðin gengur inn í nútíðina og samlagast henni verður hann fær um að skynja fortíðina sem óaf- markaða heild. Þegar hann tileinkar sér fróðleik um fortíðina beit- ir hann túlkunum á með- vitaðan hátt og leitast þannig við að sjá rökræn tengsl milli atburða, skilja orsakir þeirra og afleiðing- ar, ekki aðeins fýrir fortíð- ina heldur einnig fýrir nú- tíðina. Einstaklingur með þroskaða söguvitund skynjar fortíðina ekki sem framandi land heldur sem hluta af eigin veruleika. Þannig stuðlar þroski söguvitundarinnar að því að einstaklingurinn skynji fortíð, nútíð og framtíð sem sögulega heild. Með því að setja sitt eigið líf í samhengi við þessa heild öðlast hann aukinn skiln- ing á sjálfum sér og þeirri furðuveröld sem honum hefur verið varpað inn í. Frá tökum á kvikmyndinni Bíódagar í Islensku iþerunni sumarið 1993. Krakkar lesa teiknimyndasögur í bíó að sið þcss tíma sem kvikmyndin gerist á. „Einstaklingur með þroskaða söguvitund skynj- arfortíðina ekki sem fram- andi land heldur sem hluta af eigin veruleika. Þannig stuðlar þroski söguvitund- arinnar að því að einstakl- ingurinn skynji fortíð, nútíð og framtíð sem sögulega heild." 44 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.