Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 32
einhver Níels skáldi sem hafði einhvern tíma kveðið, eða oftar kannski, kveðið uppvakning ofan í dý ... mig rninnir nú helst að sá draugur hafi verið vakinn upp úti á strönd og sendur þarna inn í fjörð- inn til að drepa einhvern vissan mann.“21 Af framansögðu má ljóst vera að verk- svið Níelsar var vitt og enn hefur ekki allt verið nefnt. Níels vann einnig við smíðar og hleðslu grjótgarða, skriftir og yfirsetu. Hann hefur þó ekki verið laus við sam- keppni og margt bendir til að fleiri hafi verið í áþekkri stöðu og hann. Af þeint sökunr var Níelsi í nöp við rnargt skáldið en þar fór fremstur í flokki Sigurður BreiðQörð. I skýr- ingargrein segir Ni- els frá því að alþýða manna hafi farið að dá kvæði Sigurðar umfram þá verð- leika sent í þeim væru fólgnir. Til að bæta gráu ofan á svart voru „margir, er ei gátu stillt sig um að benda mér til að sjá, hvaða flón eg mætti vera, að eg skyldi ekki hafa vit á að þegja, þegar þvílíkur snillingur kvæði sem BreiðQörð væri.“22 Hatur Níelsar magn- aðist og þegar honum barst til eyrna að Sigurður sjálfur væri farinn að gagnrýna kvæði sín tók hann til við níðkvæðagerð og líkti hann þar skáldbróður sínum m.a. við svin. Hér kvikna spurningar er varða samfélagsástand þessa tíma. Hvað liggur að baki tíðum kvæðadeilum manna á borð við Níels og hvað geta þær sagt okkur um tímann? Er óflekkað mannorð mönnum mikilvægara um miðbik 19. aldar en t.d. i lok hennar? Amtmaður með óhreint mannorð? 1 ítarlegri rannsókn Gísla Agústs Gunn- laugssonar á réttarfari 19. aldar veltir hann fyrir sér tegundum dómsmála sem tekin voru fyrir skv. dómabókum í Eyjafjarðar- sýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu um miðbik aldarinnar, ber þau saman við fjölda og tegundir dómsmála í lok aldar- innar og les breytingar á aldarfari út úr niðurstöðunum.23Teknir voru fýrir firnrn flokkar afbrota, hórdómur, legorðsbrot og dulsmál, brot á atvinnustéttalöggjöfmni, þjófnaðir og skuldamál. Hér verða niður- stöður rannsóknarinnar ekki tiundaðar frekar en augum hins vegar beint að fækkun meiðyrðantála undir lok aldar- innar sem lesa má úr sörnu bókunr. Á árabilinu 1851-1859 var fjöldi meið- yrðamála í Eyjafjarðarsýslu þrettán eða alls 9,1% af heildarfjölda dómsmála en þeim hafði fækkað í ellefu ntál á árabilinu 1890-1899 en þau voru þá 2,6% þeirra ntála sem tekin voru fyrir. Þó að fjölda málanna hafi ekki fækkað nema um tvö er hlutfallslega fækkunin meiri. Af því má lesa að öðrum afbrotum hafi fjölgað á kostnað þessa málaflokks en í Gullbringu- og Kjós- arsýslu eru tölurnar meira afgerandi. Þar fækkar meiðyrðamálum úr sex í tvö á sama árabili, úr því að vera 9,2% allra dómsmála í að vera 1,6% af heildarfjölda. Það er ávallt vand- meðfarið að lesa úr tölurn af þessu tagi og ýmislegt sem get- ur haft áhrif á niður- stöðurnar. Er fjöldi þeirra dómsmála sem tekinn er fyrir lýsandi fýrir heildar- fjölda þessara mála í raunveruleikanum og er fækkunin nógu afgerandi til þess að hægt sé að taka mark á henni? Hér er rétt að velta fýrir sér hversu hátt hlutfall nið- kvæða og persónulegra deilna manna á hverjum tíma leiða til meiðyrðamála. Kvæðadeila Níelsar og Sigurðar Breið- fjörðs endaði t.d. ekki með dómsmáli og þó að Níels hafi samið fjölda annarra níð- kveðlinga, og verið óvar í orðum sínum um náungann, var honum aldrei stefnt. Það gæti reynst heillavænlegra að lesa í skýringargreinar Níelsar og freista þess að meta það samfélagsástand sem ríkti. Af deilum hans við Sigurð Breiðfjörð og níð- kveðlingum hans að dæma virðist sam- keppnin hafa verið hörð og nálægð fólks í bændasamfélaginu gert ástandið eldfimara og nrenn viðkvæntari fyrir níði og nei- kvæðum ummælum. I einni skýringargreininni er Niels á ferð norður að Möðruvöllum í Hörgárdal til fundar við Bjarna amtmann Thoraren- sen. Áður en komið var á áfangastað blasti við Níelsi hindrun því á milli hans og Bjarna rann Hörgá ill yfirferðar. Níels skimaði yfir ána og sá þá að dóttir Bjarna, Steinunn, stóð hinum megin árinnar. Varpaði hann þá frant vísu: Hrekkjótt nokkuð Hörgá er, hún vill ekki lofa mér, beint yfir í hann Bjarna. Fyrst eg út má labba í Lón lítil er mér það dýrðar sjón, þó Steinka standi þarna. Að því búnu greinir Níels frá viðbrögð- um þeirra feðgina, Steinunn dóttir Bjarna brást hin versta við vísunni og viður- kennir Níels að það hafi verið einhverjar „ertingar" á milli þeirra en Bjarni amt- maður „hló að öllu saman“.24 Þó að sagan sé einföld á ytra borði ligg- ur flókið samband að baki henni. Ymsir sagnfræðingar hafa vísað til Bjarna Thorarensen þegar sýna á íhaldssamt við- horf yfirstéttarinnar á 19. öld til vinnu- hjúa og vistarbands.25 Hugmyndir hans stönguðust þar á við framsæknari mann- úðarstefnu upplýsingarinnar sem lagði aukna áherslu á einstaklingsfrelsi. Hann bar hugmyndir sínar fram i frumvörpum um húsmenn, vinnufólk og lausamenn á embættismannafundi árið 1839 sem hann batt vonir við að gætu spornað við þeirri lausung sem honum þótti rikja í garð þessa fólks. I bréfi hans til Gríms Jónsson- ar frá árinu 1836 kemur viðhorf hans í ljós: „Lausafólk er Atumein Lands vors, þetta vil eg vita og þetta mundir þú enn betur vita en eg ef þú hefdir fýrir sunnan verid, þar er yfirfliótanlegt af Fólki en Vinnufólk vondt, því — „eg gét verid laus ef eg vil“ heitir þad - leitadu siálfr ad Astædum móti þeim, þá sérdu allt betur en eg fæ sýnt.“21' Ofugt við það sem ætla mætti lagði Bjarni til að löggjöfin gegn lausafólki yrði milduð því aðeins þannig væri yfirvaldinu mögulegt að stjórna ferðum þess: „Lögin á móti þeim eru of- hörd og því er þeim illa fýlgt.“27 En hver er skýringin á hlátri Bjarna? Sagan ber að þeim Níelsi hafi verið vel til vina og á amtmaður þar samneyti við mann sem gengur þvert á yfirlýsta lífs- skoðun hans. Af lífshlaupi Níelsar virðist sjálfstæðisyfirlýsing sunnlenska vinnu- fólksins allt eins vel eiga við hann sem aldrei tolldi á santa stað. Hér kemur skýrt í ljós misræmi milli orða Bjarna og verka hans, nokkuð sem mönnum er eðlislægt en vill oft gleymast þegar greint er frá yf- irlýstum hugmyndum manna og áhrifum hugmyndastrauma. Amtmaðurinn Bjarni Thorarensen er ekki hinn sami í orði og á borði. Hann úthúðar lausamönnum og vinnufólki í bréfunt sínum en á svo góð samskipti við einn úr þeirra flokki. I vísu Níelsar standa Hörgá og Steinunn, dóttir Bjarna, sem hliðstæður. Bæði áin og stúlkan eru hindranir á leið skáldans til amtmannsins. Þessi söguatriði geta einnig gefið til kynna að samskipti mannanna tveggja séu ekki sjálfgefin í samfélaginu. Ef til vill kemur fyrirlitning yfirstéttarinnar frarn í viðbrögðum Steinunnar sem bregst „Þó að skáldskapariðkun hafi ekki verið talin fullgild starfsgrein eða stétt á 19. öld gegnir hún því hlutverki í sögum Níelsar að auka virðingu hans." 30 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.