Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 121

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 121
gert í Sögnum. Það hefði kannski mátt teikna mynd af Magnúsi Stephensen í þetta sinn og leysa þann vanda sem ég nefndi með hann. Auðsæilega þarf að stýra teiknurum, ég veit t.d. ekki hvort sixpensarar tíðkuðust meðal Englendinga um 1810, sbr. bls. 40.Var það kannað? Til eru aðrar lausnir sem eru vanræktar í Sögnurn, t.d. að nota margnýttar myndir á nýjan hátt með því að taka út úr þeim atriði og stækka þau. Það má taka dæmi af bls. 73, alþekkta rnynd af Jörundi hunda- dagakonungi að dansa og er birt með grein um tónlistarlíf Islendinga;Jörundur er ekki aðalatriðið heldur hljóðfæraleikararnir sem sjást, þá hefði mátt taka út úr og stækka. Inn á þessa braut hefúr nokkuð verið farið í Nýrri Sögu og reynist oft vel. Hrefna Róbertsdóttir fann að því í um- sögn sinni hversu illa væri oft gengið frá myndatextum og hversu óklár væri skipting- in milli texta og myndaskráar aftast. Eg tek alveg undir þetta, sé ekki að orðið hafi neinar framfarir. I myndaskránni eru oft upplýsingar sem ættu greinilega heldur heima í mynda- textum, t.d. unt það hvar og hvenær rnynd var tekin og hver tók hana; rnenn þurfa að fa umsögn í myndatextum um þetta til að geta metið gildi myndanna í tengslum við megin- mál. Myndaskrá aftast hefur það meginhlut- verk að létta á myndatextum, þar má setja inn hvar mynd er fengin, t.d. með tilvísunar- núnteri safns, og þar má líka rökstyðja hvenær mynd var tekin og geta við hvaða heintildir er stuðst um efni hennar. Stundum vantar alveg myndatexta og gleymist þá að myndir geta ekki talað fýrir sig sjálfar, það verður að túlka þær. Það eru heldur vond dæmi um þetta i grein Eggerts Þórs sem er vandræðalegt af því að i Ijós kemur í myndaskrá að þetta eru merkar samtimateikningar (bls. 16,19,21). Aður fyrr voru Sagnamenn djarfir og settu myndir jafnvel á heilar síður en á því hefur ekki borið í seinni tíð. Þetta mætti þó að ósekju gera þegar myndefni býður upp á slíkt. Umbrotið fábrotið eða margbrotið? Þá er það umbrotið. I því er ágætt sam- ræmi en kannski er það um of rígskorð- að, of njörvað niður. 1984 var við það miðað að hver höfundur fengi ákveðið frelsi í fýrstu opnu greinar sinnar til að fa vissa dlbreytingu í blaðið. Þessu var haldið í næstu árgöngum þótt dregið væri úr því að spandera opnunt í þetta. Þegar frá leið kusu menn að hafa algjört samræmi í leturstærð- um á fyrirsögnum og allt hefur verið að fær- ast heldur í samræm- ingarátt. Ritstjórn ætd að íhuga hvort vit væri í að fara inn á þessar gömlu brautir til til- breydngar. Þetta getur oft verið áhrifa- mikið, grípandi. Annars mæli ég með því að umbrot sé heldur látlaust og hafi samfelldan svip. I 17. árgangi er sú nýjung að fýrirsagn- ir eru látnar ná yfir heilar opnur og er mesta breyting sem orðið hefur á upp- setningu lengi. Þetta telst varla vel heppn- að, einn eða tveir stafir hverfa jafnan inn í kjölinn. Letrið er lika of stórt, stríðsfrétta- letur, sem virðist alveg ástæðulaust, text- inn ber það ekki og mismunur á stærð fýrirsagna og meginleturs er alltof mikill. Þegar menn hins vegar völdu þá aðferð áður fyrr að hafa aðeins fýrirsögn, mynd og inngangsorð á einni síðu, mátti letrið í fyrirsögninni vera stórt enda voru inn- gangsorðin þá höfð með stærra letri en meginmálið. Grípandi? Til hvers? Um efnisval og röðun greina ætla ég ekki að segja margt. Hrefna og Gunnar Þór Bjarnason hafa í umsögnum sínum, hann um 15. og 16. árgang, aug- lýst eftir meira efni um mannkynssögu en undir- tektir eru enn fremur dauf- ar. Mér finnst röðun greina ekki skipta miklu máli, velti henni lítið fyrir mér. Þó spyr maður stundum af hverju sumum er skipað fremst en það skiptir vart máli. Sjálfur les ég sjaldan eða aldrei greinar í þeirri röð sem gildir í timarit- um, byija kannski aftast, læt sjálfsagt áhuga minn ráða og það hversu grípandi mér finnst greinarnar að sjá eða aðlaðandi. Eg nefni ansi oft orðið grípandi, það er eins konar lykilatriði í umsögn minni. Sagnir eru ávísun á að þar sé góður og traustur texti sem sé jafnframt læsilegur. Þær bera öll ytri tákn unt læsilegan bún- ing, hrópa að verið sé að reyna að gera gott efni aðgengilegt sent flestum.Ytri táknin, sem ég nefni svo, eru allt það sem ég hef verið að tína til, góðar fýrirsagnir og millifýrirsagnir, grípandi inngangsorð, vel valdir áhugavakar, góðar myndir, snjallir og upplýsandi myndatextar, aðlað- andi upphaf. Þegar fólk er komið af stað í lestrinum, kemur að því sem er einna mikilvægast, að textinn sé vandaður og læsilegur. Fólk spyr ekki fýrr en að lokum hvort rannsóknin var góð og kemst kannski aldrei að því ef það gefst upp á lestrinum. Flestir þeirra sem lesa til enda gera það af því að greinin er læsileg og þá er að sjálfsögðu mikilvægt að rannsóknin sé góð og röksemdir skýrar. En það sem kernur fólki af stað er líklega sjaldnast rannsókn eða röksemdir heldur allar litlu orðsendingarnar um það að læsilegur texti sé í vændum um áhugavert efni. Fólk gerir sér kannski almennt litla grein eða enga fyrir því i hverju þessar orð- sendingar eru fólgnar, það bara les. Rit- stjórar þurfa hins vegar að hafa þetta alveg á hreinu. Umbúðir án efnis? Eg vitnaði í upphafi til þess að einhver ónefndur íslenskunemi kallaði Sagnir glansprent sem merkti, sagt með öðrum orðum, umbúðir án efnis. Þetta var ómaklegt, efni þeirra var vandað og hefur jafnan verið svo. Þessar raddir held ég heyrist varla lengur, það kann að hafa ver- ið algengt að glæsilegar umbúðir væru notaðar til að fela rýrt efni en það hefur ekki átt við uin Sagnir. Eg hef fundið að ýmsu eða bent á annað sem mætti kannski fara betur. Þetta geri ég af því að mér er annt um Sagnir og hef verið tengdur þeim lengi, séð þær vaxa og dafna og hrifist af með fjölmörg- um öðrum. Eg vil að þær haldi áfram að vaxa, dafna og styrkjast og vona að at- hugasemdir mínar stuðli eitthvað að þvi. menn eiga ekki að gleypa Sagna- greinar í sig eins og lýsi heldur njóta eins og koníaks." „Ég nefni ansi oft orðið grípandi, það er eins konar lykil- atriði í umsögn minni." SAGNIR 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.