Sagnir - 01.06.1997, Page 61
Þessi umræða er auðvitað fyrst og
fremst mikilvæg Irum en hún gefur okk-
ur samt sem áður tilefni til að spyrja al-
mennra spurninga urn hlutverk kvik-
mynda við sögukennslu á síðustu árum.
Er ástæða fyrir
sagnfræðinga (og
aðra) að hafa
áhyggjur af því
þegar rnyndir
eins og t.d. Brave-
heart og Micliael
Collins reisa úr
öskustónni forn-
ar hetjur og
kynna þær al-
heimi, kannski á
kostnað fræðilegrar hlutlægni og sögulegs
jafnvægis? Að svo stöddu er reyndar ekki
ætlunin að fullyrða að svo sé heldur
benda á að slíkar spurningar varða okkur
í rauninni beint því líklegt er að Michael
Collins komi til með að verða eina heim-
ild ófárra Islendinga um umrædda atburði
a Irlandi. Því er nauðsynlegt að spyrja
hvort Michacl Collins standist kröfur okkar
um sögulegar kvikmyndir; gerir hún
margslunginni persónu sem lifði óróatíma
tilhlýðileg skil og er lífsferill Michaels
Collins settur í samhengi við atburði líð-
andi stundar? Er myndin „fúsk“ eða jafn-
vel eitthvað enn verra, er hún t.d. líkleg
til að valda óeirðum og ódæðisverkum á
Norður-írlandi? Eða er ekki hægt að gera
kvikmyndir þannig ábyrgar vegna þess að
1 eðli sínu eru þær list sem listamaðurinn
verði að fa að móta á þann hátt sem hann
helst vill?
Gary Gunning rakti nýlega ævi Micha-
els Collins í ágætri grein i tímaritinu
Mannlífi en hér skal leitast við að leggja
mat á heintildagildi kvikmyndarinnar
Michael Collins og varpa ljósi á þau sterku
viðbrögð sem hún hlaut á Irlandi og í
Eretlandi.5 í beinu framhaldi er einnig
spennandi að velta vöngum yfir því hvort
Ekur séu á að kvikmynd um íslenskar
sJalfstæðishetjur gæti valdið sambærilegu
íjaðrafoki og Micliacl Collins eða er ís-
landssagan kannski almennt illa til þess
fallin að verða kvikmyndagerðarmönnum
yrkisefni?'1
Umbrotatímar í sögu írskrar
þjóðar
Neil Jordan skrifaði fyrst handrit að
Michael Collins árið 1982, skömmu eftir
að hafa lokið við gerð sinnar fýrstu kvik-
myndar Angel en var þá ekki nægilega
stort nafn í kvikmyndaheiminum til að
hljóta þann fjármagnsstuðning sem þurfti
til að gera slíka stórmynd. Að auki var
viðfangsefnið alltof eldfimt um þær
mundir enda var írski lýðveldisherinn
IRA þá á hátindi ferils síns ef svo má að
orði komast.7 Ber
þar helst að nefna
hungurverkföll í
Maze-fangelsinu í
nágrenni Belfast
1980—1981 sem
jók mjög fylgi
IRA og hins vegar
sprenginguna í
Brighton 1984
þegar IRA-mönn-
um tókst næstum
því að ráða Margréti Thatcher og ríkis-
stjórn hennar af dögunt.
Jordan sló rækilega í gegn árið 1992
með mynd sinni Thc Crying Game og
leikstýrði því næstTom Cruise og Brad
Pitt í Interview witli the Vampirc en þá var
hann loks orðinn nægilega frægur til að
kvikmyndafyrirtækið Warner-bræður
samþykkti að fjármagna myndina um
Michael Collins. Jordan hafði Liam
Neeson í huga í aðalhlutverkið allt frá
upphafi en aðrir úrvalsleikarar voru einn-
ig kallaðir til; Stephen Rea, Aidan Quinn,
Alan Rickman, Julia Roberts og fleiri."
Upptökur á myndinni hófust sumarið
1995 og var hún frumsýnd i nóvember
1996 eftir að hafa unnið til tveggja verð-
launa á kvikmyndahátíðinni í Fenevjum í
ágústmánuði.
Reyndar átti Jordan í samkeppni fram-
an af því annað handrit að mynd um
Michael Collins, sem Eoghan Harris rit-
aði, var urn tima í umferð i Hollywood.''
Harris þessi lét mjög til sín taka um það
leyti sem Michael Collins var frumsýnd og
lenti í hatrammri ritdeilu við Neiljordan.
Var þar skotið föstum skotum og taldi
Jordan handrit Harris hafa verið hand-
ónýtt. Að sama skapi áleit Harris kvik-
mynd Jordans meingallaða og þá ekki síst
fyrir þær sagnfræðiveilur sem hann taldi
sig finna í henni. Að hans mati var mynd-
in ekkert nema áróðursmynd fyrir írska
lýðveldisherinn.1" Þessi harðvítuga deila
var annars eins og spegilmynd af hinni
tvískiptu afstöðu Ira almennt til myndar-
innar og viðfangsefnis hennar. Michael
Collins er nefnilega í augum Ira engin
venjuleg nrynd og hún er ekki um neinn
venjulegan mann og hún tekur ekki á
neinum venjulegum atburðum. Hún tek-
ur á umdeildasta en jafnframt mikilvæg-
asta tímabili írskrar nútímasögu: upp-
reisnar- og borgarastyrjaldarárunum
1916-1923."
Eftir Páskauppreisnina 1916 og kosn-
ingasigur Sinn Féin 1918 bárust þjóðern-
issinnar á banaspjótum við breska heims-
veldið 1919-1921. Undir forystu Sinn
Fcin og írska lýðveldishersins IRA náðu
Irar loks sínu fram þegar Bretar sam-
kvikmynd getur á áhrifa-
mikinn hátt endurvakið fortíð-
ina og náð útbreiðslu sem
ekkert sagnfræðirit getur látið
sig dreyma um."
Neil Jordan, handritshöfundur og lcikstjóri kvikniyndarinnar Michael Collins, lcikstýrir Liam Neeson. Kvik-
inynd Jordans olli makalausu fjaðrafoki á Irlandi enda var viðfangsefni Itentiar vcl til þess fallið að vekja deilur.
SAGNIR 59