Sagnir - 01.06.2007, Page 16

Sagnir - 01.06.2007, Page 16
Blogga eða ekki blogga Viðtal við Stefán Pálsson Blogg og skrif á netinu er orðið vinsœlla fyrirbæri en jójá-œðið, söfnun fótanuddstækja og Roy Rogers-myndir til samans. Ekki varð úr vegi að ræða við einn helsta og víólesnasta bloggara hins íslenska netheims i dag. Það skemmir svo ekki fyrir lesendum að viðkomandi er sagnfræðingur. Rætt var við Stefán um bloggið, hvernig fyrirbæri það er og hvernig það á eiginlega að vera. Afhverju heldur þú dagbók á netinu? Hvaö skrifarðu og fyrir hverja er lesningin œtluð? Ástæðumar eru margþættar. Það gildir það sama um vefdagbækumar og önnur dagbókarskrif að þær em að miklu leyti fyrir höfundinn sjálfan. Það felst í því viss frelsun að setja niður á blað skoðanir sínar og afstöðu til ýmissa mála. Það hjálpar manni líka oft að meitla hugsunina, að festa hana í orð. Tilgangurinn með því að birta þessi skrif og gera þau hverjum sem er aðgengileg, er svo af öðmm toga. I fyrsta lagi er þetta góð leið til að halda tengslum við vini og kunningja, t.d. þá sem maður hittir sjaldan. í öðm lagi em bloggfærslur góð leið til að kalla eftir viðbrögðum, ráðleggingum eða áliti fólks sem maður þekkir lítið eða ekkert. Ég hef marg oft borið fram spumingar á síðunni minni og fengið svör úr óvæntum áttum. Síðast en ekki síst er markmiðið að koma boðskap á framfæri. Ég er mjög áhugasamur um þjóðmál og finn mig oft knúinn til að blanda mér í umræðu af ýmsum toga. Ef mér t.d. blöskrar málflutningur í umræðuþætti í sjónvarpinu er ólíkt betra að skrifa um það kjamyrta færslu sem lesin er af fjölda fólks en að muldra i barminn. Ég skrifa um flest mín hugðarefni - óháð því hvort líklegt sé að þau muni höfða til fjöldans eða ekki. Þannig hef ég skrifað ótal færslur um gengi minna manna í enska boltanum, sem fáir hafa líklega áhuga á. Ég lít ekki á bloggið sem eiginlegan fjölmiðil og tel mig ekki hafa neinum 12 - Sagnir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.