Sagnir - 01.06.2007, Síða 17

Sagnir - 01.06.2007, Síða 17
sérstökum skyldum að gegna við mér vandalausa lesendur. Fólk sem þekkir mig ekki má alveg lesa síðuna sér til gagns og gamans, en það á enga heimtingu á að ég skrifi meira eða minna um ákveðin mál. Líki fólki ekki við bloggið mitt getur það bara verið úti. Eg skrifa eins og ég sé bara að tala við sjálfan mig og vini mína - þannig hef ég ekki verið með teljara í ffá 2003 (Byijaði að blogga 2002.). Heimsóknateljarinn var heftandi. Hins vegar er ég meðvitaður um að allt sem ég skrifa kann að vera lesið af hverjum sem er. Ef ég skýt t.d. föstum skotum á nafngreinda einstaklinga geri ég mér grein fyrir að þeir mimu að öllum líkindum lesa skrifin á endanum. Sömuleiðis hef ég oft nýtt mér þennan mikla lestur. Ég er virkur í félagsmálum og nota síðuna óspart til að kynna fundi og samkomur. Einnig hef ég notað hana til að vekja athygli fjölmiðla á tilteknum málum. Ég hef oftar en einu sinni skrifað færslur og viljandi gert þær þannig úr garði að blaðamenn myndu bita á agnið. Það hefúr líka alltaf gengið eftir. Telur þú að þjóðfélagsumrœðan sé búln að fœra sig inn á bloggsíður? Hverjir eru kostir og gallar þess (þ.e með þjóðfélagsumrœðunna)? Það má ekki ofmeta áhrif bloggsins í þjóðfélagsumræðunni. I mörgum tilvikum má nota umræður í bloggheimum sem barómeter á þá umræðu sem á sér stað í kaffistofúm landsins, en ég er mjög efins um möguleika bloggsamfélagsins til að móta umræðuna. Þau skipti sem blogg hefúr sérstaklega borið á góma í tengslum við t.d. stjómmálaumræðuna hérlendis síðustu misserin, þá hefúr það helst verið í tengslum við ýmsa smáskandala - þar sem bloggarar reyna að koma höggi á flokka eða frambjóðendur (t.d. exbé Hummerinn í fatlaðrastæðinu i fyrra). Sömuleiðis er þetta góður vettvangur fyrir pólitískar skrítlur og annað slíkt efni - en Óðinn forði okkur frá pólitískri umræðu sem öll væri á einhverjum blogg-nómm. Margir syngja blogginu lof og prís fyrir að vera sérstaklega fijór umræðuvettvangur þar sem ótal skoðanir komi saman. Því miður virðist mér þetta ansi oft vera einsleitur kór. Meginþorri íslenskra bloggsíðna er af takmörkuðum gæðum og á lítið erindi við aðra en vini og ættingja viðkomandi bloggara. Á þessu eru gleðilegar en sárafáar undantekningar. Gæðin hafa heldur dalað með auknu framboði. Fyrir 3-4 árum voru góðar bloggsíður hlutfallslega miklu fleiri en nú er. Því miður. Nýtast blogg sem heimildir fyrir sagnfrœöinga? Hvernig þó helst? Blogg munu vissulega gagnast sagnfræðingum í framtíðinni, ef vel tekst til með varðveislu á þessum heimildum. Þau munu hins vegar verða erfið viðureignar, því þau eru í langflestum tilvikum skrifúð sem hraðsoðin skilaboð inn í umræðu í núinu, en ekki endilega hugsuð sem skjalfestar heimildir fyrir framtíðina. Þau gera því kröfú til lesandans um að hann þekki samhengið - hafi lesið ótal færslur annarra bloggara um sama mál þennan sama dag, hafi hlustað á útvarpið þá um morguninn eða horft á sjónvarpsþátt kvöldið áður. Ef þennan bakgrunn skortir - sem og skilning á að miðillinn ýtir undir annarskonar tjáningu en t.d. prentmiðlar - þá geför sagnffæðingurinn átt í miklum vandræðum með að fá botn í málin. Ef ég þekki sagnfræðinga rétt munu þeir sömuleiðis láta það fara mjög í taugamar á sér hversu auðvelt er að breyta bloggfærslum eftirá og þannig „falsa“ heimildimar. Ég bíð hins vegar spenntur eftir að sjá fýrstu bloggfærsluna í tilvísanaskrá í Sögu eða Skírni... Sérö þú einhverja lausn varöandi varðveislumöguleika ó bloggi? Og er það Viðtal við Stefán Pálsson ekki ókveöin sögufölsun sem felst í því tœkifœri aö stroka út fœrslur sem manni líkar ekki viö en geyma annaö? Varðveisla á bloggi verður mjög erfið. Auðvitað vinna tæknimenn hörðum höndum að því að finna lausnir, en eitthvað segir mér það að eftir hundrað ár muni sagnfræðingar fara í dagblöð og ljósvakafréttir til að skrifa um atburði samtíma okkar frekar en að slá því upp hvað tilfallandi bloggarar skrifúðu um þær mundir. Ætli einsögufræðingamir verði ekki duglegastir við að nýta sér bloggheimildimar. í lokin ó hverri bloggfœrslu sem þú skrifar formœlir þú svokölluðu „Moggabloggi" eöa blogg svœði sem Morgunblaðið heldur úti. Af hverju? Ég byijaði að blogga árið 2002, en hef fylgst náið með islenska bloggheiminum frá 1999 þegar það var að stíga sín allra fyrstu spor. Ég leyfi mér að fúllyrða að Moggabloggið sé einhver alversta sending sem íslenska bloggsamfélagið hefúr fengið. Fyrir því em ýmsar ástæður. Með Moggablogginu er valdamikill fjölmiðill að reyna að beisla og stofhanavæða samfélag sem er í eðli sínu anarkískt. Moggabloggið heftir möguleika þeirra sem ekki em innskráðir að skrifa athugasemdir með tenglum á sínar eigin síður. Það er svívirðileg framkoma og brýtur gegn viðteknum venjum og siðum í netheimum. Moggabloggið dregur fólk í dilka, hampar sumum notendum sem „vinsælum" eða „völdum" bloggum. Það snýst um heimsóknafjölda og ofúráherslu á að fá sem flesta gesti á síðumar, sem leiðir af sér hvimleiðan og óheilbrigðan hugsunarhátt. Það einkennist af skjallbandalögum, þar sem notendur mæra hver annan með innihaldslausu hóli. Moggabloggin em yfirleitt innihaldsrýr, enda í langflestum tilvikum um að ræða viðbrögð við fréttum á mbl.is - þetta er því fyrst og fremst reaktívt bloggsamfélag, sem gerir það leiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Jafnvel skemmtilegasta fólk verður hrútleiðinlegt um leið og það fer að tjá sig á Moggablogginu. Moggabloggið er verra en Vistarbandið! Þú talar um siðareglur sem Moggabloggið er aö brjóta ó netinu, í hverju eru þessar siðareglur fólgnar? Eins og gefúr að skilja em engar opinberar siðareglur sem gilda í bloggheimum, en þar gilda þó ýmsar óskráðar reglur. Styrkur bloggsins hefur alla tíð verið hið anarkíska eðli þess. Það hefúr staðið fyrir utan hefðbundna fjölmiðla og þannig oft og tíðum verið vettvangur fyrir önnur sjónarmið og skoðanir en birst hafa í gömlu miðlunum. Þegar menn hafa bent á áhrif bloggsins í bandarískum stjómmálum síðustu misserin, hafa þau einmitt falist í því að bloggaramir hafa verið að fjalla um aðra hluti en blöðin og ljósvakamiðlamir og komið þeim á dagskrá. Með Moggablogginu er reynt að stofúanavæða bloggið innan hefðbundins fjölmiðils. Þar em menn dregnir í dilka - „úrvalsbloggarar" útnefndir og þeim hampað. Moggabloggið er sömuleiðis að stærstum hluta viðbrögð við þeim fréttum sem fluttar em á mbl.is - það er því reaktívt í stað þess að vera skapandi. Myndaskró Bls. 12. Blogzilla. Fengin frá http://www.blog-zilla.com/blog-zilla.jpg. Sagnir -13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.