Sagnir - 01.06.2007, Page 20

Sagnir - 01.06.2007, Page 20
Stríðið kemur til Eyja „Gildran á lcikvcllinum.” Skotgrafir við Stakkagerðistún. Suðvesturlands í glugganum svo hljóðandi: „Tveir pakkar Comander. Júlli á Skjaldbreið.”31 Með herliðinu var lagt bann við notkun nýrra talstöðva og var stranglega bannað að ræða um veðrið í talstöðvunum þar sem þær upplýsingar gætu nýst óvininum. Maggi á Felli og Jón í Sjólyst, sem báðir voru sjómenn, tóku fram að talstöðvarbannið hefði haft mest áhrif á þá. Talstöðvamar hefðu verið mikilvægt öryggistæki fyrir sjómenn og því ákaflega erfitt að mega ekki nota þær eins og menn lysti.32 Brátt var þó farið að nota þessar talstöðvar til þess að tala sín á milli og forvitnast um aflabrögð o.fl. Sagan segir að gert hafi óvenju langan góðviðriskafla og ekki bein veiðst úr sjó. Sjómenn voru sannfærðir um að afli myndi ekki glæðast fyrr en það gerði ærlega brælu. Einn skipstjórinn sem hafði fengið sig fúllsaddan af aflaleysinu missti út úr sér í talstöðina: „Þetta er nú meiri andskotans blíðan dag eftir dag.“ Það var ekki að sökum að spyrja, þegar skipstjórinn lagði að bryggju biðu hans hermenn sem innsigluðu talstöðina og bönnuðu honum að nota hana nema í ítmstu neyð. Þetta varð skipstjórinn að þola það sem eftir lifði vertíðar og þótti illt.33 Þjóöhátíöin 1943 Skömmtun víns hafði áhrif á árlegan atburð Vestmannaeyinga en það er þriggja daga hátíð, haldin í kringum mánaðamótin júlí/ágúst og er kölluð Þjóðhátíð í daglegu tali. Skömmtunin leyfði eina flösku af sterku víni og eina af léttu hvem mánuð. Oftar en ekki höfðu margir klárað „skammtinn sinn“ þegar á laugardegi og var þá a.m.k. eitt kvöld eftir af hátíðinni. Skömmu fyrir Þjóðhátíðina 1943 höfðu nokkrir snurvoðarbátar fúndið tunnur á veiðisvæði sínu. Þetta vom fjölmargar tunnur og líklega vom þær úr bát sem sokkið hafði eftir árás. Þær vom merktar sem eitur en einhverra hluta vegna vom þær fluttar í land og enduðu sem drykkjarfong á Þjóðhátíðinni. Þetta var tréspíritus og hafði þetta geigvænlegar afleiðingar í för með sér. Andrés Gestsson var einn af þeim sem hafði verið „boðið í glas“ án þess að vita að þetta væri neitt annað en vín og veiktist alvarlega í kjölfarið. Bróðir hans var einn af þeim níu sem létust. Andrés missti sjónina í kjölfarið og margir bára merki þessa atburðar alla tíð síðan.34 „Ástandiö" Allir viðmælendur mínir vom sammála um að ekki hafi borið mikið á ástandinu svokallaða í Vestmannaeyjum og engar stúlkur hafi lent í slæmu aðkasti vegna þessa.35 Þó sagði Theodór Georgsson frá því að eitt sinn hafi verið hengdur upp miði á staur „fyrir utan samkomuhúsið og nafngreindar stúlkur sem höfðu verið með Ameríkönum á balli kvöldið áður. Þetta var vélritaður miði og Stebbi Pól (Stefán Ámason lögregluþjónn) fór í allar ritvélar sem hann vissi um til að athuga hver hafði gert þetta. Hann komst þó aldrei að því.“36 Árið 1943 auglýstu ungir menn í Morgunblaðinu eftir ungum stúlkum sem ekki máttu vera kenndar við ástandið.37 Var það í líkingu við samtök ungra karlmanna á Siglufirði, „sem höfðu það að leiðarljósi að sniðganga stúlkur, sem höfðu verið orðaðar við setuliðsmenn.”38 Árið 1942, ári fyrir auglýsinguna í Morgunblaðinu, birtist eftirfarandi auglýsing í Eyjablaðinu: Halló ungu menn! 5 efnilegar stúlkur á aldrinum 18-21 árs, óska eftir að kynnast 5 reglusömum og myndarlegum mönnum á aldrinum 20-25 ára. Myndir ásamt nöfnum, sendist í Pósthólf 33 í lokuðu umslagi fyrir 1. apríl n.k. merkt „Ekki í ástandinu." Þagmælsku heitið.39 Hvort hér vom ungar eyjasnótir að verki eða gámngar að skopast að öfgum er erfitt að segja til um. Loftvarnir og annar viðbúnaður Vegna komu bresku hermannanna var Island dregið inn í átök styijaldarinnar. Þurfti því að huga að vömum, t.d. hvemig bæri að haga sér ef til loftárása kæmi. Þann 5. júlí 1940 fól brunamálanefnd Vestmannaeyja þeim Hafsteini Snorrasyni, Páli Þorbjömssyni og Stefáni Ámasyni að gera tillögur um undirbúning vegna þeirrar hættu sem skapast hefði vegna styrjaldarinnar. Áttu þeir að skipuleggja hjálparsveitina í Vestmannaeyjum með það að leiðarljósi en upp úr því starfi var Loftvamamefnd stofnuð.40 Störf Loftvamamefndar urðu þó stundum fyrir gagnrýni. Eitt sinn flaug þýsk herflugvél af gerðinni Kondór41 lágt yfir bæinn snemma morguns án þess þó að heyrðist í sírenum Loftvamamefndar. Nýa frá Gíslholti sagði að flugvélin hefði flogið það lágt að henni hafi fúndist hún geta snert hana.42 Reyndar kom flugvélin það óvænt að bandarísku hermennimir náðu ekki að manna byssur sínar áður en hún hvarf. Jón Kjartansson var staddur hjá herbúðunum við Urðarveg að ná í mjólk þegar hann heyrði skyndilega hátt flugvélahljóð sem hann kannaðist ekki við. Varð honum litið upp og sá stóra flugvél sem flaug mjög lágt og gat hann greinilega séð svarta krossa undir vængjunum. Heyrir hann handknúna sírenu fara í gang og sér að: út úr bröggunum streymdu hvítklæddir menn, sumir með byssu og hjálm, sumir allslausir og hlupu bak við hóla norðan við braggana. (Nærfatnaður Kananna var hvítur samfestingur og þeir hafa flestir verið í fasta svefni.) I sama mund kom varðmaðurinn hlaupandi og þreif í mig og dró mig út fyrir veg og lagðist niður og mundaði byssu sína í áttina þangað sem þessi risafúgl var að hverfa við sjónarrönd. Sem betur fer var brúsinn tómur, annars heföi verið lítil mjólk handa litlu systur þann daginn.43 Auk loftvama vom gerðar aðrar ráðstafanir gegn loftárásum. Við Stakkagerðistún (Stakkó, eins og það er oftast kallað) var aðalleikvöllur bamanna. Vom grafúir skurðir í túnið vestanvert og áttu bömin að forða sér í skurðina ef til loftárása kæmi.44 Hönnuninni á þessum skurðum hefúr eitthvað verið ábótavant því 1. ágúst 1942 birtist grein í Viði undir heitinu „Gildran á leikvellinum." Þar bendir greinarhöfúndur á að í núverandi mynd séu þessir skurðir beinlínis hættulegir sem loftvamabyrgi, þar sem þeir líti nákvæmlega eins út og skotgrafir 16 - Sagnir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.