Sagnir - 01.06.2007, Page 25
að fá hlutdeild i þeim litlu gæðum sem heimamenn höfðu. Þetta var
gróðrarstía fyrir misskilning, fordóma og átök.
I seinni tíma umfjöliun um þýska landbúnaðarverkafólkið hefúr það
ranghermi komið fram að þessi ráðstöfún Búnaðarfélagsins hafi verið
nokkurs konar tilraun til hjónabandsmiðlunar fyrir einhleypa íslenska
bændur. Á þessu viðhorfi ber t.d. í sjónvarpsþætti sem gerður var af
Einari Heimissyni árið 1990 og hét Innflytjendur á Islandi. Þar segir að
vinnuaflsskortur og röskun á kynjahlutfalli í sveitum landsins hafi verið
orsök þess að leitað var eftir þýsku kvenfólki til landbúnaðarstarfa.3 Enn
greinilegar kemur þetta fram í sjónvarpsþætti sem Miriam Halberstam
gerði árið 1999 í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá því að fólkið kom
til landsins. Þar er mjög sterklega gefið í skyn að konumar hefðu verið
ráðnar í þeim tilgangi að útvega íslenskum bændum kvenfólk. Ekki er
minnst á það í þessum þætti að karlmenn hafi einnig verið í hópnum.4
Þar með er ekki verið að halda því fram að einhverjum einhleypum
bóndanum eða bóndasyni hafi ekki dottið í hug að þýsk kaupakona
gæti verið góður kvenkostur. I tveimur bréfúm til Búnaðarfélagsins, þar
sem óskað er eftir þýsku fólki, er þetta beinlínis gefið i skyn. Bóndi
einn skrifar Búnaðarfélaginu vegna ráðningar á stúlku: „Ég veit ekki
hvort fleira er sem máli skiptir, nema ef ástarguðir hefðu hönd í bagga
gæti hjúskapur komið til greina.“ Annar bóndi skrifar: „Ég á 26 ára son
sem er nú einn eftir heima af bömum mínum og aldrei veit maður hvað
skeður þegar piltur og stúlka finnast."5
Hvernig var staöið að ráðningunum?
Ámi Siemsen sendi fféttatilkynningu til útvarps og 20 dagblaða í
Slésvík og Holtsetalandi þar sem sagði að Islendingar væm að leita að
fólki til vinnu í landbúnaði. Atvinnumálaráðuneytið réði tvo menn til
Þýskalandsfarar, þá Jón Helgason, blaðamann á Tímanum, og Þorstein
Jósepsson, blaðamann á Morgunblaðinu. Áttu þeir, ásamt Áma Siemsen
að sjá um alla framkvæmd við ráðningu fólksins. Það vom margvísleg
vandamál sem biðu sendimanna þegar þeir komu út. Meira en nóg var
af umsóknum frá karlmönnum en mjög skorti umsóknir frá stúlkum.
Sendimennimir og Ámi settu upp „leiksýningu" með því að fá blaðamenn,
ljósmyndara og hóp af fólki sem lék umsækjendur „til þess að láta þýsku
þjóðina sjá að margir væm fúsir til þess að fara til íslands!“6 í Lúbecker
Freie Presse má sjá árangur „leiksýningarinnar" sem sett var upp við
íslensku ræðismannsskrifstofúna. Undir yfirskriftinni: „Gen Island
woll'n sie fahren”, „til íslands ætla þau að farabirtist þar mynd af
biðröð fyrir utan hús íslensku ræðismannsskrifstofúnnar. Ámi Siemsen,
vararæðismaður, virðist einnig hafa gripið sjálfúr til óhefðbundinna
aðgerða þegar hann beinlínis persónulega falast eftir ráðningu stúlku
„úti í bæ“.7
Útvegun vegabréfa, vottorða og leyfis frá hemámsyfirvöldum
reyndist í heild tafsamara en menn hafði órað fyrir i upphafi. Þann 24.
maí höfðu einungis tólf fengið fúllnaðarafgreiðslu á öllum skilríkjum.8
Nokkuð var um það að mönnum hér heima þætti seint ganga og sýndu
lítinn skilning á þeim erfiðleikum sem við var að etja.9
Ástœður Þjóðverja til að leita eftir vinnu á
Islandi
Ekkert er finnanlegt í skjölum um ástæður þess að Þjóðverjar sóttust eftir
vinnu á Islandi. En vissar ályktanir má draga ef litið er til ástands mála í
Þýskalandi á þessum tíma. Viðtöl við fólkið sem settist að á Islandi gefa
líka nokkrar upplýsingar ásamt viðtali við Jón Helgason í dagblaðinu
Timinn þann 21. júní 1949. Ástandið í Þýskalandi á vormánuðum
1949 var afskaplega erfitt og vonleysi meðal fólks var mikið. Fréttir
af sjálfsmorðum úr neyð,10 niðurrif verksmiðja til þess að flytja þær
til landa sigurvegaranna,11 húsnæðisleysi,12 slæmar atvinnuhorfúr fyrir
ungt fólk,13 skortur á skólahúsnæði,14stóraukið vændi15 og mansal16 eru
fféttaefni þýskra blaða á þessum tíma.
Frá Memel til Melrakkaslettu
Einnig er hægt að benda á mjög stranga skömmtun matvæla
í Þýskalandi á eftirstríðsárunum. Haustið 1948 var þannig
mánaðarskammtur af kjötmeti 300 grömm og af fiski 600 grömm.
Skammturinn af mjólkurvörum var hálfúr lítri af undanrennu á viku, en
400 grömm af smjöri eða smjörlíki og 125 grömm af osti á mánuði.17
Menn þurfa ekki að vera næringarfræðingar til þess að geta getið sér til
um að þessi fæðuskammtur sé tæplega til þess fallinn að gefa hraustlegt
og heilbrigt útlit. Jón Helgason segir í viðtali við Tímann að margt af
fólkinu eigi ekki annað en þunnar og lélegar dulur sem það standi í. Ein
stúlka hafi komið gangandi berfætt 15 km leið til viðtals við þá. Tvær
stúlkur hafi komið á sama hjólgarminum 45 km leið og áttu eftir að fara
til baka um kvöldið.181 hópi umsækjanda var stór hópur flóttamanna,
sérstaklega frá þeim héruðum Þýskalands sem voru afhent Póllandi
og Sovétríkjunum í lok stríðsins. Einnig frá landsvæðum sem höfðu
annaðhvort haft blandaða byggð, eins og í Efri-Slésíu, eða þar sem
þýskur minnihluti hafði verið gerður burtrækur í stríðslok. Fómarlömb
þessara þjóðemishreinsanna em talin hafa verið yfir 20 milljónir
manna. Þar af týndu 2,8 til 3 milljónir lífi í þessum aðgerðum.19 Þeir
sem eftir lifðu höfðu oft týnt öllum sínum nánustu á leiðinni að austan
og bjuggu við lítinn kost í fióttamannabúðum. Þetta var fólk sem
búið var að missa heimkynni, ættingja og allt sitt. Konum hafði verið
nauðgað hvað eftir annað. Böm og unglingar höfðu verið áhorfandi að
því þegar mæður þeirra eða systur vom beittar kynferðislegu ofbeldi.
Það hafði staðið samanþjappað, fjögur á fermetra, á flóttamannaskipum
á Eystrasaltinu á meðan sovéskar flugvélar létu vélbyssuskothríðina
dynja á þilfarinu.201 eftirfarandi töflu er uppmni fólksins sem var ráðið
til Islands sundurgreindur eftir þeim svæðum sem það kom frá og er þá
miðað við fæðingarstað. Um nokkra einstaklinga reyndist ekki unnt að
afla upplýsinga um fæðingarstað.
Tafla 1
Uppruni fólksins sem ráðið var
Landsvæði Fjöldi %_
Slésvík og Holtsetaland 119 37,9
Aðrir hlutar hemámssvæðis Vesturveldanna 32 10,2
Vestur-Þýskaland alls 151 48,1
Hemámssvæði Sovétríkjanna og Berlín 44 14,0
Pommem, Slésía og Austur-Brandenborg 45 14,3
Austur-Prússland 21 6,7
Danzig og Memelsvæðið 17 5,4
Önnur lönd 12 3,8
Flóttamenn alls 139 44,3
Uppmni óljós 24 7,6
Samtals 314 100,0
Heimildir: Heimilda í þessa töflu var aflað mjög
víða. Helstu heimildir vom: Þ.í. Spjaldskrá
útlendingaeftirlitsins,— Þ.í. Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið 2002, sbr. heimildaskrá, - S.A.
Umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt, -Þjóðskrá,
- íslendingabók, — Viðtöl, — Ýmis ættfræðirit, —
Stéttatöl, — Ibúaskrár — Minningargreinar - Símtöl við
afkomendur — o.fl.
Eins og sést hafa þremenningamir sem sáu um ráðningamar, Ámi
Siemsen, Jón Helgason og Þorsteinn Jósepsson, látið tilmæli um
æskilegan uppmna fólksins sem vind um eyru þjóta. Einungis 37,9 % af
fólkinu sem ráðið var átti uppmna sinn í Slésvík og Holtsetalandi.
Sagnir - 21