Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 29

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 29
þeirra var þýskt. Athyglisvert er að Anna Lísa Valtýsdóttir sagðist ekki hafa orðið vör við fordóma fyrr en hún fluttist í bæinn.56 Getur verið að fólk í dreifbýli sé, eða a.m.k. hafi verið, minna fordómafullt en íbúar þéttbýlis? Nokkrir viðmælendur voru þeirrar skoðunar að íslendingar væru haldnir fordómum gagnvart útlendingum almennt en ekki Þjóðverjum sérstaklega.57 „Eg hef orðið vör við fordóma í garð útlendinga almennt. íslendingar virðast líta á alla sem ekki eru fæddir á íslandi sem útlendinga,"58 sagði Hildur Bjömsson. Ekki fór hjá því að sumar stúlkumar urðu fyrir kynferðislegri áreimi. I einu tilfelli hafði þýsk kona kært húsbónda sinn fýrir sýslumanni. Sýslumaður brást rösklega við og annaðist ráðningu konunnar á annan bæ.59 í öðm bréfi segir umboðsmaður Búnaðarfélagsins frá því að hann hafi kannað aðstæður á bæ einum í sveitinni. Segir þar: „Um húsbóndann skal ég ekkert segja að svo stöddu ... flestir karlmenn em meira og minna kvensamir ... Hún er víst ung ekkja.“60 Hér má lesa milli línanna að bóndinn hafi verið ágengur við stúlkuna en bréfritari telur það greinilega ekki tiltökumál því þetta „liggi bara í mannlegu eðli“! Hætt er við að fleiri málum af þessum toga hafi verið sópað undir teppið. Langalvarlegust em þó viðbrögð starfsmanna Búnaðarfélagsins í þriðja málinu. Stúlka hafði kvartað yfir kynferðislegri áreimi sonarins á bænum og húsbóndinn hafi einnig leitað á hana.61 Viðbrögð Búnaðarfélagsins vom þau að stúlkunni var bent á að vegna framtíðar hennar hér á landi (en hún taldi sig ekki vilja fara aftur til Þýskalands), væri betra að hún fari í fullum sáttum frá þessu heimili, þótt hún hefði eitthvað við það að athuga.62 Sest að á íslandi Þó að það hafi sennilega sjaldnast verið ásemingur þýska fólksins í upphafi að setjast að hér á landi höguðu atvik eða forlög því svo að töluverður hluti þess settist að hér á landi til frambúðar. Þetta gekk hinsvegar ekki eins fljótt fyrir sig og menn hafa álitið á síðari tímum. Ein af mörgum þjóðsögum um komu þýska landbúnaðarverkafólksins er að fjöldinn allur af stúlkunum hafi gifst íslenskum bændum eftir örfárra mánaða dvöl á landinu. Þannig segir í grein í Morgunblaðinu 21. september 1997: „í desember 1949, hálfu ári eftir komu Þjóðveijanna, sagði Einar Olgeirsson alþingismaður ffá því á þingi að „upp undir 40 þýskar stúlkur sem komið hafa hingað til lands á vegum búnaðarsamtakanna hafi gifst íslenskum karlmönnum og þar með öðlast íslenskan ríkisborgararétt."63 Þessi orð sagði Einar að vísu ekki í desember 1949 heldur þann 28. mars 1950.64 Það breytir hinsvegar engu um að staðhæfingin er að öllum líkindum yfirdrifin. Við fljótlega og yfirborðslega athugun á giftingum kvennanna fundust ekki nema þrjár af þýsku konunum sem höfðu gifst íslenskum körlum fyrir árslok 1949 og sautján til viðbótar sem svo háttaði til um á árinu 1950. Karlar, hvort sem þeir voru kvæntir íslenskum konum eða ekki, urðu að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi á hálfs árs fresti. Það sama gilti um konur sem ekki voru giftar íslenskum körlum. Það var langt í frá sjálfgefið að þessi leyfi fengjust. Er af þeim ástæðum nokkuð erfitt að ákveða hveijir vildu setjast að hér á landi. Fullur ásemingur gat verið hjá útlendingi að setjast að hér á landi en yfirvöld gerðu það ekki auðvelt svo ekki sé tekið dýpra í árinni. í töflu 3 er miðað við að viðkomandi hafi dvalist hér á landi a.m.k. í fimm ár frá komu sinni Tafla 3 Fólk sem settist hér aö eftir uppruna sínum Landsvæði Fiöldi Settist að % Slésvík og Holtsetaland 119 57 47,9 Aðrir hlutar hemámssvæðis Vesturv. 32 12 37,5 Vestur-Þýskaland alls 151 69 45,7 Hemámssvæði Sovétríkjanna og Berlín 44 30 68,2 Pommem, Slésía og Austur-Brandenb. 45 25 55,6 Frá Memel til Melrakkasléttu Austur-Prússland 21 9 42,9 Danzig og Memelsvæðið 17 7 41,2 Önnur lönd 12 5 41,7 Flóttamenn alls 139 76 54,7 Upprani óljós 24 1 4,2 Samtals 314 146 46,5 Heimildir: Heimilda : í þessa töflu var aflað mjög víða. Helstu heimildir voru: Þ.í. Spjaldskrá útlendingaeftirlitsins, — Þ.í. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 2002, sbr. heimildaskrá, — S.A. Umsóknir um íslenskan rikisborgararétt, - Þjóðskrá, - íslendingabók, — Viðtöl, — Ýmis ættfræðirit, — Stéttatöl, — íbúaskrár - Minningargreinar - Símtöl við afkomendur — o.fl. Eins og sést í töflunni settist tæpur helmingur þýska landbúnaðarfólksins að hér á landi, samkvæmt ofangreindri skilgreiningu. Rúmlega helmingur þeirra, sem töldust vera flóttamenn, settust að á landinu en tæplega helmingur þeirra sem voru fæddir á því landsvæði sem síðar varð Vestur-Þýskaland. Raunar skera sig einungis tvö landsvæði úr ef athugaðar eru hlutfallstölur. Þau sem ættuð voru af öðrum landsvæðum Vesmr-Þýskalands en Slésvík og Holtsetaland voru hvað tregust til að setjastað hérá landi en afflóttamönnum fráhemámssvæði Sovétríkjanna og Berlín settust nærri 70% hér að. Af þessum 146 einstaklingum, sem settust hér að, vom 114 konur af 238 konum i heild og 32 karlar af 76.1 hundraðstölum reiknað settust 47,9% kvennanna hér að en 42,1% karlanna. Miðað við umræðuna, bæði við komu fólksins árið 1949 og seinni tíma umfjöllun á ýmsum vettvangi, hlýtur að koma á óvart hve hátt hlutfall karla settist hér að. Var þó mun meiri erfiðleikum bundið fyrir þá að festa rætur hér en konumar sem öðluðust sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt þegar þær giftust íslenskum körlum ef það var fyrir 1. janúar1953. Fjölskylda og afkomendur Langflestir Þjóðverjanna sem settust hér að giftust eða kvæntust íslenskum mökum. Eftir því sem næst verður komist hafa þau hjónabönd flest verið farsæl. Tiltölulega fá dæmi em um að þessi hjónabönd hafi endað með skilnaði þó að nokkur tilfelli finnist. Nokkrir Þjóðverjanna giftust innbyrðis bæði mökum úr landbúnaðarhópnum, svo og öðmm Þjóðverjum sem komu um svipað leyti til landsins. Allir karlmennimir, sem settust að hér á landi, svo og allar konumar sem ekki höfðu gengið í hjónaband með Islendingi fyrir 1. janúar 1953, urðu að sækja um íslenskan ríkisborgararétt ef þau vildu tryggja sér ömgga dvöl hér á landi til langframa. Á síðari hluta sjötta áratugs 20. aldarinnar, svo og á þeim sjöunda, sótti fjölmargt af þýska landbúnaðarfólkinu um íslenskan ríkisborgararétt svo sem sjá má í Alþingis- og Stjórnartíðindum frá þessum tíma. Mun þeim undantekningarlaust hafa verið veittur þessi réttur. Þýska verkafólkið átti margt fjölda bama með mökum sínum. Eftir því sem næst verður komist, í íbúaskrám ffá ýmsum timum svo og öðrum heimildum, urðu böm þessa fólks sem upp komust 340. Ef að líkum lætur em afkomendumir núna orðnir á annað þúsund en það hefur þó ekki verið kannað sérstaklega. Þann 3. ágúst 2006 vom enn 55 einstaklingar úr upphaflega hópnum á lífi og búsettir á íslandi. Þar af em tvær konur sem enn búa á býlinu sem þær vora upphaflega ráðnar til. Báðar era þær ekkjur og báðar búa þær í Norður-Þingeyjarsýslu. Niðurlag Ekki era heimildir fyrir öðra en að það fólk sem settist hér að hafi undantekningarlaust orðið hinir bestu þegnar. Þau hafi samlagast íslensku þjóðinni svo fúllkomlega að þau hafa týnst í fjöldanum. Mjög líklegt er að þau hafi flutt með sér ýmis hin bestu einkenni þýsku þjóðarinnar eins Sagnir - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.