Sagnir - 01.06.2007, Page 36
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar
Christine R. Stanley frá Kenýa við vinnu
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 1979.
atvinnuleyfi og valt starfsöryggi hans ekki lengur á atvinnuástandinu á
hverjum tíma.
í öðru lagi fengu ákveðnir hópar undanþágu ffá umsóknum um
atvinnuleyfi, þ.e. útlendingar sem undanþegnir voru atvinnuleyfi
samkvæmt alþjóðasamningum sem þá voru einkum ríkisborgarar annarra
Norðurlanda sem dvalið höfðu samfleytt á Islandi í þrjú ár. Þann 22. júní
1982 fullgilti Alþingi nýjan Norðurlandasamning um sameiginlegan
norrænan vinnumarkað. Þar stóð: „Akvæði um vinnumarkaðinn í landi
hverju mega ekki gera ríkisborgara annarra samningslanda verr setta
en eigin ríkisborgara landsins."37 I fyrsta skipti síðan 1927 gat hópur
útlendinga ráðið sig til vinnu á sömu forsendum og Islendingar. Til þess
þurfti alþjóðasamning enda voru íslensk stjómvöld ávallt treg til að veita
útlendingum frjálsan aðgang að íslenskum vinnumarkaði. Heiðarleg
tilraun var gerð árið 1991 til að veita tæknimenntuðu starfsfólki
nánast frjálsan aðgang að íslenskum vinnumarkaði óháð þjóðemi. Sú
breyting var hins vegar dregin til baka með lögum 1. janúar árið 1993
sem þó mörkuðu næsta stóra skref til að opna vinnumarkaðinn fyrir
útlendingum ákveðinna landa en þá fullgilti Alþingi samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið.
Lögvernduð starfsheiti og erlendir
ríkisborgarar
Á sjötta áratug 20. aldar færðist í vöxt að sett væm lög um ákveðnar
starfsstéttir að undirlagi viðkomandi starfsgreinasamtaka í því skyni
að lögvemda starfsheitið. Flest starfsgreinalaganna kváðu á um að
einungis íslenskir ríkisborgarar skyldu fá leyfi til starfans38 en nokkuð
32 - Sagnir
bar á ákvæðum um undanþágur fyrir erlenda ríkisborgara.39 Þó gilti
þetta ekki um allar starfsgreinar. Réttindi erlendra hjúkmnarfræðinga til
að starfa hér á landi vom ekki skert með lögum hefðu þeir fullnægjandi
menntun. Vafalaust má rekja þessa undantekningu til hins mikla
hjúkrunarfræðingaskorts sem hefur verið landlægur á Islandi um
áratuga skeið.40 Því hefði reynst óraunhæft að hefta aðgang erlendra
hjúkmnarfræðinga að lausum störfum. Hjúkmnarlögin em því enn eitt
dæmi þess að íslensk stjómvöld litu á erlent vinnuafl sem varaskeifu
þegar innlendan vinnukraft var ekki að fá.
Þau starfsgreinalög, sem hér er fjallað um, vom yfirleitt sett að
undirlagi viðkomandi starfsgreinasamtaka og byggð á tillögum
þeirra. Réttindi útlendinga ultu á því hvort hagsmunir samtakanna
og félagsmanna þeirra kvæðu á um takmarkanir eða aukið aðgengi
erlendra ríkisborgara að starfsgreininni. Hins vegar var það Alþingis að
setja lögin og virðist sem stefna þess í málefnum útlendinga hafi farið
saman við stefnu starfsgreinasamtakanna, því hömlur gegn starfsemi
útlendinga í viðkomandi atvinnugreinum virðast hafa endurspeglað
framboð og eftirspurn eftir innlendu vinnuafli.
Strax í byrjun níunda áratugar 20. aldar bar meira á umburðarlyndi
starfsgreinasamtaka gagnvart starfsemi útlendinga enda gætti um
gjörvalla Evrópu viðleitni til að veita útlendingum aukin réttindi.41 Árið
1963 varð íslenskur ríkisborgararéttur að skilyrði leyfis til að stunda
lyfsölu.42 Fimmtán árum seinna gátu erlendir lyfjafræðingar sótt um
starfsleyfi hjá ráðherra.43 Einnig var rýmkað um möguleika erlendra
ríkisborgara til að starfa sem sjúkraliðar, meinatæknar eða læknar.44
I mars 1988 tók ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar við
völdum. Málefnasamningur stjómarinnar kvað á um fijálsræði í
milliríkjaviðskiptum og athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja.45
Það var eitt af síðustu verkefnum stjómarinnar árið 1991 að gera
breytingar á ýmsum lögum i anda málefnasamningsins, m.a. á
starfsgreinalöggjöfinni. Utlendingar, sem höfðu átt lögheimilisvist á
Islandi í eitt ár, urðu skyndilega undanþegnir skilyrðum um íslenskan
ríkisborgararétt. Gilti það um útgefendur blaða og tímarita, sjúkraþjálfa,
iðjuþjálfa, lyijafræðinga, sjóntækjafræðinga og þá sem ráku verslun,
iðnað og uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla.46
Með lögunum frá 1991 var aðaláhersla lögð á menntun við veitingu
starfsréttinda. Ennfremur bera lögin þess vitni að viðhorfsbreyting hafi
orðið hjá íslenskum yfirvöldum gagnvart erlendu tæknimenntuðu fólki
sem vildi stunda vinnu í samræmi við menntun sína. Aðeins sjö ámm
fyrir setningu laganna mátti greina mikinn ótta á þingi um að útlendingar
yfirtækju íslenska markaði á sínum sérsviðum.47
Þrátt fyrir að lagabreytingamar frá apríl 1991 séu til marks um
ákveðna viðhorfsbreytingu þá var ný ríkisstjóm ekki tilbúin til
að veita öllum útlendingum rétt til að stunda fag sitt eftir eins árs
lögheimilisvist. Ákvæðin vom dregin til baka árið 1993 þegar Alþingi
fullgilti EES-samningnum varðandi alla þá útlendinga sem stóðu utan
þess. Þrátt fyrir að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefði í
for með sér aukna möguleika fyrir ríkisborgara aðildarlandanna til að
hreyfa sig frjálst á íslenska vinnumarkaðnum þá var um leið dregið úr
tækifæmm annarra innflytjenda til að gera hið sama. Samkvæmt lögum
um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála
frá 1993 var rétturinn til að öðlast starfsleyfi sem sjúkraþjálfi, iðjuþjálfi
og sjóntækjafræðingur háður ríkisfangi á Islandi eða í aðildarlöndum
samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.48 Aðrir útlendingar þurftu
á ný að fá sérstakt leyfi frá heilbrigðisráðherra til að fá að stunda þessi
störf. í greinargerð sem fylgdi með frumvarpinu segir: „Rýmkun laga nr.
23/1991 þykir óþarflega mikil og því ákveðið að erlendir ríkisborgarar,
aðrir en EES-borgarar, skuli sæta óbreyttum reglum frá því sem var
fyrir gildistöku laganna nr. 23/1991.“49 Þessu samkvæmt vom sett
lög árið 1993 um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum sem
tryggðu aðeins ríkisborgumm Norðurlanda og EES-landa sama rétt til
fullgildingar og Islendingum.50