Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 37
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar Ónefndur Indverji við vinnu hjá Skýrsluvélum ríkisins (Skýrr) 1979. Af þessu má sjá að stjómvöld vom ekki tilbúin til að opna íslenskan vinnumarkað fyrir útlendingum ffekar en ákvæði alþjóðasamninga kröfðust. Sú hafði einnig verið raunin þegar ísland gekkst undir Norðurlandasamning um norrænan vinnumarkað. í kjölfar Samningsins um Evrópska efhahagssvæðið gengu í gildi ný lög um atvinnuréttindi útlendinga þann 21. desember 1994 sem vom seinustu lög þess efnis á 20. öld. Lagabreytingar 1994 í kjölfar EES- samningsins Fmmvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga var niðurstaða nefndar sem skipuð var 9. nóvember 1993 til að endurskoða lög sama efnis frá 1982 sér í lagi með tilliti til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.51 í nefndinni áttu sæti fúlltrúar fjögurra hagsmunaaðila, ASI, VSI, félagsmálaráðuneytisins og Útlendingaeftirlitsins. Sem fyrr átti enginn fúlltrúi innflytjenda á íslandi sæti í nefndinni enda virðist frumvarpið að mestu miðað við að laga atvinnulöggjöfina að ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og að gæta hagsmuna Islendinga á innlenda vinnumarkaðnum svo frekast sem kostur væri innan ramma samningsins. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir tekur í reynd aðeins til ríkisborgara þeirra landa sem ekki eru aðilar að samningnum um Evrópska efhahagssvæðið því í 13. grein laganna stóð að ekki þyrfti að sækja um atvinnuleyfi fyrir ríkisborgara samningslandanna væru þeir með dvalarleyfi eða hefðu afhent yfirvöldum norrænt flutningsvottorð.52 Lögin frá 1994 byggðu á fyrri lögum um atvinnuréttindi útlendinga, frá 1951 og 1982. Þau fólu þó í sér umtalsverðar breytingar, til dæmis á ákvæðum um tímabundin atvinnuleyfi. Sömu ströngu skilyrðin voru enn til staðar en helstu nýmælin voru þau að framlengja mátti leyfið til tveggja ára.53 Þó er óvíst hversu hagkvæm þessi nýjung var fyrir launþegann eða vinnuveitandann. Vissulega hefúr verið hagræðing í að fá að halda vinnu eða starfsmanni til tveggja ára í stað eins árs þar sem enn valt á atvinnuástandinu í landinu hvort atvinnuleyfi fengist framlengt. Hins vegar hefúr tveggja ára samningur varla verið æskilegur ef launþeginn eða atvinnurekandinn voru ósáttir. Rannveig Þórisdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bemburg hafa nefnt dæmi þess í rannsókn sinni að útlendingar hafi sætt sig við slæma framkomu atvinnurekenda þar til þeir öðluðust óbundið atvinnuleyfi, sem var nýmæli i lögunum frá 1994, vegna þess að þeir misstu atvinnuleyfið segðu þeir upp.54 Má leiða líkur að því að óþægilegar aðstæður hafi skapast á vinnustöðum vegna laganna því samkvæmt munnlegum upplýsingum frá skrifstofu Vinnumálastofnunar er mjög sjaldgæft að útlendingur yfirgefi vinnu sína áður en atvinnuleyfi hans rennur út.55 Mikilvægustu nýmæli laganna frá 1994 em að finna í kaflanum um óbundin eða sjálfstæð atvinnuleyfi því þar var í fyrsta sinn ákveðið að hinn almenni erlendi launþegi gæti öðlast slíkt leyfi eftir þriggja ára lögheimilisvist á íslandi. Handhafar slíks leyfis gátu ráðið sig til starfa á sömu forsendum og íslendingar. Þó þurftu þeir að hafa öðlast búsetuleyfi56 og hafa áður verið á tímabundnu atvinnuleyfi.57 Einnig fylgdi sá böggull skammrifi að óbundnu atvinnuleyfin mátti afturkalla ,,[e]f ástæða þykir.“58 Afturköllunarheimildin var því mjög víð og mátti beita henni að geðþótta þar sem lög og reglugerðir kváðu hvergi á um forsendur fyrir affurköllun. í 16. grein laganna ffá 1994 var jafnframt heimild sem hafði verið í lögunum frá 1951, um að atvinnuleyfi mætti afturkalla við lagabrot eða breytingu á framboði og effirspum eftir vinnuafli.59 I ljósi þessa verður að teljast undarlegt að hvergi kemur fram hvers vegna sérstaklega sé kveðið á um að afturkalla megi sjálfstæð atvinnuleyfi án nokkurra lögbundinna ástæðna. Ef til vill voru stjómvöld ekki jafnreiðubúin til að auka frelsi erlendra launþega á íslenskum vinnumarkaði og ákvæði laganna gefa til kynna fyrst svo opið afturköllunarákvæði var sett í lögin. Sagnir - 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.