Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 45

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 45
Þótt Svíþjóð nái á vorum dögum allt frá Skáni til Lapplands hefur svo ekki alltaf verið. Samkvæmt íslenzkum fomritum bendir allt til þess að kjaminn í hinu sænska ríki í upphafi víkingaaldar hafi verið hið foma Uppsalaveldi. í Óláfs sögu helga í Heimskringlu er þessi lýsing. I Svíþjóð sjálfri er einn hluti lands, er heitir Suðrmannaland. Þat er einn byskupdómr. Þá heitir Vestmannaland eða Fjaðryndaland. Þat er einn byskupdómr. Þá heitir Tíundaland inn þriði hlutr Svíþjóðar. Þá heitir inn fjórði Attandaland. Þá er inn fimmti Sjáland ok þat, er þar liggr til it eystra með hafinu. Tíundaland er göfgast ok bazt byggt í Svíþjóð.4 Samkvæmt þessari lýsingu náði Svíþjóð fyrst og ffemst yfir löndin í kringum Löginn, frá Gautlandi í suðri að Væni í vestri og ef til vill norður á Gestrekaland og Jámberaland þótt það komi ekki ffam í þessari tilvitnun. Svíaveldi gat svo á ýmsum tímum náð yfir stærra svæði, eins og m.a. kemur ffam í sömu heimild þar sem Eystra- og Vestra-Gautland, Vermaland ásamt eyjunum Gotlandi og Eylandi em talin tilheyra Svíaveldi.5 íbúar landanna í kring bám ennfremur sín sérstöku heiti. í Hákonar sögu góða segir svo. „Helsingjar höfðu kaupferðir sínar til Svíþjóðar ok vám þannug lýðskyldir at öllu, en Jamtr vám mjök alls í millum, ok gaf engi at því gaum, fyrr en Hákon setti frið ok kaupferðir til Jamtalands ok vingaðisk þar við ríkismenn."6 Og í Haralds sögu Sigurðarsonar er þessi lýsing. „Hann [Hákon jarl] fór um vetrinn, er á leið, vestr á Raumaríki, ok hafði hann lið mikit, er Gautar ok Vermir höfðu fengit honum.“7 Samkvæmt skilningi Snorra Smrlusonar höfðu nágrannar Svía þannig sín sérstöku heiti. Helsingjar á Helsingjalandi, Jamtr á Jamtalandi, Vermir á Vermalandi og Gautar á Eystra- og Vestra- Gautlandi. í Nóregs konunga tali er svo sagt frá ferðum Óláfs konungs Haraldssonar: „... enþáerváratók, fórhannyfirhafitoksvátil Svíþjóðar til Önundar konungs, mágs síns, ok fekk hann hónum lið, ok þaðan fór hann til Helsingjaands, ok varþat mikil vásferð.“8 í Skjöldunga sögu er lýst aðdraganda hins ffæga Brávallabardaga: „En Hringr konungr reið með hirð sína ok Vestr-Gautum it efra um Eyrarsund ok sótti svá vestr landveg til skógarins Kolmerkr, er skilr Svíþjóð ok Eystra-Gautland.“9 Það virðist því sameiginlegur skilningur íslenzkra konungasagnaritara að Svíþjóð nái suður að Gautlandi, norður að Helsingjalandi og vestur að Væni og Vermalandi. Þótt landaffæðin sé stundum nokkuð á reiki í íslendingasögunum virðist þar koma fram svipuð mynd. í Njálu segir t.d. svo. „Þorkell hákr hafði farit utan ok ffamit sik í öðrum löndum. Hann hafði drepit spellvirkja austr á Jamtaskógi (Jamtalandi); síðan fór hann austr í Svíþjóð ok fór til lags með Sorkvi karli, ok heijuðu þaðan í Austrveg.“'° I Gunnlaugs sögu ormstungu segir ffá því að Gunnlaugur fór austur á Gautland að færa Sigurði jarli kvæði. Um næsta áfangastað segir svo: „Sigurðr jarl fekk Gunnlaugi leiðtoga austr í Tíundaland í Svíþjóð, sem hann beiddi."11 Og í Þorskfirðinga sögu er lýst ferð um þjóðleiðina frá Þrándheimi til Svíþjóðar. „En Sigmundr bað þá þegar eptir jólin fara ór ríki Nóregskonungs. Hann sendi þá í Þrándheim ok fékk þeim eyki austr um Kjöl til Jamtalands ok svá til Gestrekalands; þaðan fóru þeir á Elfarskóg ok ætla til Svíþjóðar.“12 Hér er að vísu Helsingjalandi sleppt úr leiðarlýsingunni en það breytir ekki þeirri tiltölulega skýru mynd sem ffam kemur á fomum bókum íslenzkum um það hvar Svíþjóð var og þar með hvar Svía var að finna. Samkvæmt þessu bjuggu þeir í hinum fljósömu hémðum umhverfis Löginn og þeir sem þá heimsóttu siglandi tóku land at Sigtúnum. Niðurstaðan er því sú að hjá Snorra Sturlusyni birtist hin gamla Svíþjóð, ffá Dölunum suður að Gautlandi, þrátt fyrir að komnir séu biskupsstólar í Svíaveldi sem var mun víðfeðmara og birtist okkur t.d. Sviahatur Islendinga á miðöldum í lagaákvæðum Grágásar.13 Eins virðist í Islendinga sögunum lýst þeirri gömlu Svíþjóð arfsagnanna þótt á þrettándu öld sé til orðið stærra ríki Svíakonunga. Málvenjur em lífseigar og má benda á að menn era enn Ámesingar og Þingeyingar þótt búið sé að leggja sýslumar niður sem stjómsýslueiningar. Hver vom svo kynni Islendinga af þessum íbúum hluta Skandinavíuskagans? Til þess að svara því verður fyrst fyrir að líta til elztu gagna sem líklega em þau sem ættuð era úr smiðju Ara Þorgilssonar ens fróða. Svíar í Landnámu og íslendingabók Það ber ekki mikið á sænskum mönnum í þeim ritum, sem talin em mnnin frá Ara fróða, en þó ernokkurra getið. I formála Islendingabókar rekur hann ætt Haralds hárfagra til Óláfs trételgju Svíakonungs og verður ekki séð að það sé gjört Haraldi til minnkunar. Samkvæmt ættartölunni, sem rituð er aftan við Islendingabók, rekur Ari ætt sína frá hinum fomu Ynglingakonungum sem sátu að Uppsölum í Svíþjóð og er það augljóslega ætlað höfundinum til vegsauka fremur en hitt.14 Það er því ekki að sjá að Ari telji neitt óvirðulegt komið úr hinu foma Svíaríki. Nú er það svo að sá sem þetta ritar telur að Ari hafi ritað Landnámu á undan Islendingabók eða um 1097-1105. Forvitnilegt er að glugga í þá fyrmefndu bók og sjá hvemig þar er fjallað um Svía og nágranna þeirra.15 Þar kemur fyrst fyrir hið sérkennilega vafamál um það hver hinna nórænu manna fann ísland. Sturlubók og Hauksbók em ekki sammála um hlut Garðars Svávarssonar í landafundinum. Haukur nefhir Garðar á undan Naddoddi hinum norska og hefst frásögn hans á þessa leið. „Garðarr hét maðr, son Svávars hins svænska, hann átti jarðir í Sjólandi en var fæddr í Svíaríki; hann fór til Suðreyja at heimta föðurarf konu sinnar." Frásögninni lýkur með því að Garðar nefhdi landið Garðarshólm.16 Allt annar blær er á frásögn Sturlubókar og sýnast þar á ferðinni stílbrögð Ara ffóða. Naddoddr er nefndur fyrst og sagður koma ór Nóregi, notuð sögnin at byggja sem er stíleinkenni Ara, og Sæmundur borinn fyrir frásögninni sem er líklega frá Ara sbr. ritskoðun Sæmundar á Islendingabók. Naddoddr nefhir landið Snæland og „Garðarr Svávarsson, sænskr at ætt“ fór síðan að leita Snælands.17 Þessi Nórvegsnauðhyggja Ara og Sæmundar er svo rík að það stef er marg endurtekið á fyrstu síðum Landnámu: „... fyrr en Island byggðisk af Norðmönnum. En áðr Island byggðisk af Nóregi."18 „Þá er Island fannsk ok byggðisk af Nóregi."19 Þetta er sama orðalag og á upphafi fyrsta kafla Islendingabókar svo mjög líklegt er að hér sé á ferðinni texti frá Ara úr Fmmlandnámu. Hins vegar verður ekki úr því skorið með vissu hvers vegna Ari og Sæmundur, sem virðist hafa ráðið því hvað ritað var um hans daga, lögðu slíka áherzlu á hið norska landnám og tengdir við menn ór Nórvegi en þó má vera að þar hafi gætt áhrifa þess að Loptur Sæmundarson tengdist norsku konungsættinni. Þessi tilhneiging þeirra klerkanna segir hins vegar ekkert um það hvort þeir töldu þá sem kómu ór Nórvegi, að einhverju leyti æðri öðrum sem mæltu á danska tungu. „Þormóðr hinn rammi hét maðr svænskr," segir i Hauksbók en í Sturlubók er ættemis ekki getið. Báðum handritum ber þó saman um að „Þormóðr var son Haralds víkings."20 Þormóður gæti því verið af dönskum ættum þar sem faðir hans var samnefridur hinum hálfdanska víkingakonungi (allvaldi austmanna) Haraldi lúfu Hálfdánarsyni. í Heimskringlu er Ragnhildur móðir hans sögð dótturdóttir hins danska Klakk-Haralds.21 Að öðm leyti er frásögnin af landnámi Þormóðs ramma hefðbundin og gefur ekki tilefni til frekari ályktana á grandvelli uppmna. Reyndar er það svo á fomum bókum íslenzkum að ef rakið er til einhverra konungborinna þá þykir sagnaritumm það augljóst að þar af spretti göfugmenni. Sagnir - 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.