Sagnir - 01.06.2007, Side 53
A ég að gæta blogg bróður míns
jafnvel allt þetta í einu. Skemmtilegust er þó líklega samlíkingin við
hin handskrifuðu sveitablöð 19. aldarinnar en margt er líkt með þeim og
blogginu. Báðir eru miðlamir grasrótarmiðlar, sem yfirleitt er haldið úti
af almennum borgurum í eigin tómstundum. Þau málefni sem fjallað er
um einkennast oftar en ekki af persónulegri nálgun og lesendahópur er
yfirleitt fámennur, sveitablöðin miðuðust við landfræðilega afmarkaðan
hóp og bloggsíður eru yfirleitt skrifaðar með vini, fjölskyldu eða hóp
sem sameinast um tiltekin áhugamál í huga.2 Þó er í báðum tilfellum
næsta ömggt að hver nýr lesandi kitlar hégómagimd höfundarins.
Þótt deilt sé um það hvenær blogg sé blogg, hveijir teljist bloggarar
og hverjir ekki og þótt málsmetandi aðilar í íslensku menningarlífi slái
jafhvel fram staðhæfingum á borð við þá að bloggið hafi hreinlega ekki
verið fundið upp fyrr en í fyrradag,3 þá fer það ekki á milli mála að
bloggið hefur slegið í gegn sem vettvangur bæði tjáningar og sköpunar.
Því er iðulega haldið fram að aldrei hafi jafn stór hluti almennings tjáð
sig í rituðu máli um sjálfið og samfélagið, að framleiðsla persónulegra
heimilda fari nú fram í meira mæli en nokkum tímann áður. Og það
fer ekki á milli mála að í þessum heimildum em verðmæti fólgin fyrir
sagnfræðinga og aðra þá fræðimenn sem rannsaka samfélag, menningu
og sögu. En hverjir em möguleikar sagnfræðinga á því að nýta sér
bloggheimildir við rannsóknir sínar?
Því miður er það klassísk staðreynd að aukin framleiðsla heimilda
jafngildir ekki aukinni uppskem fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.
Til þess að heimild sé gagnleg þarf hún að vera aðgengileg. Þó svo
opinber birting sé einkenni bloggsins er hún engin trygging fyrir því
að færslum sé ekki breytt eða að þær, eða jafnvel bloggið í heild sinni,
hverfi ekki fyrirvaralaust, allt eftir dyntum bloggarans. A sama tíma
hefur bloggarinn þó ekki endilega fullt vald yfir eigin texta og þá
annmarka má rekja beint til einmitt þess sem gert hefur bloggið svo
vinsælt, til hins einfalda notendaviðmóts. Það að blogga og að koma
sér upp bloggi krefst nefnilega ekki lengur mikillar tæknilegrar fæmi.
Flestir bloggarar nýta sér þau fríu tól og hýsingu sem stendur til boða
hjá bloggveitum á borð við Blogger. I smáu letri notendaskilmála slíkra
fyrirtækja er hinsvegar yfirleitt skýrt tekið fram að bloggveitan ábyrgist
ekki á nokkum hátt varðveislu textans, það sé í verkahring bloggarans
sjálfs. En jafhvel þótt bloggarinn visti samviskusamlega afrit af hverri
bloggfærslu inn á eigin tölvu er það engin trygging fyrir því að skrif
hans varðveitist. Það var lengi vel trú manna að með hinni stafrænu
byltingu væri allur vandi hvað varðveislu varðar úr sögunni. í dag er hröð
úrelding gagnasniða og forrita hinsvegar stórt vandamál og allt eins víst
að skrár skrifaðar í ritvinnsluforritum dagsins í dag verði ólesanlegar
eftir tíu ár. Margir tala jafnvel um að mögulega muni hin stafræna
tækni verða til þess að þekking glatist hraðar, að eftir áratug eða svo
munum við líta með skelfingu aftur til hins stafræna Ginnungagaps (e.
Digital Dark Age). Skjala- og gagnasöfn hafa vitanlega þegar gripið til
aðgerða til þess að spoma við þessu vandamáli. Einstaklingar sem em
þó nægilega tæknivæddir til að nota tölvu og eiga stafræna myndavél
em hinsvegar mun sjaldnar nægilega tæknivæddir til að vera meðvitaðir
um mikilvægi öryggisafritunar og réttrar varðveislu eigin gagnasafna.
íslenska vefsöfnunin
Hverfulleiki þess efhis sem birt er á neti er þó langt frá því að vera alger.
Fáir gera sér grein fyrir því en bæði hérlendis og erlendis er markvisst
unnið að söfnun og varðveislu vefsins. Nærtækast er að líta fyrst á þá
söfhun sem íslenskir aðilar standa fyrir. Fjallað er um söfnun vefsíðna í
lögum um skylduskil til safna nr. 20/2002 en lögin tóku gildi í ársbyijun
2003. Þar er Landsbókasafn - Háskólabókasafn íslands skilgreint sem
móttökusafh þess íslenska efnis sem birt er á rafrænu formi á almennu
tölvuneti og skal safnið varðveita þetta efni og veita að því aðgang.
Sérstaklega er fjallað um söfnun vefsíðna í reglugerð um skylduskil til
safna nr. 982/2003 og er þar tekið sérstaklega fram að öllu efni sem birtist
á þjóðarléninu .is skuli safnað og að Landsbókasafn - Háskólabókasafn
skuli starfa í nánu samstarfi við þann aðila sem annast skráningu og
stjómun á þjóðarléninu. Hérlendis er það fyrirtækið ISNIC sem fer með
það hlutverk.
íslenska vefsöfnunin fer þannig ffarn að afrit er tekið af öllum þeim
lénum sem hafa endinguna .is þrisvar á ári. Eins og er tekur þetta
verk um tvær vikur. Samhliða þessum þrem árlegu heildarsöfnunum
er völdum vefsíðum svo safnað oftar og má skipta þessum sérhæfðari
söfnunum upp í þrjá flokka; samfellda söfnun, safhanir sem tengjast
sérstökum atburðum og íslensku efni á lénum öðmm en þjóðarléninu.
Samfelld vefsöfnun felur í sér mjög öra söfnun og er til hennar notaður
sérstakur hugbúnaður sem skynjar breytingar sem verða á síðunum og
tekur afrit þegar þeirra verður vart. Fjölda þeirra vefja sem svona er
safnað er haldið í lágmarki og takmarkaður við 40-50 lén. Þetta em
vefir sem geyma efni sem talið er áhugavert í þjóðfélagslegri umræðu,
einkum fréttavefir. Sem dæmi um safnanir sem tengjast sérstökum
viðburðum má nefna safnanir tengdar kosningum á landsvísu og er þá
aflað sérstaklega upplýsinga um það hvaða lén má ætla að muni skipta
máli hverju sinni. Fyrsta slíka söfnunin snerist um sveitarstjómar-
kosningamar 2006. Þær vefsíður sem svo er sérstaklega safhað af
öðmm lénum en þjóðarléninu em af ýmsum toga, og er í þeim flokki að
finna jafnt bloggsíður sem og síður annars eðlis.4
Eins og gefur að skilja er það ekki einfalt mál að halda utan um það hvar
íslenskt efni er að finna á öðmm lénum en þjóðarléninu enda er hér um
mikið efni að ræða. Bæði kaupa íslendingar sér oft erlend lén, enda er
verðmunurinn á skráningu þeirra og þeim íslensku mikill, og svo em
það tiltölulega nýtilkomið að ókeypis birtingar- og hýsingarþjónusta
fyrir texta og myndir sé boðin á íslenskum lénum. Enginn listi er til yfir
það hvar íslenskt efni er hýst utan þjóðarlénsins og enn er það óleyst
hvemig skuli ákvarða hveiju skuli safnað af slíku efni.
Það efni sem safnað hefur verið undir formerkjum hinnar íslensku
netsöfnunar nemur um 5.5 terabætum af þjöppuðum gögnum, sem
á mannamáli myndi útleggjast sem gífurlegt magn gagna. Enn sem
komið er er þetta heimildasafh þó því miður ekki aðgengilegt, hvorki
almenningi né fræðimönnum.
The Internet Archive
Möguleikar íslenskra sagnfræðinga á því að nýta sér blogg sem heimildir
einskorðast ekki við það efiii sem varðveitt er undir formerkjum hinnar
íslensku netsöfnunar. Þó svo íslenska netsöfnunin nái aðeins aftur til
ársins 2004 er saga hinnar alþjóðlegu netsöftiunar mun lengri. Intemet
Archive hefur unnið ötullega að söfnun vefsiðna frá árinu 1996.
Intemet Archive er sjálfstæð stofnun og er ekki rekin í ágóðaskyni.5
Það var intemetfrumkvöðullinn Brewster Kahle sem stofnaði Intemet
Archive en Kahle hefur í viðtölum lýst þeirri sannfæringu sinni að fyrr
eða síðar muni öll mannleg þekking safnast fyrir á intemetinu og því sé
markviss söfnun vefsins okkar merkasta tækifæri til að skrásetja þessa
þekkingu og miðla henni.6 Markmið hans er að Intemet Archive verði
Alexandríubókasafhokkartíma,fyrirutanþáaugljósustaðreyndauðvitað
að til þess að nálgast efni úr bókasafninu í Alexandríu var nauðsynlegt
að fara til Alexandríu á meðan að hver sá sem aðgang hefur að tölvu og
nettengingu gemr hvaðan sem er nálgast það efni sem Intemet Archive
geymir. Hugmyndir Kahle byggja á sömu samfélagslegu heimspeki og
liggur að baki Open Source hreyfingunni; að allir eigi að hafa jafnan
aðgang að upplýsingum, að í heimi þar sem upplýsingaflæði er óheft
muni menning og nýsköpun blómstra.7
Sagnir - 49