Sagnir - 01.06.2007, Page 62

Sagnir - 01.06.2007, Page 62
Kynleiðréttingar á Islandi Einnig er stuðst við lagagreinar um ófrjósemisaðgerðir en eins og fram hefur komið þarf einstaklingur, sem hyggst leiðrétta kyn, að undirrita eyðublöð sem heimila bæði ófrjósemisaðgerð og afkynjun. I lögum um ófrjósemisaðgerðir stendur: 17. gr. Ófrjósemisaðgerð er samkvæmt lögum þessum, þegar sáðgöngum karla eða eggvegum kvenna er lokað og þannig komið í veg fyrir, að viðkomandi auki kyn sitt. 18. gr. Ófrjósemisaðgerð er heimil samkvæmt þessum lögum: I. Að ósk viðkomandi, ef hún/hann, sem er fullra 25 ára, óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hún/hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem mæli gegn aðgerð. II. Sé viðkomandi ekki fullra 25 ára: 1. Ef ætla má að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. 2. Ef fæðing og forsjá bama yrði of mikið álag fyrir hana/hann með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðmm ástæðum. 3. Ef sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu hennar/hans til að annast og ala upp böm. 4. Þegar ætla má að bam viðkomandi eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. 19. gr. Ófrjósemisaðgerð er heimil skv. 18. gr. I. ef fyrir liggur umsókn viðkomandi, undirrituð, sbr. 20. gr., á þar til gerðum eyðublöðum, sem landlæknir annast útgáfu á.64 Enn og aftur er verið að notast við lagaákvæði sem eiga ekki við transsexúalisma og vom ekki samin með hann í huga. Breyting á nafni í 5. gr. II. kafla laganna um mannanöfn frá árinu 1996 kemur ffam að „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.“65 Þetta ákvæði verður til þess að þær manneskjur, sem gengið hafa í gegnum kynleiðréttingu, fá tafarlaust nafnabreytingu. Mins vegar kemur hvergi fram í lögum að þetta ákvæði eigi við kynleiðréttingu né er gert ráð fyrir henni. Engin lög hafa verið samin fyrir þann hóp fólks sem leiðréttir kyn og verður því að notast við núverandi lög, hvort sem þau henta eða ekki. Til að fá nafnabreytingu þarf vinnuhópur lækna, sem sér um kynleiðréttinguna, að senda bréf þess efnis að viðkomandi einstaklingur sé kominn í rétt kynhlutverk. Þar af leiðandi, þegar breyting hefur orðið á kynfæmm, má breyta nafninu og gerist það samdægurs, en staðfesting á kynleiðréttingu er forsenda nafnabreytingar og er þá gerð breyting á kenninafh og eiginnafni.66 Engin lög eða reglur em í gildi um nafnabreytingu þeirra sem hyggjast ganga í gegnum aðgerðina, né þá sem hugsanlega vilja nafnabreytingu án aðgerðar. Það er ekki í boði hér á landi. Skýr lög eða reglur vantar sem segja til um hvar mörkin liggja fyrir transsexúalista, þá hverjir mega fá nafnabreytingu og á hvaða forsendum. A íslandi hafa þeir tveir einstaklingar, sem gengið hafa í gegnum kynleiðréttingu hér á landi, fengið nafnabreytingu í lok aðgerðar. Fyrir utan þá hafa fjórir íslenskirríkisborgarar, sem farið hafa í gegnum aðgerð erlendis, fengið nafnabreytingu. Þeir sem fara í gegnum ferlið erlendis (hvemig sem því er háttað) þurfa að senda gögn til Hagstofunnar til að staðfesta leiðréttingu á kyni. Að því loknu fá þeir nafnabreytingu viðurkennda á Islandi. 1 heildina em því sex einstaklingar sem hafa leiðrétt kyn sitt og fengið síðan nafnabreytingu hér á landi. Líklegt er þó að einhverjir, sem em af íslensku bergi brotnir, hafi gengið í gegnum kynleiðréttingu erlendis og hafa sumir breytt um ríkisfang. Þar af leiðandi hafa þeir ekki þurft nafnabreytingu á Islandi, og má því áætla að fleiri en sex Islendingar hafi leiðrétt kyn sitt með aðgerð.67 Niðurlag Annað slagið kemur upp umræða um kynleiðréttingu (kynskipti) hér á landi. Nýjasta dæmið um þetta er þátturinn Örlagadagurinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni NFS 13. ágúst 2006, þar sem Anna Jonna Armannsdóttir talaði um kynleiðréttingu sína. Fyrir utan einstök viðtöl er lítið rætt um þetta mál opinberlega á Islandi. Þegar litið er á transgenderfræðin í Bandaríkjunum sést hversu langt á eftir Island er. Hér em kennd Hinseginfræði við Háskóla Islands, sem koma lítillega inn á transgenderfræði, en annars er umræðan og þróunin lítil. Vinnuhópur lækna starfar með nokkurri leynd, kynleiðrétting er hvergi skráð sem slík, og á meðan ríkið lokar augum sínum og eyrum helst ástandið óbreytt. Frásögn um ritgerð þessa hefur oftar en ekki leitt til umræðna og em flestir áhugasamir um efni hennar. Margir þekkja til Önnu K. Kristjánsdóttur, sem á sínum tíma var mjög opin og hugrökk með umræðu um kynleiðréttingu sína. Þetta tilfelli er aftur á móti hið eina sem flestir vita um stöðu málsins á Islandi. Fáir vita að aðgerðir em framkvæmdar hér á landi og ennþá færri vita að vinnuhópur lækna sé til. Fólk virðist hvorki skilja né samþykkja að sumir einstaklingar vilji lifa í réttu kynhlutverki og fá nafnabreytingu, án þess að gangast undir kynleiðréttingaraðgerð. Annað fólk virðist hafa gaman að því að geta séð þegar kyn samsvarar ekki kyngervi og enn aðrir eiga erfitt með það að nota „hún“ þegar talað er um transsexúal konu og öfugt. Umræða þessi einkennist af mikilli fáfræði og á tímum virðingaleysi. Það sem vantar hér á landi er opnari og upplýstari umræða um kynleiðréttingu. Mikilvægast er þó að samþykkja lög á Alþingi til að bæta og styrkja stöðu transsexúalista. Endurskoðun á vinnureglum læknanefndar um málefni transsexúalista er þörf ásamt athugun á ákvörðunarrétti einstaklinga um eigið kyn og kyngervi. Nauðsynlegt er að endurskoða nafnalögin með tilliti til kynleiðréttinga og þess ferlis sem er talið undanfari þess. Islendingar hafa státað sig af því að vera frjálslynd þjóð sem tryggir jafnrétti þegnanna, þetta sést á löggjöf um fæðingarorlof árið 2000 og svo lögum um málefni samkynhneigðra árið 2006. Þegar kemur að transsexúalisma er ísland langt á eftir, við höfum engin lög né reglur á meðan Svíþjóð hyggst endurbæta lög um transsexúalisma sem eru nú orðin 30 ára gömul! Islendingar geta ekki setið aðgerðalausir, hlutimir verða að breytast svo að þessi hópur fólks njóti fullra mannréttinda og sé gefinn kostur á jafn heilbrigðu og góðu lífi og þau sem era svo heppin að fæðast í réttu kynhlutverki. Heimildir 1 Homby, A. S.: Oxford Advanced Learner ’s Dictionary of Current English. Ritstj. Crowther, Jonathon. 5. útg. Oxford, 1995, bls. 1272. 2 „Transsexual“. Dictionary.com http://dictionarv.reference.com/ search?q=transsexual [Skoðað 13.09.2006] 3 Islensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. A-L. Ritstj. Mörður Ámason. 3. útg. Rvk., 2002, bls. 846. 4 Mannréttindahópur ELSA-Island: Mannréttindadómstóll Evrópu: Stefnumótandi áhrif á landsrétt! Þema: Dómar í málum einstaklinga sem hafa skipt um kyn. Mannréttindastofa Islands. Rit nr. 5. Rvk., 2000, 58 - Sagnir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.