Sagnir - 01.06.2007, Page 76
Áhrif kristniboðs á samfélag og menningu í Pókothéraði, 1978-2006
samkomur á sunnudögum svo hægt væri að prédika með aðstoð túlks.
Fyrsta samkoman var haldin í janúar 1979. A hana mættu tólf, allt
karlmenn. Þegar þeir voru inntir eftir því hvar konumar væru sögðu þeir
að fyrst myndu þeir hlusta á boðskapinn til að athuga hvort þeim líkaði
hann. Þá mættu konumar koma og hlusta. Þeim féll boðskapurinn í geð
og ákváðu þeir að óhætt væri að senda konumar á samkomu.13 Þetta
er gott dæmi um þá karlamenningu sem er á svæðinu. Konur hafa lítið
vald og em algjörlega háðar samþykki karlmanna á öllum sviðum. Hins
vegar er athyglisvert að hafa í huga að þessir fyrstu samkomugestir
kristniboðanna vom forvitnir um trú og siði aðkomumanna á svæðinu
og óskuðu sjálfir eftir fræðslu.
Frá því kristniboðsstarfið hófst í Cheparería árið 1978 hefur myndast
þar þéttbýliskjami. Upphaflega var í Cheparería lítil stjómunarmiðstöð
með einni húsaröð kringum markaðstorgið og ekki var hægt að versla
þar nema einu sinni í viku. Nú er þar þétt byggð og fjöldi skólanema
setur svip á bæinn. Kristniboðið byrjaði smátt en nú hafa myndast
öflugir söfnuðir á mörgum stöðum og kirkjur hafa verið byggðar. Starfið
óx svo hratt að byggja þurfti tvær aðrar stöðvar á svæðinu, í Kongelai
og Kapengúría.14
Kongelai er hreppur sem liggur aðeins nokkra kílómetra ffá
landamærum Uganda og búa þar um 20.000 manns. Arið 1980 vom
kristniboðamir beðnir að koma til Kongelai og hefja störf þar. Ahugi
heimamanna var mikill en kristniboðamir treystu sér ekki til að
koma oftar en einu sinni í mánuði. Mikill vöxtur var í starfinu svo
kristniboðar lögðu áherslu á að mennta sem flesta heimamenn til að
sinna leiðtogastörfum á ýmsum sviðum.15 Kristniboðið í Kapengúría,
höfuðstað Pókothéraðs, hófst árið 1983. Akveðið var að reisa
biblíuskóla og vom fyrstu námskeiðin haldin árið 1984.16 Námskeiðin
hafa verið mjög vinsæl í og árið 2005 vom haldin kvennanámskeið,
námskeið fyrir sunnudagaskólakennara, kórstjómendur og leiðtoga í
unglingastarfi kirkjunnar. Geta má þess að þar luku sautján nemendur
eins árs prédikaranámi haustið 2004.
Kvennanámskeið hafa gengið mjög vel og starfa margar konur í
kirkjuumdæmunum. I hverjum söfnuði hittast konumar vikulega þó að
margar búi við erfið kjör og mikla vinnu. Þær sækja þessi námskeið
til að fá fræðslu um kristna trú og til að fá hagnýta fræðslu sem nýtist
þeim í daglegum störfum. Oft hefur verið skortur á fjármagni til að
greiða ferðakostnað en konumar hittast þrátt fyrir það. Leiðtogar í
kvennastarfinu hafa sótt mörg hagnýt námskeið sem haldin hafa verið
í Fræðslumiðstöð kirkjunnar í Kapengúría. Eiginkonur prédikara
og presta sækja þau líka. Kennarar við Fræðslumiðstöðina em flestir
innlendir en einnig hafa norskir og íslenskir kristniboðar verið þar við
störf. Undanfarin misseri hafa verið miklar framfarir í menntunarmálum
og nú vill Háskólinn í Naíróbí bjóða upp á fjamám í Kapengúría. Óskað
hefur verið eftir að fá að nota kennslustofur Fræðslumiðstöðvarinnar
og bókasafnið. Vonir standa til að langtímasamningar náist.17 Af þessu
frelsi kristniboðanna til að mennta heimamenn á ólíkum sviðum má
ráða að stjómvöld samþykki störf þeirra. Það birtist meðal annars
í viðbrögðum Háskólans í Nairóbí sem kallar eftir samstarfi við
fræðslusetur kristniboðanna.
I nýlegri skýrslu frá kristniboðsstarfinu í Pókot kemur fram að
frá árinu 1979, þegar fyrsti Pókotmaðurinn var skírður, hafi um
11.500 einstaklingar verið skirðir. Þegar haft er í huga að fyrstu árin
vom aðeins tveir til fjórir íslenskir kristniboðar á 250.000 manna
svæði telst árangurinn umtalsverður. Auk kristniboðanna í dag starfa
tveir heimamenn sem prestar í Pókot en þeir hafa lokið fullgildu
guðfræðinámi. Þá starfa sex prestar sem lokið hafa styttra námi og fjórir
aðstoðarprestar eða djáknar sem mega skíra, auk fjölda prédikara sem
lokið hafa tveggja ára prédikunamámskeiði.18
Arið 2003 vom söfnuðimir í lútersku kirkjunni í Pókot orðnir 175 og
að auki em um 30 staðir þar sem boðun fer fram. í þau tæplega þrjátíu ár
sem íslenskt kristniboð hefúr verið í Pókot hafa miklar framfarir orðið
72 - Sagnir
Kirkjubekkur.
á ýmsum sviðum. Þær em meðal annars fólgnar í aukinni menntun á
sviði hreinlætis, sjúkdóma og heilsugæslu. Lífslíkur hafa aukist og
bamadauði minnkað. Heilsugæslustöðvar og skólar hafa veitt íbúum ný
tækifæri og opnað þeim nýja möguleika. Ymis gildi íbúanna hafa breyst
og hafa þau haft mikil áhrif á lifnaðarhætti og félagslega stöðu fólks. Til
að mynda hefúr staða konunnar breyst mikið þar sem hún var einskis
metin áður. Því má segja að áhrif kristniboðanna séu bæði trúarleg og
félagsleg.19
Það má ætla að fleira en trúin komi þama við sögu, enda er ljóst af
skýrslum kristniboða að rekja má aukninguna einnig til bætts heilsufars,
aukinnar menntunar og breyttra lifnaðarhátta. Ibúar virðast kunna að
meta hið almenna hjálparstarf sem fylgir kristniboði í dag.
Unnið er að því að minnka fjárhagslegan stuðning við kristniboðið um
10% á ári því áætlanir em uppi um að gera kirkjuna í Pókot fjárhagslega
sjálfstæða. Þjálfun stjómenda stendur yfir. I dag vinna kristniboðar
aðeins sem ráðgjafar og leiðbeinendur en em ekki bundnir við ákveðna
sókn.20
Viðhorf íslenskra kristniboða og
heimamanna til trúboðs og menningar
Ragnar Gunnarsson kristniboði hefúr starfað lengi í Kenýu. Hann
svarar gagnrýnisröddum um eyðileggingarstarfsemi kristniboða á
þann hátt að kristniboð hafi óhjákvæmilega breytingar í för með sér
og leggur áherslu á að honum finnist þær breytingar vera til góðs. Máli
sínu til stuðnings segir hann ffá þeim náungakærleik sem fólk fyllist
með kristinni trú, sem ekki hafi verið til staðar áður. Einnig nefnir
hann breytta stöðu konunnar hjá þeim ijölskyldum sem taka kristni.
Aður vom konur vinnukraftar, húsdýr og útungunarvélar en með
kristni læra karlmenn að virða konur sínar. Ragnar segir að gífúrlegar
breytingar hafi átt sér stað í Kenýu síðustu ár og að aðeins megi rekja
lítið brot til kristniboðanna.21 Athyglisvert er að Ragnar skuli benda á
að breytingamar í samfélaginu megi rekja til fleiri þátta en kristniboðs
og sýnir það að margir samverkandi þættir hafa áhrif á menningu, svo
sem aukin áhersla stjómvalda á menntun og heilsugæslu. Það verður
einnig að hafa í huga að þeir jákvæðu þættir, sem Ragnar telur upp,
svo sem náungakærleikur og virðing fyrir konum, em áhrifameiri en
Vesturlandabúar geta gert sér í hugarlund, einkum vegna hinnar ríkjandi
heimsmyndar um ill öfl, ótta og völd karlmanna í samfélaginu. Ef
þessar breytingar koma ró á huga manna og samfélagsins í heild hlýtur
það að vera til góðs, svo framarlega sem aðrir í samfélaginu ofsækja
ekki hina ný-kristnu fyrir villutrú. Ekki skal fullyrt að þetta sé allt verk
kristniboðanna en þar sem þeir em einir á svæðinu að boða þessi gildi
er ekki óhugsandi að þeir eigi þátt í þessum breytingum.
Fyrsti íslenski kristniboðinn í Kenýu, Skúli Svavarsson, sem
starfað hefur með hléum í landinu frá 1978 finnst staðhæfingin um að
kristniboðar skemmi menningu fáránleg. Þeir sem haldi henni fram
þekki ekki til nútímakristniboðs. Að hans mati vinnur kristniboð að því