Sagnir - 01.06.2007, Page 82

Sagnir - 01.06.2007, Page 82
íslenzkar Gramóphón-plötur Hcildarútgáfa á íslenskum 78 snúninga plötum 1910-1958. Heimild: Trausti Jónsson og Olafur Þorsteinsson: Skráyfir íslenskar 78 snúninga plötur. Mai 2006. Herhljómsveitir voru vinsælar og vel þekktar á fyrstu árum hljómplötuútgáfu á Norðurlöndunum og víðar; þess vegna voru gerðar fjölmargar upptökur með þeim. Þann 21. ágúst 1912 hljóðritaði hljómsveit Konunglega suður-skánska fótgönguliðsins, undir naíhinu Meissners Militár Orkester, íslenska þjóðsönginn. Meissner mun líklega vera stjómandi hljómsveitarinnar. Skandinavisk Grammophon A/S (hér eftir nefnt SG) í Kaupmannahöfn hefur líklega verið að huga að gerð hljómplötu fyrir íslenskan markað um þetta leyti. Arið 1912 eða 1913 kom platan svo á markað en lagið sem var sett hinum megin á plötuna, „Eldgamla ísafold" var væntanlega sótt í hljóðritunarsafh höfuðstöðva Gramophone Co. í London, því hljóðritunin hafði verið gefin út á öðra útgáfunúmeri undir nafhinu „God Save The King“ og var flutt af bresku herhljómsveitinni, The Coldstream Guard Band, hljóðrituð 24. febrúar 1911. Til að markaðssetja plötuna á Norðurlöndum og þá sérstaklega á Islandi voru titlamir hafðir á íslensku og hljómsveitimar fengu svo nafnið „Grammophon-Orkester, Kabenhavn." Pétur Á. Jónsson og fyrsta íslenska hljómplatan Þann 23. ágúst 1910 tók Pétur Á. Jónsson upp fyrstu íslensku hljómplötumar sem gefhar vom út. Þær vom teknar upp á vegum Skandinavisk Grammophon A/S í Kaupmannahöfn. Þennan dag söng Pétur inn á fjórar plötuhliðar sem bára upptökunúmerin 468ah, 469ah, 470ah og 471ah. Þijár af þessum upptökum vora gefhar út á grænum plötumiða undir vöramerkinu Gramophone Concert Record í 282000 útgáfuflokki (,,seríu“) fyrirtækisins en fyrstu þrír tölustafimir, 282, stóðu fyrir „male solo singing voice.“ Þrjár af þessum plötuhliðum, sem fengið höfðu upptökunúmer, voru gefnar út og þær vora í réttri röð: „Dalvísur," útgáfunúmer 282081, „Augun bláu,“ útgáfunúmer 282082 og „Gígjan" útgáfunúmer 282083. Ekki er vitað um efni plötunnar, sem ekki var gefin út, en hún bar upptökunúmerið 469ah. Möguleiki er að eitthvert laganna hafi verið tekið upp tvisvar og lakari upptakan sett til hliðar, en að mati höfundar er líklegra að misheppnuðum upptökum hafi verið fargað og þess vegna ekki gefið sérstakt upptökunúmer. Lögin vora gefin út hvert á sinni plötunni, það sem kallaðist á ensku „single sided record.“ Þá var ekki tekið upp á bakhlið plötunnar en þess í stað var þar upphleypt mynd af englinum „The Writing Angel“ sem strikar hljóðrákir með fjöður í hljómplötu og var vöramerki fyrirtækisins. Á seinni áram hafa aðeins fundist tvö eintök af „Dalvísum" en engin af hinum tveimur plötunum af þessari framgerð. Aftur á móti vora lögin líklega gefin aftur út 1911 en þá vora „Dalvísur“ og „Augun bláu“ sett saman á plötu og „Gígjan" sett á móti laginu „Þess bera menn sár“ sem Pétur hafði hljóðritað í febrúar 1911. Það ár var hætt að gefa út „single sided records." Karleric Liliedahl, fræðimaður og bókarhöfundur, segir að fyrst hafi verið farið að taka upp báðum megin á plötur, „tvíplötur" („double sided discs“), á Norðurlöndum árið 1908 og allar plötur þar sem aðeins var lag öðram megin hafi verið horfnar af útgáfulistum Gramophone Co. fyrir árið 1910. Það getur ekki staðist þar sem plötur Péturs vora teknar upp í ágúst það ár og komu út annað hvort í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Eftir því sem næst verður komist komu plötumar ekki í sölu á Islandi fyrr en snemma árs 1911 ef marka má eftirfarandi auglýsingu í ísafold í febrúar það ár: Islenzkar Gramóphón-plötur. Bókverzlun Isafoldar hefir fengið allmiklar birgðir af hinum margþráðu íslenzku gramóphónlögum, sem Pétur Jónsson hefir sungið: Fífilbrekka gróin grand. Gígjan. Augun bláu. Hver plata kostar 2 kr. Eftirspumin mikil. Því ráðlegast að hraða kaupunum. Allt bendir til þess að Gramophone Co. hafi bæði haft framkvæði að og borið allan kostnað af upptökunum því öll dreifing var á þeirra vegum. Þeir sem hugðu á verslun með þessar plötur hérlendis urðu að panta þær í gegnum Kaupmannahöfn. Þarlendir smásalar höfðu einnig þessar plötur á boðstólum. I Morgunblaðinu í nóvember 1913 má finna auglýsingu ffá dönskum heildsala sem bar yfirskriftina: „Sala beint frá stórbirgðunum,“ þar sem auglýst er mikið úrval af grammófónplötum á íslensku og viðskiptavinir beðnir um að senda pantanir út. Haustið 1911 fluttist Pétur Jónsson til Berlínar til að starfa við óperasöng. Árið eftir söng hann inn [áj níu plötur, 18 lög, þar í borg sem Skandinavisk Grammophon A/S i Kaupmannahöfh stóð fyrir, en Gramophone Co. hafði einnig útibú í Berlín. Tvær af plötunum voru teknarupp 16. april 1912 en hinar vora teknar upp 16. og 19. september. Ætla má að eftirspum hafi verið mikil eftir plötum Péturs þar sem fyrirtækið stóð fyrir svo umfangsmikilli útgáfu á söng hans. Pétur var ánægður með viðskipti sín við Skandinavisk Grammophon A/S. Höfundur hefur ekki undir höndum neinar heimildir sem gefa til kynna að fyrirtækið hafi gert skriflega samninga um störf Péturs. Pétur sjálfur minnist í ævisögu sinni á samning um 200 marka fyrirframgreiðslu varðandi þær plötur sem gerðar vora í september 1912 en sá samningur virðist hafa verið tilkominn vegna þess að Pétur var illa fyrir kallaður á upptökudag og félaus. Pétur fékk upptökunum frestað um einn dag og gat svo notað fyrirframgreiðsluna til nauðþurfta. „Grammófónninn var því einskonar hvalreki á fjöra Péturs" segir ennfremur í ævisögu hans. Heimskreppa og stríd, útgófuládeyðan 1933-1952 The economic devastation wrought by the Great Depression would have been bad enough, but the concurrent emergence of radio as the primary form of 78 - Sagnir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.