Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 83
Islenzkar Gramóphón -plötur
home entertainment
causes sales of
phonograph records to
plummet in the early
1930s.
Hér er vitnað í
Bandaríkjamennina Kurt og
DianeNauck, uppboðshaldara,
þar sem þau lýsa samdrættinum
í plötuútgáfu við upphaf
heimskreppunnar í heimalandi
sínu.
Víst má telja að tilkoma
Ríkisútvarpssins árið 1930
hafi haft mikil áhrif á íslenska
plötuútgáfu líkt og reynslan
hafði sýnt erlendis. Að
sjáfsögðu lék heimskreppan
-ÍL
1
-0-
-too <o r^-oo c
- cscs CS CSC-I CS CS CSC-4 CO COCO COCO CO COCO CO CO ’
einmgstort utver ogsamspi uejidariitgáfa á íslenskum 78 snúninga plötum eingöngu fyrir íslenskan markað 1910-1958.
þessara tveggja þátta hefur án jjeimn^; Plötuskrá Trausta Jónssonar og Ólafs Þorsteinssonar:
efa orðið hljómplötuútgáfu hér skrá yfir islenskar 78 snúninga plötur. Maí 2006.
á landi þungbært. Arið 1930
fékk Fálkinn tæknimenn hingað
til lands frá Columbia-útgáfufélaginu í Englandi til að hjóðrita plötur í
tilefni af Alþingishátíðinni. Afraksturinn var útgáfa á 40 plötum með
ýmsu efni. Tæknimenn ffá Columbia voru svo fengnir öðru sinni árið
1933, á vegum Fálkans en að frumkvæði Ríkisútvarpsins og í samvinnu
við stofnunina. Af upptökunum sem gerðar voru í seinna skiptið voru
gefnar út rúmlega 50 plötur. Óvíst er hvort þetta framtak hafi borgað sig
en plötusala dróst verulega saman um þetta leyti. Haraldur Ólafsson lét
hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu að sala á íslenskum plötum hafi
verið sáralítil á árunum 1933-1940 og þess vegna hafi plötusteypumótin
verið eyðilögð. Engar íslenskar plötur voru gefnar út sérstaklega fyrir
íslandsmarkað árin 1934 og 1935.
Kreppan á íslandi náði fram í hemám en langur tími átti eftir að líða
þar til plötuútgáfan næði sér á strik að nýju. Líkt og í fyrri heimsstyrjöld
vom engar íslenskar hljómplötur gefnar út fyrir íslenskan markað í
seinna stríði. Það vom einungis listamennimir Elsa Sigfuss og Stefán
íslandi sem gáfit út plötur í seinni heimsstyrjöld og þá aðeins fyrir
danskan markað en þar i landi áttu þau farsælan söngferil.
Plötuútgáfa í Danmörku var erfið í striðinu þótt útgáfan hafi verið
i nokkurri sókn framan af. Þegar leið á stríðið hrundi plötuútgáfan
og var hún nokkur ár að ná sér á strik að nýju. Þar kom einnig inn í
hráefhisskortur á efninu, „shellack-inu,“ og þurfti þess vegna, a.m.k. á
tímabili, að skila inn gamalli plötu til bræðslu þegar ný var keypt.
Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans, sagði í blaðaviðtali eftirfarandi;
„1933-1945 vom engar plötur gefhar út vegna kreppunnar og
styijaldarinnar, en eftir stríð hefur Fálkinn gefið út talsvert af plötum.“
Það er rétt að Fálkinn hafi ekki gefið út neinar plötur á þessu tímabili
en málið er bara að fyrirtækið setti ekki neinar plötur á markað fyrr en
1951. Fálkinn hafði fengið umboðið fyrir HMV árið 1946 og plötur
Guðmundar Jónssonar sem komu út árið 1949 á merkjum HMV vom
gefnar út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur með leyfi Fálkans.
Fálkinn hafði gefið út nokkrar plötur á merkjum HMV með Stefáni
íslandi, Maríu Markan og Karlakór Reykjavíkur á ámnum 1936-1938
en það mun hafa verið gert að tilstuðlan Ríkisútvarpsins og á þeim tíma
hafði Hljóðfæraverslun Katrínar Viðarumboðið fyrir HMV. Þess má geta
að árið 1946 höfðu samskipti útvarpsins og SG varðandi plötuviðskipti
gengið treglega, væntanlega vegna upplausnarástandsins í Danmörku
fyrst eftir stríð. í febrúar 1946 fékk útvarpsstjóri þau skilaboð frá SG að
Island heyrði nú beint undir höfðustöðvar Gramophon Co., í Englandi.
Fóm nú öll samskipti varðandi plötuútgáfu á merkjum HMV beint í
gegnum England.
Hlutdeild Ríkisútvarpsins í plötuútgáfu
Þótt leiða megi að því líkur að stofnun Ríkisútvarpsins hafi orðið
plötuútgáfu á íslandi erfið reyndist þessi aðalkeppinautur hinnar
íslensku hljómplötu einnig helsti velgjörðarmaður hennar. Sem fyrr
segir kom útvarpið snemma að plötuútgáfú þegar það hafði frumkvæði
og samvinnu við Fálkann um upptökur hér á landi árið 1933. Auðvitað
gat útvarpið ekki verið án hljómplatna því ekki var hægt að hafa
ótakmarkaðan lifandi tónlistarflutning.
Gögn úr skjalasafni útvarpsins benda til þess að útvarpið hafi
staðið fyrir þeim plötum sem gefnar vom út árið 1937 með Karlakór
Reykjavíkur. Þar sem Stefán íslandi söng hið fræga lag „Ökuljóð" með
Karlakór Reykjavíkur er ekki ólíklegt að útvarpið hafi einnig komið
að öðmm plötum Stefáns frá þessu ári. Sama ár söng María Markan
inn á plötur sem fyrir milligöngu útvarpsins vom gefnar út árið eftir.
Hér er vitnað í bréf Jónasar Þorbergssonar, útvarpsstjóra, til Maríu frá
árinu 1947, líklega varðandi plötur hennar sem teknar vom upp 1933 og
1937: „Nú hefir raunin því miður orðið sú, að því nær ekkert er til eftir
þig nema plötur þær, sem Ríkisútvarpið hefir í tvö skipti látið taka upp
og gefa út að vemlegu leyti á sinn kostnað."
Augljós skortur útvarpsins á íslenskum hljómplötum hefúr orðið til
þess að það hefur ákveðið að blanda sér enn frekar í útgáfúmál. Eftir
stríð fór útvarpið að huga að því að koma sér upp safni af hljómlist
á plötum. Arið 1947 hafði útvarpið uppi áform um umfangsmiklar
upptökur á tónlist, þá sérstaklega kórsöng og einsöng. Gögn úr
skjalasafni útvarpsins staðfesta að útvarpið var í samningaviðræðum
við fjölmarga listamenn, þar á meðal Stefán Islandi, Sigurð Skagfield,
Einar Kristjánsson og Karlakór Reykjavíkur. Fjöldi upptaka var gerður
og hafa þær líklega staðið yfir fram til ársloka 1948 en í desember það
ár falaðist útvarpið eftir samvinnu við Fálkann um útgáfu á plötunum.
Þar segir orðrétt í bréfi útvarpsstjóra stílað á Fálkann:
Eins og við höfúm margsinnis rætt um, er það ætlun
Ríkisútvarpsins að gefa út til sölu, innanlands og ef
til vill í útlöndum, sitthvað af þeim plötum, sem upp
hafa verið teknar hér í útvarpinu og kunna að verða
teknar upp í ffamtíðinni. Leyfi ég mér hér með að
Sagnir - 79