Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 87

Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 87
Þjóðminjasafni Islands er œtlað að kveikja áhuga á menningararfi Islendinga, ieiða til umræðu og sköpunar með samkennd og viðsýni og að vera vettvangur varðveislu, frœðslu, rannsókna og skemmtunar.' Þannig kemst Þjóðminjavörður að orði i inngangi leióarvísis að grunnsýningunni og nefnir einnig að safnið varóveiti „fjöregg” þjóðarinnar.2 Þó svo að þessiJjöreggssamliking kunni aó virðast dálítið fornfáleg og ætti frekar heima í rœðu frá 1944, þá er flest annað sem Þjóðminjavörður segir, ogþar með talin ofangreind klausa, ágœtlega ígrundað. Sömuleiðis það sem sýningarstjóri leggur til i sama leiðarvísi, þ.e. að sýningin „[felij í sér túlkun og endurmat samtímans á íslandssögunni og um leið á þvi hver við erum. ”3 Þarna er líkast verið að vísa til kenninga manna á borð við R. G. Collingn’ood um þaó að sjálfsskoðun og sjálfsþekkingfarifram með þvi að skoða fortiðina, að skilja hver við erum með þvi að skoða hvaðan við komum.4 Að velflestu leyti leysirgrunnsýninginþetta hlutverk sittmeð sóma, þó svo að stœrðarhömlur geri það að verkum að ekki er hœgt að sýna hvern einasta þátt íslandssögunnar, a.m.k. ekki með gripum. Nú kann það e.t.v. að sýnast einkennilegt að svara spurningum Itér i inngangi greinargerðar, en það er ekki markmið mitt að gera tteina heildræna efnislega úttekt á grunnsýningunni (þó eitthvaó verði imprað á því), lieldiir að taka fyrir tvo afar ólíka þœtti henttar, annar tœknilegur en hinit kennsltifrœðilegur. Þar sem iindirritaóur er gamall leikhústæknimaður til inargra ára, kemur tæknilegiþátturinn fyrst. Leiðandi Ijós Leikhústengsl safna, sýninga og setra verða æ meira áberandi með hverju árinu sem líður. Mönnum er ekki lengur talið það til tekna að hrúga saman fomum gripum undir flúorperum, hvort sem gripimir em í glerkössum eða ekki. Það þykir happadrýgra að hanna og skapa heildarsýn á sýningarsvæðinu, gera sýninguna aðgengilega, auðskiljanlega og reyna með ýmsum hætti að tengja safngesti við fortíðina. Menntaðir leikmyndateiknarar hafa í seinni tíð þótt afar heppilegir sýningarhönnuðir, því starf þeirra í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum kallar á sterka heildræna hugsun á því sem fyrir augað ber. Einnig hafa margir þeirra mjög þróaða rýmisgreind, sem þýðir að þeir eiga auðvelt með að sjá fyrir sér hvemig koma megi leiktjöldum, munum og fólki fyrir saman á einum stað, þannig að rýmið nýtist sem best. í safni þarf einnig að hafa í huga eðlilegt fólksflæði, þannig að teppur eða flöskuhálsar myndist ekki. í hópi leikmyndateiknara má nefna fólk eins og Siguijón Jóhannsson, Þómnni Sigriði Þorgrímsdóttur og Bjöm G. Bjömsson, en öll státa þau af áratuga reynslu í leikhúsum og öðmm miðlum, og þær safnasýningar sem þau hafa komið nærri hafa oftast talist mjög vel heppnaðar.5 Það sem þetta þau bera með sér inn í söfnin, fyrir utan það að geta skipulagt rýmið, er að þeim tekst yfirleitt að skapa tilfinningatengsl, þá annað hvort með hreinum leikmyndum (svo sem á Síldarminjasafhinu), leikhljóðum eða lýsingu. Síðastnefnda atriðið, lýsingin, þykir einnig heppileg í að skapa ákveðna „dramatíska” stemmningu á safni, svo og að leiða sýningargestinn um innviði þess. Þetta er gert á Þjóðminjasafninu, en á afar lágstemmdan hátt, þannig að gesturinn tekur vart eftir því. Á annars glæsilegri sýningu þykir mér vont hve salurinn er myrkvaður. Á ferð minni um neðri hæð sýningarinnar fannst mér ég stöðugt þurfa að draga frá gluggatjöldin. ... Kannski á það að vera hluti sjónrænna áhrifa sýningarinnar að hafa salinn svona dimman - eins konar tilvísun í hinar myrku miðaldir. Hin raunverulega Ljós, skuggar og lítið fólk Brjóstnælur, hliðarlýstar (sbr. skugga) þannig að fínlegt handverkið sjáist sem best. skýring liggur auðvitað í forvörsluskilyrðum sýningargripanna.6 Bæði og. Ég tel að þama era hönnuðir ekki bara að huga að því að halda sterku ljósi frá gripunum, heldur er ljósið notað til stýringar. Grannsýningin á neðri hæðinni er skipt upp í afmörkuð svæði eða bása, í eiginlegri tímaröð frá um 870 til 1600. Hvert svæði hefur afmarkaða lýsingu, en nokkuð skuggsýnt á milli þeirra, þannig að gestimir era leiddir frá ljóssvæði til ljóssvæðis, án þess að beinir vegvisar séu til staðar, framvinda sýningarinnar verður flæðandi og átakalaus.7 Ljósanotkun af þessu tagi er ekki einvörðungu til þess að stýra gestunum, heldur því á hvað þeir horfa, þ.e. bjartasta ljósið er ávallt á aðalatriðinu, því sem máli skiptir. Þetta er líkt og á leiksviði þar sem lýsing á leikara er ávallt örlítið meiri en á leikmyndinni, þannig að augu gesta leita ósjálfrátt til hans (þegar það á við). Það kann vel að vera að sumum finnist þetta menningarleg forræðishyggja, og vildu frekar geta horft hlutlaust á gripina og gert upp hug sinn um hvað er mikilvægt og hvað ekki, en ég tel að reynsla safnafólks sé sú að vel flestir gestir vilja láta stýra sér. Fyrir framan opin á lokuðu básunum (Miðaldakirkjan, Heklugosið, Svartidauði, Myndlist kirkjunnar) era síðan bjartir ljóspollar sem vísa gestum leiðina inn í þá, en margir básar grannsýningarinnar era myrkvaðir þar til gestir stíga inn í þá, en þá tendra hreyfiskynjarar ljósin. Þetta hefur dramatísk áhrif, afar heppileg, því fólki finnst það verða virkir þátttakendur þar sem nærvera þess lýsir upp sýningargripina.8 Sömu brögðum er einnig beitt víða um safnið og þá í myrkvuðum gripakössum, sem lýsast upp þegar maður þrýstir á hnapp, eða þarf að draga fram skúffu til að skoða innihaldið. Allt þetta á að stuðla að því að gesturinn skoði gripina af meiri áhuga, því það var gjömingur hans sjálfs sem dró þá fram í ljósið. Munkasöngurinn í Miðaldakirkjunni er einnig mjög áhrifaríkur, kannski full alvarlegur fyrir suma, en leggur samt sterka áherslu á þá helgi er ríkti yfir kirkjunni á miðöldum. Á þriðju hæð safnsins er formið síðan brotið upp, lokaðir básar hverfa að mestu og lýsingin verður dreifðari og jafnari yfir sýningarsvæðið, en með áherslum þó. Gripimir á efri hæðinni era sumir e.t.v. ekki jafn viðkvæmir fyrir ljósi og þeir á neðri hæðinni. Að lýsa upp foma gripi er einnig vandaverk, hvort sem þeir era bak við gler eða ekki. Ljósahönnuður verður að passa sig á að undirlýsa ekki gripinn þannig að hann verði ill sjáanlegur, en það má heldur ekki yfirlýsa hann, því burtséð frá einhverjum hugsanlegum skemmdum þá getur yfirlýstur gripur verið óspennandi á að líta. Sem dæmi má nefna brjóstnælur og aðra listgripi víkingaaldar sem era á neðri hæð Þjóðminjasafnsins. Hér hefur verið unnið af kunnáttu, gripimir hæfilega lýstir með mildri hliðarlýsingu sem dregur fram áferð þeirra og útskurð. Sagnir - 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.