Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 17
en sjávarmál um 20 km inn í landið, og innan við 200 m. h. aðra 20
km. Dalbotn Eyjafjarðardalsins nær hér um bil að syðstu mörkum há-
sléttunnar, sem þar jaðrar við Miðhálendið, í um það bil 900 m. h.
Svo má því heita, að hálendisbákn þetta, sé skorið þvert í gegn af Eyja-
firði og Eyjafjarðardal, hér um bil í stefnuna N—S.
Eyjafjarðarsvæðið liggur nálægt miðju Norðurlandi. Vindar af
Au, S og V hafa farið langan veg yfir hálendið, og eru því í flestum
tilfellum þurrir. Aðeins norðlægir vindar flytja með sér úrkomu, og
innst á svæðinu eru þeir einnig orðnir að miklu leyti þurrir. Þar er
því úrkoma lítil og loftslag mjög landrænt (kontinentalt) eftir því sem
gerist á íslandi.
Þegar á allt er litið er því auðséð, að hér á Eyjafjarðarsvæðinu er
valið tækifæri til að athuga breytileika hæðarmarkanna, og ólíklegt að
það sé nokkurs staðar hentugra á landinu.
Við völdum okkur fyrirfram nokkra rannsóknarstaði (punkta), með
sem jöfnustu millibili frá yztu nesjum, beggja megin fjarðarins til
innstu dala. Fjarlægðin frá yzta punktinum til þess innsta, var rúmir
100 km. Með þessu móti hugðumst við fá yfirlit um breytingar hæðar-
markanna rniðað við fjarlægðina frá úthafinu. Hinir raunverulegu
rannsóknarstaðir urðu þó í sumum tilfellur dálítið aðrir en þeir fyrir-
huguðu, enda þurfti að miða þá við aðstæður ýmsar. Eru þeir sýndir
á meðfylgjandi korti. (2. mynd.)
Eins og áður segir hófust rannsóknirnar snemma sumars 1963 og
var að mestu lokið það sumar. Fyrsta ferðin var farin á Súlur, þann
10. júlí en síðasta ferðin á Látraströnd, þann 15. ágúst. (Punktar 4—13.)
Veður til fjallaferða var mjög óhentugt, allan seinni hluta sumars-
ins, enda sumarið eitt hið kaldasta, sem komið hefur í manna minn-
um. Það snjóaði í háfjöllin í öllum sumarmánuðum, hiti var oftast
lítill og þokur tíðar. Tíðarfar þetta hamlaði mjög ferðalögum og at-
hugunum á hæðarmörkunum, enda fór það svo að við gátum ekki
lokið athugunum í útsveitunum þetta sumar.
Um haustið skildu leiðir með okkur, fór Hörður til náms í Þýzka-
landi, þar sem liann hefur verið síðan, en Helgi hélt áfram athugun-
um á hæðarmörkum næstu tvö sumur (1964 og 1965) og bætti við nýj-
um athugunarstöðum, aðallega í útsveitunum. (Punktar 1—2, 4 og
14-15.)
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir rannsóknarstöðunum og
leiðum þeim sem við fórum; dagsetningu, veðurskilyrðum o. fl. (Töl-
ur í svigum vísa til númeranna á kortinu, mynd 2.)
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 1 3