Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 20

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 20
eftir lienni uþp á fjallið, allt að mælingavörðu, nyr/.t og austast á Kerlingu, 1538 m. Á klettagarði austan við vörðuna fundum við nokkrar plöntur, og er það hæsti at- hugunarstaðurinn á Eyjafjarðarsvæðinu. Farið var af fjallinu ofan í skálina suð- austan í því og þaðan niður Finnastaðaöxl og síðan beina leið niður að Grund í Eyjafirði. Veður var ágætt þennan dag, sent betur fór. Látrakleifar, 15. ágúst 1963 (3). Gengið frá Látrum á Látraströnd, og suður og upp fjallshlíðina og upp á fjallshnjúk norðan Eilífsárdals, að mælingavörðu, 924 m. (Þar sem okkur er ekki kunnugt um nafn á þessurn hnjúk, höfum við kallað hann eftir Látrakleifum, sem eru þarna fyrir neðan, við sjóinn.) Af hnjúknum fórum við ofan í botn Eilífsárdalsins, og síðan niður eftir honum, og sömu leið til Látra. Veð- ur var mjög óhentugt til rannsókna þennan dag, niðaþoka og mikill nýsnjór í fjall- inu allt ofan í 300 m h. Þetta var síðasta ferð okkar á sumrinu, enda var hin mesta ótíð Jjað sem eftir var sumarsins og tók nýsnjó aldrei af fjöllum cftir jretta. Lúl (eöa Lúltir), 18. júli 1964 (1). Gengið frá Þönglabakka inn með fjallinu fyrst, en síðan upp í skál vestan í því, og ])aðan upp á fjallgarðinn norðantil, síðan suður eftir honum, upp í ca. 700 m h. Síðan sömu leið til baka niður í Þönglabakka. Veð- ur sæmilegt. SauÖaneshnjúkur, 30. júlí 1964 (4). Gengið frá Dalvík og upp í Karlsárdal. Þaðan var farið sunnan og vestan á fjallið, að mælingavörðu, 992 m. Þaðan niður í Sauða- nesdal og til Dalvíkur. Veður var sæmilegt. Háikambur (Súlur) við Siglufjörö, 7. ágúst 1964 (2). Gcngið frá Siglufjarðarkaup- stað inn eftir Hólsdal, og síðan upp hlíðina að vestan upp í Selskál og [jaðan upp á Háakamb, og spölkorn eftir honum, upp í ca. 730 m h. Þaðan niður í Skarðsdal og út hlíðina til Siglufjarðar. Veður var gott. Hólabyrða, Hjaltadal, 7. júli 1965 (14). Gengið frá Hólum upp í Gvendarskál og beygt Jjaðan norður fyrir fjallsöxlina inn í Heimari-Grjótárdal, og upp úr honum að austan upp á liáfjallið, að vörðu á vesturbrún, um 1200 m h. Farið svipaða leið til baka, nema beygt ofan í Víðinesdalinn og farið eftir honum niður að Víðinesi. Veður ágætt. Digrihnjúkur, Flateyjardalsheiði, 23. júli 1965 (15). Gengið frá sæluhúsinu í Heið- arhúsum, upp hlíðina, sem næst beina stefnu upp á hnjúkinn, og eftir suðurbrún hans, að hæsta toppinum, ca. 950 m h. Þaðan farið norður eftir fjallshryggnum, 2—3 km en síðan austur af fjallinu og niður með Syðri-Mógilsá fyrst, en beygt frá henni í miðjum hlíðum og haldið beint í Heiðarhús. Veður ágætt. Hliðarfjall við Akurcyri (8). Margar ferðir voru farnar í Hlíðarfjall og eitthvað at- huguð hæðarmörk í flestum þeirra (hin fyrsta 1962). Farið var að jafnaði austan á fjallið frá Skíðahótelinu, og sömu leið til baka. Því miður tókst okkur ekki að gera athuganir á hæstu tindunum í Vindheimajökli, Jjótt það hefði vissulega verið æski- legt. Aðferðin við hæðarmarkarannsóknirnar var í stórnm dráttum á Jressa leið. Á leiðinni upjj ljallið skrifuðum við upp, eða merktum inn á fyrir fram gerðan lista, allar háplöntutegundir sem fundust í 16 Flórct - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.