Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 71

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 71
SVEPPIR. (Pilze) Sveppirnir eru ófrumbjarga og í mörgum tilfellum ósjálfstæðar líf- verur. Líf þeirra er jafnan undir því kornið að aðrar lífverur, venju- lega grænar plöntur, búi í haginn fyrir þá. Þess vegna finnast sveppir að jafnaði ekki á gróðurlausu landi. Fyrirfram mætti því l)úast við því, að sveppaflóra fjallanna væri held- ur fáskrúðug. Svo er þó raunar ekki. í lautum og drögum fjallanna, þar sem vel er gróið, þýtur upp mikill fjöldi smávaxinna hattsveppa seinni part sumarsins, og yfirleitt er sveppagróðurinn mun ríkulegri í fjalllendinu heldur en í móum og mýrum láglendisins. Það er áberandi að sveppagróðurinn sækir í lautir og dældir, en einmitt þar er grasvíðirinn (Salix herbacea) oftast ríkjandi í gróðri. Er ekki að efa það, að flestar þessarra sveppategunda eru bundnar grasvíðinum með svepprót. Alls staðar þar sem grasvíðir vex er því að vænta sveppa. Flestir eru þessir fylgisveppir grasvíðisins af kynjunum Cortinarius og Inocybe, sem bæði eru mjög vandgreind í tegundir. Við það bætist enn fremur, að fjallasveppir hafa allt til þessa vakið litla athygli fræðimanna, og hafa sumar tegundirnar nýlega verið skil- greindar, en aðrar alls ekki. Nafngreining þessara sveppa er því erfið, og af þeim sökum verður að sleppa hér mörgum tegundum, sem ann- ars eru greinilegar fjallategundir, og vaxa langt ofan við 500 m h. sum- ar hverjar. I öðrum tilfellum verður að notast við bráðabirgðanöfn, sem búast má við að breytist, þegar þessi þáttur flórunnar verður ftar- lega kannaður. Sumarið 1963 var lítið sveppaár, sökum jrurrka og kaldrar veðráttu. í fyrstu ferðunum voru og engir sveppir vaxnir. Athuganir á hæðar- nrörkum sveppanna urðu því strjálar og ófullkomnar. Ur þessu bætir þó nokkuð, að fáeinar athuganir Itöfðu verið gerðar árið áður, og svo sumurin 1964 og 1965. Hér fer á eftir listi yfir hæðarmörk nokkurra sveppategunda við innanverðan Eyjafjörð. (Liste úber Höhengrenzen einiger Pilzarten.) 1. Leptoglossum lobatum. — Torfufell 1050 m, Gloppufjall 1000 m. 2. Galcrina clavata. — Torfufell 1050 m. Gloppufjall 1000 m. 3. Cortinarius alpinus. — Gloppufjall 1000 m. Kerling og Kaltlbakur 900 in. 4. Clitocybc lateritia. — Torfufell og Gloppufjall 1000 m. 5. Clitocybc vibecina — Gloppufjall 1000 m. fi. Omphalia hepatica. — Torfufell og Gloppufjall 950 m. 7. Stropliaria aeruginea. — Kerling 1000 m. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.