Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 85
Dælcl þessi virðist vera einskonar milliform yfir til gTasvíðidældarinn-
ar. Athugun þessi er við efstu mörk þess, sem ég hefi séð aðalbláberja-
dældina á Vestfjörðum.
í Hvanndölum við Eyjafjcirð eru dæmigerðar aðalbláberjadældir
mjög algengar eins og raunar hvarvetna þar í útsveitum, en bláberja-
lyng vantar þar víða. í einni slíkri dælcl voru þessar tegundir, o'g sýna
tölurnar áætlaða tíðni þeirra eftir Raunkjærs aðferð.
Aðalbláberjalyng (Vaccinium Myrtillus) . 10
bugðupuntur (Deschampsia flexuosa) . . 10
ilmreyr (Anthoxanthum odoratum) .... 8
litunarjafni (Lycopodium alpinum) .... 5
skollafingur (L. Selago) ................ 5
kornsúra (Polygonum viviparum)......... 3
undafífill (Hieracium sp.)............... 3
krækilyng (Empetrum) .................. 10
blágresi (Geranium silvaticum) ......... 9
ljónslappi (Alchemilla alpina).......... 7
smjörgras (Bartsia alpina)............. 5
fífill (Taraxacum sp.).................. 5
brennisóley (Rantinculus acris) ........ 3
hálíngresi (Agrostis tenuis)............ 2
í Úlfsdölum, vestan Siglufjarðar, var gróðurhverfi þetta mjög víða
í hlíðabrekkum og dældum, og var aðalbláberjalyng þar hvarvetna
drottnandi. Hinsvegar var þar ljóst, að hvenær sem snjórinn giynntist,
hvarf aðalbláberjalyngið að verulegu leyti, en þar varð krækilyng
drottnandi. Bláklukkulyng (Pliyllodoce coerulea) er þar allvíða svo um
munar, en það finnst hvergi á íslandi nema á skögunum við utanverð-
an Eyjafjörð, og á litlu svæði í Loðmundarfirði. En ljóst er, að hér
eins og í Skandinavíu fylgir sú tegund aðalbláberjasveitinni.
Þá skal hér lýst tveimur snjódældum, þar sem aðalbláberjalyng er
drottnandi, en það finnst hvergi þar í grennd, nema í slíkum dæld-
um. Fyrri dældin er fyrir ofan Bakkasel í Öxnadal í nálægt 430 m hæð.
Athugunin er gerð í gilskorningi, sem veit móti austri, þannig að kinn-
ungarnir snúa móti suðri og norðri. 6. mynd sýnir þversneið af gróðri
gilsins, sem er algróið. í suðurkinnungnum og neðst í norðurkinn-
ungnum er grashverfi (Graminé-sociation), merkt L Ríkjandi tegund-
ir eru: bugðupuntur (Deschampsia flexuosa) og ilmreyr (Antoxanthum
odoratum) en mikið ber á hálíngresi (Agrostis tenuis). Túnvingull
(.Festuca rubra) vex nokkuð ofantil í kinninni, en bugðupunturinn
verður drottnandi neðantil. Aðrar helztu tegundirnar eru: Ljónslappi
(Alchemilla alpina), maríustakkur (A. minor), smjörgras (Bartsia al-
pina), stinnastör (Carex Bigelowii), mýrelfting (Equisetum palustre),
blágresi (Geranium silvaticum), grámulla (Gnaphalium supinum),
fjandafæla (G. norvegicum), barnarót (Coeloglossum viride), vallhæra
(Luzula multiflora), mýrasóley (Parnassia palustris), lokasjóður (Rhin-
anthus minor), loðvíðir (Salix lanata), fjallasmári (Sibbaldia procum-
bens) og mýrfjóla (Viola palustris).
6
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 81