Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 103

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 103
Athugun þessi er gerð á Fljótsheiði suðaustur frá Víðikeri í Bárðar- dal í um 380—390 m hæð. Þar eru víðáttumikil svæði runnaheiðar með fjalldrapa (Betula naná), krummalyngi (Empetrum hermafroditum), loðvíði (Salix lanata), grávíði (S. glauca), sauðamerg (Loiseleuria pro- cumbens) og fleiri smárunnum. Ekki er ýkjasnjóþungt á heiðasvæði þessu. Víða í heiðinni eru dældir, misjafnlega djúpar, þar sem snjór liggur og leysingavatn leikur um lengur fram eftir vori en í heiðinni sjálfri. Sumt af þessu eru kringlóttir bollar, en annað rásir og lágar, sent vatnið rennur um allan leysingatímann. Hvárvetna í slíkum dæld- um verður breyting á gróðri, og því meiri sem dældin er dýpri. Fyrst í stað verður breytingin vissulega meiri í svip en samsetningu tegunda í félaginu. Annars er breytingin fólgin í því, að runnarnir hverfa en grös og grasleitar plöntur koma í þeirra stað. Fyrst hverfur fjalldrap- inn (Betula nana), og ef um nokkra verulega dæld er að ræða er hann alveg úr sögunni. Víðitegundirnar (Salix) og bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) hverfa að mestu en þurrkast ekki algerlega út, en krumrna-. lyngið (E. hermafroditum) heldur nokkuð velli um allar dældirnar, en minnkar mjög í vexti í hinum dýpstu þeirra og á þar sýnilega örðugt uppdráttar, sauðamergur (L. procumbens) heldur sér nokkuð niður eftir dældunum. Þær tegundir, sem ríkjandi verða þegar runnarnir hverfa eru stinnastör (C. Bigelowii) og grös (Graminéae), líkt og taflan sýnir. Þar eru stinnastör (C. Bigelowii) og týtulíngresi (A. canina) ríkj- andi bæði í svip og fleti. Fjallasmári (Sibbaldia procumbens) er og all- áberandi, þó að hann standi einkennistegund- ___ ^ unum að baki í tíðni. Krummalyng (E. herma- froditum) sýnir enn mikla tíðni en er svo smávaxið, að það sést lítt þegar litið er yfir landið. Dældin, sem athugunin er gerð í, er sýnilega farvegur leys- ingarvatns, hún er um 2 m breið í botninn, með nokkrum hliðafláa og víð- ast hvar allt að 2 m á dýpt. Rissið, 10. md., sýnir hvernig gróðurfélög- um er háttað í dældinni. Belti 1 er sú kinnin, sem veit mót suðri, þar er krummalyng (E. hermafroditum) ríkjandi. Mikið ber þar á ilmreyr (A. odoratum), túnvingli (Festuca rubra), týtulíngresi (A. canina) og 10. mynd. Dccld <i Fljótsheiði. 7* TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.