Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 6
Ragnar Kristján Agnarsson og systkini hans tvö freista þess að komast að sannleikanum um voveiflegan dauða bróður þeirra, Einars Þórs Agnars- sonar. Einar Þór fannst látinn ásamt Sturlu Steinssyni í bifreið við Daníels- slipp í Reykjavík 1. mars árið 1985. Opinber niðurstaða lögreglu á sín- um tíma var að um sjálfsvíg hefði ver- ið að ræða. Ættmennum Einars Þórs þykja þessar skýringar ótrúverðugar og benda, máli sínu til stuðnings, á að aðstæður á vettvangi bendi til þess að þriðji aðili hafi komið að dauða mannanna tveggja. „Við erum ekki að leita að sökudólgi eða að sækjast eft- ir því að einhverjum verði refsað. Við viljum fyrst og fremst komast að því hvað gerðist,“ segir Ragnar. Fá dæmi eru um að gömul mál séu opnuð að nýju og rannsökuð frek- ar hér á landi. Hin frægu mál Guð- mundar og Geirfinns voru tekin upp að nýju, en fljótlega lögð aftur á hill- una þar sem ekki þótti ástæða til þess að aðhafast frekar. Voveiflegur dauðdagi Þegar Einar Þór og Sturla fundust í amerískum bíl á köldum marsmorgni árið 1985 voru þeir báðir látnir. Sturla var í aftursæti bifreiðarinnar. Mold og ryk voru á fötum hans auk þess sem hann virtist hafa kastað upp blóði. Einar Þór var í farþegasæti bílsins. Föt hans voru hreinleg en lyktuðu af olíu. Hann hafði þá nýlega gengist undir aðgerð á öxl og var í fatla. Slanga hafði verið leidd frá út- blástursröri bifreiðarinnar og inn um glugga, farþegamegin. Einar lá með andlitið þétt upp að slöngunni. Segldúkur hafði verið breiddur yfir bifreiðina. Ragnar Kristján, bróðir Einars Þórs, hefur það eftir lögreglu- manni sem kom að rannsókn málsins á sínum tíma að vafi leiki á því að Ein- ar hafi getað legið svo þétt upp að út- blástursslöngunni vegna hita. Hann hefði átt að færast undan hitanum, jafnvel þó að hann væri ekki með fulla meðvitund. Ummerki um átök Ragnari var greint frá því eftir rannsókn málsins að endanleg dán- arorsök bróður hans hafi verið koltví- sýringsmettun í blóði. Hann telur að jafnvel þó að félagarnir hafi látist af þessum sökum bendi margt til þess að eitthvað annað hafi komið til. „Lögreglumaður tjáði mér að í til- viki Sturlu hefðu verið ummerki um kæfingu. Hann hafi kastað upp blóði sem fannst í fötum hans, og það hafi stafað af því að lungnapípur hafi sprungið,“ segir Ragnar. Honum var einnig greint frá því að moldin í föt- um Sturlu benti til þess að átök hafi átt sér stað. Sömu sögu var ekki að segja af Einari Þór. Föt hans voru hrein og engin augljós merki voru um átök. Ragnar bendir á að vegna aðgerðar á öxl hafi Einar í raun ekki haft neina burði í átök. Bíllinn var fjarlægður af vett- vangi, með mennina tvo ennþá inn- anborðs, til frekari rannsóknar hjá lögreglu. Ragnar seg- ir að engin ummerki á borð við fingraför eft- ir mennina tvo hafi fundist utan á bílnum eða á stýri og mæla- borði. Bíllinn var af Rambler-gerð og hafði verið stolið kvöldið áður frá verbúð í ná- grenninu. Misvísandi upplýsingar Greint var frá því þegar málið kom upp að mennirnir hefðu látist upp úr miðnætti eða árla morguns 1. mars árið 1985. Seinna kvisaðist út að til mannanna hefði sést á Kaffivagnin- um við Grandagarð á milli klukkan fimm og sex þennan morgun. DV ræddi við leigubílstjóra sem staðfesti þetta. Annar leigubílstjóri sem var á Kaffivagninum segist hafa átt orða- stað við Einar Þór. Hann segir félag- ana hafa verið að leita sér að bílfari. Systkini Einars Þórs telja að fyr- ir hendi séu nægar ástæður til þess að grennslast frekar fyrir um orsakir dauða hans. Þau hafa sótt um aðgang að gögnum málsins hjá embætti rík- islögreglustjóra. Ragnar greindi frá því í DV að í fyrstu hafi þau svör bor- ist frá ríkislögreglustjóra að engar upplýsingar væri að finna um Ein- ar Þór í gagnagrunni embættisins. Systkinunum var bent á að krufn- ingarskýrslur væru vissulega til, en þær væru ekki vistaðar hjá lögreglu. Vegna þess að um lögreglumál er að ræða er krufningaraðilanum, rann- sóknarstofu hjá Háskóla Íslands, óheimilt að veita öðrum en lögreglu aðgang að skjölunum. Þessar skýrslur hafa nú borist til ríkislögreglustjóra, en þar var Ragn- ari tjáð að hann fengi ekki aðgang að þessum skýrslum. Upplýsingar úr krufningarskýrslum eru lykilatriði í því að varpa frekara ljósi á dauðdaga Einars og Sturlu. Útistöður við glæpagengi Hjá embætti ríkislögreglustjóra fást þær upplýsingar að rannsóknin á dauða Einars Þórs og Sturlu hafi ver- ið með eðlilegum hætti. Páll Winkel aðstoðarríkislögreglu- stjóri segir að ættingjar Einars Þórs hafi þegar fengið aðgang að þeim skjölum sem eðlilegt og nauðsynlegt sé að þeir sjái. „Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur um einstök mál,“ segir Páll. Samtöl blaðamanns við aðila sem voru kunnugir undirheim- um Reykjavíkur á ní- unda áratugnum ýta frekar undir að ekki sé allt með felldu. Í glæpa- heimum Reykjavíkur á þessum tíma leiddu menn líkur að því að harðsvírað glæpagengi, sem kallað var Konnararnir, hefði átt aðkomu að dauða Einars og Sturlu og gekk sú kenning að Konnararnir hefðu átt eitthvað sökótt við Einar og Sturlu og byrlað þeim ólyfjan. Allar getgát- ur í þessa veru ættu þó að skýrast með aðgangi að krufningarskýrslum. Ragnar hefur áfrýjað ákvörðun ríkis- lögreglustjóra um að neita honum um aðgang að þessum skýrslum til ríkissaksóknara. „Þessir strákar voru engir englar og gætu vel hafa átt í útistöðum við einhvern,“ segir Ragnar. föstudagur 10. ágúst 20076 Fréttir DV Einar Agnarsson og Sturla Lam­ bert Steinsson fundust látnir í bif­ reið í Daníelsslipp árið 1985. Rann­ sóknarlögregla ríkisins r nsakaði álið og úrskurðaði að þeir hefðu framið sjálfsvíg. Ragnar Agnarsson, bróðir Einars, segir þá ekki hafa fall­ ið fyrir eigin hendi. Strax og Ragnar Agnarsson, bróð­ ir Einars, sk ðaði föt þeirra látnu fylltist hann grun um að ekki væri allt með felldu. Það var að morgni 1. mars 1985 sem þeir Einar og Sturla fundust látnir í bílnum í Daníels­ slipp. Búið var að breiða gráan segldúk yfir bílinn. Ragnar segir útilokað að þeir hafi gert það sjálfir. Ragnar er sannfærður um að einhver óþekkt­ ur maður hafi gert það og átt þátt í dauða tvímenninganna. Það er fleira sem Ragnar efast um í rann­ sókn lögreglunnar. Einar átti erfiða æsku, ólst upp á Kumbaravogi og síðar Breiðuvík. Þar sætti hann hrikalegum misþyrm­ ingum. Elvar Jakobsson segir í við­ tali, hér á opnunni, frá hluta þeirra misþyrminga sem Einar sætti. Einn­ ig að hann hafi hugsanlega þurft að þola nauðgun af hálfu manns þegar hann var á Kumbaravogi. Undarlegur dánartími „Ég hitti leigubílstjóra eftir að mér var sagt að Einar og Sturla hefðu tekið líf sitt. Hann var undr­ andi yfir þeirri fullyrðingu og sagð­ ist hafa verið með fimm öðrum bíl­ stjórum við Kaffivagninn seint hina afdrifaríku nótt, það er aðfaranótt 1. mars 1985. Öllum bílstjórunum bar saman um að ekkert virtist ama að þeim Einari og Sturlu,“ segir Ragn­ ar. Leigubílstjórinn er nú látinn. Samkvæmt rannsókn málsins létust Einar og Sturla um miðnætti, sem stangast algjörlega á við framburð vitna, að sögn Ragnars. Hann segir þá ekki hafa haft sjálfsvíg í huga þegar þeir hittu bíl­ stjórana um nóttina. Dularfullt blóð Að sögn Ragnars fékk hann föt þeirra eftir rannsóknina. Hann segir að grunur hans hafi vaknað fyrir al­ vöru þegar hann skoðaði fötin. „Ég sturtaði fötunum úr pokan­ um, föt Einars lyktuðu af bensíni en voru annars tandurhrein. Aftur á móti voru föt Sturlu blóðug, rifin og moldug líkt og hann hefði lent í átökum. Af þeim var ekki bensín­ lykt,“ segir Ragnar. Hann segir það greinilegt að þeir hafi ekki látið lífið saman eða á sama hátt. Ragnar hitti almennan lögreglu­ þjón sem hafði komið á vettvang daginn sem þeir látnu fundust. Hann sagði Ragnari að aðkoman í Daníelsslipp hefði verið undar­ leg. Helst vegna þess að búið var að breiða gráan segldúk yfir bílinn. Krufningarskýrslan „Þá fór ég til rannsóknarlög­ reglunnar í Kópavogi og var harð­ ákveðinn í að fá skýr svör um dauða bróður míns,“ segir Ragnar alvar­ legur í bragði. Hann segist hafa hitt lögreglumann og eftir nokkurt þóf á hann að hafa sagt við Ragnar að málið væri ekki jafn einfalt og það liti út fyrir að vera. Ragnar sagði honum það sem hann vissi um dúk­ inn og blóðið og spurði hvernig það hafi komist í föt Sturlu. „Þá las hann upp úr krufning­ arskýrslunni fyrir mig og þar stóð að blóðið væri þannig tilkomið að lungnapípur hefðu sprungið og Sturla gubbað blóði,“ segir Ragnar og bætir við: „Sturla var myrtur.“ Róandi lyf Þegar Ragnar vildi fá að vita um dánarorsök bróður síns neitaði lögreglumaðurinn að segja meira. Hann skýrði það með þeim rökum að Ragnar væri of nátengdur Ein­ ari. Aftur á móti sýndi hann Ragn­ ari lyfjaglas með róandi lyfi. Ragnar fullyrðir að það efni hafi ekki geta orðið þeim að bana, enda báðir vanir ýmsum efnum sökum óreglu. Að sögn Ragnars lyktaði samræð­ unum þannig að málið væri til rannsóknar og yrði áfram. „Endan­ leg dánarorsök var sú að þeir hafi látist vegna koltvísýringseitrunar,“ segir Ragnar um lok rannsóknar­ innar. Hann efast enn um að nið­ urstöður lögreglurannsóknarinnar séu þær réttu. Engar upplýsingar „Þetta var áfall fyrir mig,“ seg­ ir Ragnar um örlög bróður síns og Sturlu. Hann, ásamt systur sinni, hefur reynt að komast til botns í málinu. Í tuttugu ár hefur málið leg­ ið eins og mara á þeim og Ragnar vill fá svör. valur@dv.is DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 15 lítill og hugrakkur B inn v r y turÞorir ekki að treystaElvar ætlaði um tíma að verða bakari. Hann fór í nám í bakaríinu á Selfossi og segir að þar hafi systir fóstursystur sinnar á Kumbaravogi bjargað sér. „Ég var fimmtán ára unglingur og þessi unga stúlka, sem er fjórum árum eldri en ég, tók mig í hálfgert fóstur. Heima hjá henni lærði ég og við hana gat ég rætt allt milli him­ ins og jarðar. Ég sagði henni allt. Svo var mér hegnt á kvöldin fyrir að hafa ekki komið beint heim úr skól­ anum. Þessi kona gerði mér meira gagn en hana órar fyrir...“ Ást hans á dýrum jókst ef eitt- hvað var. Hann fór í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. „Þar lauk ég tveimur vetrum á einum og útskrifaðist sem búfræð­ ingur nítján ára að aldri...“ Þegar Elvar var 21 árs hafði hann leiðst út í drykkju. Einn dag tók hann ákvörðun. Hann ætlaði að loka á minningarnar með því að fara úr landi. „Mamma reyndi að stöðva mig, en ég hafði tekið ákvörðun. Hér á Íslandi gat ég ekki búið. Ég hóf nýtt líf, fyrst í Kaupmannahöfn, síðar í London og loks í Þýskalandi þar sem ég hef búið í áratugi. Fyrstu árin forðaðist ég að koma heim. Ég var í góðum störfum og mín flóttaleið var sú að vinna myrkr­ anna á milli. Með mikilli vinnu gat ég útilokað ljótu minningarnar frá Kumbaravogi. En ég hef aldrei ver­ ið sambúðarhæfur. Um leið og ein­ hver sýnir mér ást yfirgef ég við­ komandi. Ég þori ekki að treysta.“ Gleðst yfir rannsókn á barnaheimilum Elvar segist hafa átt góða ævi síðan hann yfirgaf Ísland árið 1979. Hann hefur komist í góðar stöður og í fjöldamörg ár var hann aðstoðarhótelstjóri á fimm stjörnu hóteli í Hamborg. Þar tók hann á móti mestu stórstjörnum verald- ar sem fengu aldrei að sjá bak við grímuna. Þær sáu bara einkenn- isklæddan, broshýran Íslending sem bar sig eins og lífið væri leik- ur einn. „Ég hef upplifað margt skemmtilegt og séð allan heim­ inn,“ segir hann. „Það er nefni­ lega mikilvægt og má ekki gleym­ ast að ég á fimm yndisleg systkini, föður og æðislega fóstursystur. Þetta er fólk sem ég virði mjög mikils. Þau hafa staðið mér við hlið og sýnt mér mikla ástúð og traust síðustu tuttugu árin. Án hjálpar þeirra og kærleiks hefði ég aldrei komist gegnum þessa martröð. Ég geri mér grein fyrir að ég þarf hjálp. Ég þarf hjálp til að ýta verstu minningunum upp á yfirborðið og drepa þær. Ég veit ekki hvort það sé hægt að hjálpa mér lengur. Ég er búinn að grafa þetta svo djúpt að ég held að eng­ inn nái minningunum upp úr þessu. Ég er farinn að fá martrað­ ir. Í öllum meðferðum festist ég í minningunni um nauðgunina. Ég skammast mín svo fyrir að hafa leyft að láta fara svona illa með mig. Að ég hafi þegið sælgæti fyr­ ir að láta nauðga mér. Ég á að vita að þetta var ekki mér að kenna. Ég var ókynþroska unglingur. En minningarnar hafa sótt að mér, bæði eftir að ég kom heim til Ís­ lands um síðustu jól eftir sex ára samfellda fjarveru, en sérstaklega nú síðustu daga þegar ég las um Breiðuvíkurmálið. Það gleður mig að sjá að ríkisstjórnin ætli að láta rannsaka hvað fór fram á barna­ heimilum Íslands fyrr á árum. Þar fór nefnilega ekki fram uppeldi, heldur ofbeldi og á þeim stað sem ég bjó lengst, vinnuþrælkun.“ annakristine@dv.is Einar Agnarsson Sturla Lambert Steinsson Ragnar Agnarsson „Þá las hann upp úr krufningarskýrslunni fyrir mig og þar stóð að blóðið væri þannig tilkomið að l ngnapíp- ur hefðu sprungið og Sturla gubbað blóði.“ Einar Agnarsson fyrir framan Kumbaravog „einar var minnstur og grennstur, en hann var sá hugrakkasti,“ segir elvar Jakobsson í viðtali við blaðið.„Ég skammast mín svo fyrir að hafa leyft að láta fara svona illa með mig. Að ég hafi þegið sælgæti fyrir að láta nauðga mér.“ Framhald á næstu síðu Unglingurinn Elli „Ég var hálfgert vandræðabarn held ég og þegar ég var í reykjavík áður en ég var sendur að Kumbaravogi, mætti ég til dæmis helst aldrei í skólann. Ég strauk inn að fáksheimili til að vera nálægt hestum.“ Lausir endar varðandi dularfullan dauðdaga Einars Þórs Agnarssonar og Sturlu Steinssonar valda því að fjölskylda Einars freistar þess að leiða sannleikann í ljós. Félagarnir fundust látnir í bifreið við Daníelsslipp í Reykjavík í mars árið 1985. Lögregla kvað að mennirnir hefðu svipt sig lífi. Ummerki um átök og sögusagnir um að harðsvírað glæpagengi hafi komið nærri dauða mannanna vekur ugg meðal ættingja Einars. Fá dæmi eru um að mál af þessu tagi séu tekin til rannsóknar að nýju. Leita sannLeikans SigtryggUr Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Einar Þór Agnarsson Einar og félagi hans sturla steinsson fundust látnir í bifreið við daníelsslipp. útblástur hafði verið leiddur inn í bílinn, en ýmislegt bendir til þess að dauðdagi þeirra hafi átt flóknari aðdraganda. föstudagur 13. apríl 200712 Fréttir DV Hver ber sekt falins sannleika?Ragnar Kristján Agnarsson Einar Þór Agn- arsson „Ég hef þagað yfir dauða bróður míns í tuttugu og tvö ár. Í kjölfar um- fjöllunar fjölmiðla af börnum sem voru vistuð á barna- og unglinga- heimilum ríkisins og ófyrirleitn- um starfsaðferðum barnaverndar- nefnda kýs ég að rjúfa þá þögn.“ Þannig farast Ragnari Kristjáni Agnarssyni orð. Dauði Einars Þórs bróður hans hefur hvílt á honum eins og mara. Í viðtali Vals Grett- issonar við Ragnar hér í DV um miðjan febrúar sagði Ragnar að hann efaðist um niðurstöður lög- reglurannsóknar á láti bróður síns og taldi hann og vin hans, Sturlu Steinsson, hafa verið myrta. Ragn- ar kýs að nafngreina ekki ákveðna einstaklinga í þessu viðtali: „Marg- ir þeirra eru látnir og geta því ekki svarað fyrir sig,“ segir hann til út- skýringar. „Frá því þetta viðtal birtist hef- ur Erna systir mín gert allt til að fá svör og hún lét líka gera leit hjá lögreglu og Þjóðskjalasafni á árun- um 2005-2006,“ segir Ragnar. „Hún fór á Borgarskjalasafnið 6. mars og bað um allar upplýsingar um Ein- ar bróður. Henni var sagt að svar myndi berast eftir tíu daga. Það svar er ekki enn komið, einum og hálf- um mánuði síðar.“ Engar upplýsingar skráðar í gagnagrunn lögreglu En það er ekki það sem Ragnari ofbýður og fær hann til að segja sög- una alla hér. Það er svar Ríkislög- reglustjóra um að engin gögn um Einar Þór Agnarsson sé að finna í miðlægum gagnagrunni lögregl- unnar. Einar Þór var 25 ára þegar hann lést. „Í bréfinu, sem er dagsett 19. mars síðastliðinn segir ennfremur að það sé ekki að sjá að Einar Þór hafi verið skráður í þá gagnagrunna sem lögreglan vinnur með á lands- vísu. Erna systir mín bað jafnframt um krufningarskýrslu, en í bréfinu kemur fram að þær séu ekki vistað- ar hjá lögreglu nema í þeim tilvik- um sem opinber rannsókn á and- láti fer fram.“ Dánarstund: Miðnætti. Kaffivagninn: Sex tímum síðar Við hverfum aftur til ársins 1985 og Ragnar segir okkur sína hlið málsins – hvers vegna hann telur dauða bróður síns hafa borið að með óeðlilegum hætti. „Hinn 1. mars árið 1985 fund- ust Einar Þór bróðir minn og vinur hans, Sturla Steinsson látnir í bifreið vestur í Daníelsslipp. Dánaror- sök var sögð vera vegna útblást- urs bifreiðarinnar og dánartími sagður vera um miðnætti. Mér voru færð tíðindin föstudaginn 1. mars og sagt að Einar bróðir og Sturla hefðu svipt sig lífi síðla kvöldið áður eða snemma næt- ur. Sama dag hringdi í mig vin- ur minn, sem er leigubílstjóri og sagðist þurfa að tala við mig. Ég sagði honum að ég gæti ekki hitt hann þar sem ég hefði rétt í þessu verið að fá fregnir af and- láti bróður míns og vinar hans. „Varla var það í nótt?” sagði þá vinur minn. Þegar ég svaraði ját- andi sagði hann það nú skrýtið því hann hefði hitt þá á Kaffivagninum klukkan sex um morguninn. Um það gætu fimm aðrir leigubílstjórar borið vitni. Þeir voru aldrei spurðir og sumir þeirra eru enn á lífi.“ Krufning að beiðni lögreglu Ragnari var eðlilega brugðið við fregnirnar og hélt til móður sinnar þar sem þau áttu saman kyrrðarstund. „Ég var nýkominn til móður okk- ar þegar þangað kom rannsóknar- lögreglumaður í þeim tilgangi að fá heimild móður minnar fyrir krufn- ingu á Einari. Mamma hafnaði þess- ari málaleitan, enda í áfalli eftir son- armissinn. Hún hafði þá þegar fengið skýringar lögreglu á dánarorsök, sem sé útblásturs frá bílnum. Lögreglu- maðurinn sagði þá að hér væri aðeins um formsatriði að ræða, krufning myndi fara fram að beiðni lögreglu. Kastaði hann kveðju á okkur og hvarf á braut.“ Ragnar taldi það standa sér næst að hafa samband við lögreglu þar sem Einar Þór hafði búið hjá hon- um. „Strax eftir helgina fór ég á fund Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem þá hafði aðsetur suður í Kópavogi,” segir hann. „Mér var þar vísað til þess rannsóknarlögreglumanns sem hafði fengið mál þeirra Sturlu og Ein- ars bróður til úrvinnslu. Ég spurði þennan mann hvað hefði gerst en fátt var um svör, enda málið nýtt og rannsókn á frumstigi. Lögreglumað- urinn sagði mér þó að hann gæti full- yrt að Sturla hefði verið einstæðing- ur og útför hans færi fram í kyrrþey á kostnað lögreglu. Ég bað þá leyf- is um að fá að annast útför hans, þar sem þeir vinirnir Sturla og Ein- ar bróðir minn hefðu endað líf sitt saman og því eðlilegt að þeir fengju hinstu kveðju saman. Var mér veitt það leyfi.“ Fósturmóðir og fjölskylda „einstæðingsins“ Að höfðu samráði við móður sína fór Ragnar á fund séra Árelíus- ar Níelssonar sem þá hafði látið af prestsstörfum vegna aldurs. „Séra Árelíus samþykkti að ann- ast útförina, en bað mig að leita frekari upplýsinga um Sturlu Steins- son. Hann sagði að svo ungur mað- ur væri ekki einn á farvegi lífsins og benti mér á að fara á fund presta við Landakotskirkju, þar sem vísar væru upplýsingar, því Sturla hefði við barnaskírn sína verið nefndur Lambert að millinafni og það væri kaþólsk skírn.“ Ábending séra Árelíusar reyndist rétt. Þegar Ragnar kom á fund prests við Landakotskirkju varð presturinn mjög sleginn yfir andláti Sturlu. „Hann sagði mér hverjir foreldr- ar Sturlu hefðu verið. Þau voru bæði látin en höfðu verið gott fólk og virt. Móðir hans hefði veikst og látist þegar Sturla var enn ungabarn en frá tveggja ára aldri hefði hann átt fósturmóður, sem væri á lífi. Ég fór af fundi prestins að heimili fóstur- móðurinnar og tilkynnti henni um andlát fóstursonarins. Þá voru ekki nema um þrjár klukkustundir fram að kistulagningu. Áfall fósturmóð- urinnar var svo gríðarlegt að hún treysti sér ekki til að vera viðstödd kistulagninguna. En þarna komst ég að því að Sturla átti sannarlega fjölskyldu og vini.“ Daginn eftir fór útför vinanna fram frá Fossvogskapellu. Kirkjan var full út að dyrum af ungu fólki. „Í líkræðu sinni lagði séra Árelíus út frá „æskunni“,” segir Ragnar og bendir á að árið 1985 hafi verið nefnt „Ár æskunnar“. „Dagana eft- ir útförina heimsótti ég fósturmóð- ur Sturlu oft, en í síðustu heimsókn minni ásakaði hún mig um að hafa farið offari, tekið úr hennar hönd- um greftrun Sturlu, valið prest og greftrunarstað og tekið með þeim hætti af henni móðurlegar skyldur. Ég reyndi að segja henni á eins var- færinn hátt og mér var unnt af þeim kosti sem lögreglumaðurinn hefði gefið mér. Þá fór hún í hirslur Sturlu og sýndi mér bréf til sonar hennar sem sönnuðu að lögreglu hefði átt að vera fullkunnugt um skjól hans hjá henni.“ Tveir svartir sekkir Það sem hrjáir Ragnar enn þann AnnA KRiSTinE blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is Fyrirspurn Ernu Agnarsdóttur til Borgarskjalasafns 6. mars síðast liðinn „Borgarskjalavörður segist ekki geta tjáð sig um málið.“ Beðið eftir bréfi Borgarskjalasafn lofaði Ernu agnarsdóttur svari eftir 10 daga þann 6. mars. Það svar hefur enn ekki borist þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. Hún fær þau svör að leitin sé svo „yfirgripsmikil“ Bróðir í leit að sannleikanum „allar skýrslur og rannsóknar- skýrslur sem málið varðar hafa „týnst“ og lögreglan skuldar skýringar,“ segir ragnar Kristján agnarsson sem enn bíður eftir að lögreglan hafi samband við hann - 22 árum eftir sviplegan dauða bróður hans. Af útliti fatnaðarins mátti merkja að þess- ir ungu menn hefðu ekki látist af sömu or- sökum, ekki saman og ekki á sama andartaki. DV-MYnD ÁSGEiR DV Fréttir föstudagur 13. apríl 2007 13 dag í dag er hvort skýringar hans á íhlutun hans við útför Sturlu hafi skilað sér til allra ættingja hans. „Það er mér áfall að vita ekki hvort skilningur hafi verið fyrir hendi á gjörðum mínum. Þegar ég kvaddi fósturmóður Sturlu tók sú heiðurskona það loforð af mér að ég kæmi aftur. Það loforð sveik ég. At- vik næstu daga sýktu hug minn og hjarta á þann hátt að slíkt var ekki hægt að bera fram við syrgjandi móður.“ Það sem olli Ragnari slíku hugar- angri voru fregnir þess efnis að vett- vangur umhverfis staðinn sem lík Einars Þórs og Sturlu fundust á hafi verið „undarlegur”. „Mér bárust þær upplýsingar meðal annars frá lögreglumönnum sem störfuðu hjá Reykjavíkurlög- reglunni,“ segir hann. „Mér var sagt að búið hefði verið að breiða segl yfir bílinn áður en lögreglan kom á vettvang. Það sér það hver maður að það hefðu þeir ekki getað gert sjálfir, látnir inni í bílnum. Mér var sagt að bíllinn hefði verið fjarlægður af vett- vangi með hinum látnu innanborðs og þeir síðan teknir úr bílnum í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfis- götu. Vettvangurinn var með öðrum orðum ekki rannsakaður. Um svipað leyti, þegar ég var enn að meðtaka þessar fréttir, bárust mér í hendur tveir svartir sekkir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Innihald þeirra reynd- ust vera föt þeirra Einars og Sturla. Af útliti fatnaðarins mátti merkja að þessir ungu menn hefðu ekki látist af sömu orsökum, ekki saman og ekki á sama andartaki. Af fötum Sturlu var óvanalega fersk lykt, en þau voru rifin, moldug og mjög blóðug. Föt Einars bróður míns lyktuðu af olíu en voru samt sem ný og vel hrein. Í pokanum fylgdi einnig fatli Einars, sem minnti á að hann hafði nýver- ið verið í axlaraðgerð þar sem bein var fært úr mjöðm í öxlina. Bæklun hans útilokaði að hann hefði getað átt í meiriháttar átökum...“ Neitað um upplýsingar um dánarorsök Með fötin í höndunum hrundi veröldin. Ragnar vissi að hann hefði verið leyndur mikilvægum upplýsing- um. „Ég fór aftur á fund rannsókn- arlögreglunnar, uppfullur af sorg og reiði. Þar krafðist ég skýringa og svara og var vísað til sama rannsókn- arlögreglumanns og fyrr. Hann við- urkenndi þá að Sturla og Einar bróðir minn hefðu ekki „látið lífið fyrir eig- in hendi“ og sagði orðrétt að „úr því að ég vissi svona mikið, skyldi mér Drukku kaffi á Kaffivagninum Nokkrir leigubílstjórar sáu Einar Þór og sturlu á Kaffivagninum nokkrum klukkustundum eftir að lögreglan segir þá hafa látist. Rannsóknarlögreglan tjáði Ragn- ari Kristjáni Agnarssyni að Einar Þór, bróðir hans og Sturla vinur hans hefðu svipt sig lífi um miðnætti eða snemma um nóttina aðfararnótt 1. mars 1985. Tímasetning stenst ekki. Nokkrir leigubílstjórar hittu vinina um nóttina. „Já, ég get staðfest það að ég sá Einar á Kaffivagninum þessa nótt,“ sagði leigubílstjóri sem enn er við störf en kýs að njóta nafnleyndar. „Hann fékk sér kaffi á Kaffivagninum þar sem við vorum nokkrir leigubíl- stjórar. Á þessum tíma opnaði Kaffi- vagninn klukkan fjögur á nóttunni og einhvern tíma á því bili milli fjög- ur og sjö sá ég hann. Síðan eru liðin tuttugu og tvö ár þannig að ég treysti mér ekki til að tímasetja þetta nán- ar, en að minnsta kosti voru þeir á lífi þarna í dagrenningu. Með Einari var ungur maður sem ég vissi ekki deili á, en ég vissi hver Einar var,“ segir leigubílstjórinn og staðfestir þar með það sem Ragnar Kristján Agnarsson segir í viðtali við DV í dag. Dánar- stundin „um miðnætti eða snemma um nóttina“ stenst því ekki. Leigubíl- stjórarnir voru ekki yfirheyrðir. TímaseTning sTensT ekki sagt...“ Hann las upp úr skýrslu þar sem sagði að Sturla hefði látist úr kæfingu, lungnapípur hefðu sprung- ið og hann ælt blóði. Bætti hann við að það væri skýringin á blóðinu í fötum Sturlu.Hann sagði mér jafn- framt að Sturla hefði látist í átökum. Um dánarorsök Einars bróður míns neitaði hann að upplýsa mig „að svo komnu máli“, þar sem ég væri honum of nákominn. Þessu næst hafði hann einhver orð um rannsóknarniður- stöður blóðrannsókna þar sem í ljós kom óverulegt magn áfengis í blóði þeirra. Fleiri markvissum spurning- um mínum vék hann sér undan að svara „að svo komnu máli“ og sagði það ekki venju að svara spurningum meðan rannsókn stæði yfir. Í þess- ari heimsókn bað hann mig að fara ekki hátt með þær upplýsingar sem ég hefði.“ „Einþáttungur lúins lögreglu- manns“ Ragnar hlýddi þeim fyrirmæl- um en þegar hann fór að lengja eftir svörum frá lögreglunni leitaði hann til hennar enn á ný. „Rannsóknarlögreglumaðurinn sýndi mér þá töfluglas sem hann kallaði „dóp“ og sagði mér að glas- ið hefði fundist í bílnum. Glasið var greinilega merkt og ég man enn nafn þess sem lyfinu hafði verið ávísað á og að glasið hafði innihaldið róandi töflur. Rannsóknarlögreglumað- urinn sagði mér að fólk hefði ver- ið kallað til yfirheyrslu vegna máls- ins og nafngreindi þá einstaklinga. Hann sagði mér að málinu væri ekki lokið og yrði ekki lokað og lét mig vita að með því ónæði sem ég væri að valda væri ég að taka frá honum dýrmætan tíma. Slíkt væri óþarfi, það yrði haft samband við mig. Mín upplifun var sú að ég hefði horft og hlustað á einþáttung lúins lögreglu- manns.“ Ragnar segir að sér hafi verið ráð- lagt að sýna rósemd og þagmælsku. „Mér var bent á að bróður minn fengi ég ekki aftur og hefði eitthvað misjafnt átt sér stað væru líkur á að þögn okkar mannanna væri þung refsing þeim sem bæri sekt falins sannleika.“ börn vistuð á allt að átta stöðum Svanhildur Bogadóttir Borgar- skjalavörður segist ekki getað tjáð sig um fyrispurn Ernu Agnarsdótt- ur. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, en við erum á fullu að vinna úr þeim mikla fjölda fyrirspurna sem borist hafa vegna vistana barna á vegum Reykjavíkurborgar á árum áður,“ segir Svanhildur. Alls hafa á fjórða tug óskað eftir upplýsingum um vistun sína á vegum hins opin- bera á árunum 1950 til 1975. Erna segist hafa fengið þau svör hjá Borgarskjalasafni þegar hún sendi inn fyrirspurn sína að það tæki tíu daga að vinna úr henni en nú sé liðinn mánuður án þess að hún hafi fengið neinar upplýsing- ar aðrar en þær að leitin sé mjög umfangsmikil og því tímafrek. Svanhildur segir að misjafnlega flókið sé að vinna úr fyrirspurnum. „Sumir hafa verið í stuttan tíma í vistun og eru mál þeirra tiltölu- lega einföld. Önnur mál eru mun flóknari og tekur því lengri tíma að afgreiða þau. Sum börn hafa ver- ið vistuð á allt að sex til átta stöð- um,“ segir Svanhildur. Hún segir að markmiðið sé að veita fólki sem besta þjónustu.“Við höfum haft virkilegt átak í leit að upplýsing- um,“ segir hún. „Þetta eru allt að fimmtíu ára gömul mál og við þurf- um að leita upplýsinga á mörgum stöðum,“ bendir hún á. Hún segir að flestir þeirra sem leitað hafi til Borgarskjalasafn sé fólk sem hafi verið í Breiðuvík. Það óski eftir upplýsingum um dvölina þar og aðdragandanum að því að þau voru send þangað. „Fólk á rétt á því samkvæmt upplýsingalögum að fá aðgang að þeim upplýsing- um sem til eru um það,“ segir hún. Hún segir það misjafnt hvaða upplýsinga fólk er að leita. Flest vilji þó fá að vita hver aðdragand- inn hafi verið að því að þau hafi verið send í vistun og á hvaða stöð- um þau hafi dvalið og hvað finnist um dvölina. Ljótleika sáð í sálir barna Aldrei var haft samband við Ragnar og það var ekki fyrr en Erna systir hans fór að krefjast svara í marsmánuði að eitthvað gerðist. „Tuttugu ára þögn minni lauk í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla í árs- byrjun um barnaheimili fyrri tíma, enda dvaldi Einar bróðir minn bæði í Breiðuvík en lengst af á Kumbaravogi,“ segir Ragnar, sem lítur málið allt öðrum augum nú en fyrir tveimur mánuðum þegar DV hafði fyrst samband við hann. Hann segir sannleikann verða að koma í ljós. „Starfsaðferðir barnaverndar- nefnda leiddu af sér alvarlegar af- leiðingar og ófyrirséðan ljótleika sem sáð var í sálir þeirra barna sem voru vistuð á barnaheimilunum. Þær afleiðingar vara allt frá vöggu til grafar. Í tilfelli Einars bróður míns finnst mér málið toppað með bréfinu frá Ríkislögreglustjóra. Embætti lögreglu hefur það sér eitt til réttlætingar að búa við annað skipurit og endurnýjun mannafla á þeim tuttugu og tveimur árum sem liðin eru frá umræddum atburði. Það firrir embættið þó ekki hús- bóndaskyldum þar sem ljóst er að rannsóknarlögreglumaðurinn sem ég ræddi við starfaði ekki sjálfstætt. Með brögðum var allt ferli um and- lát Sturlu falið af lögreglu og dán- arorsök Einars Þórs hefur ekki ver- ið skýrð. Ég ítreka að lögreglumaðurinn sem kom til móður minnar sagði að krufning myndi fara fram, með eða án hennar samþykkis. Krufnings- skýrslan liggur því einhvers staðar – en hvar? Allar skýrslur og rann- sóknarskýrslur sem málið varðar hafa „týnst“ og lögreglan skuldar skýringar. Að mínu mati var tekin röng afstaða af æðstu mönnum lög- reglu gagnvart liðsheild hinnar al- mennu lögreglu og lögreglan skuld- ar okkur ættingjum og vinum Sturlu og Einars Þórs afsökunarbeiðni.“ Svarbréf Ríkislögreglustjóra 19. mars 2007 „í miðlægum gagnagrunni lögreglu eru engar upplýsingar til um bróður yðar og ekki að sjá að hann hafi verið skráður í þá gagnagrunna sem lögreglan vinnur með á landsvísu“ er meðal þess sem kemur fram í svari ríkislögreglustjórans. „Bæklun hans útilokaði að hann hefði getað átt í meiriháttar átökum...“ 13. Apríl ragnar er bróðir Einars Þórs. Hann hefur að undanförnu freistað þess að fá í hendur skýrslur og gögn um málið frá lögreglu en gengið illa. Hann segir að mikilvægast sé að finna út hið sanna í málinu. Ekki sé verið að leita að sökudólgi. „Þessir strákar voru engir englar og gætu vel hafa átt í útistöðum við einhvern.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.