Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 46
Þorskhnakki með íslenskum kartöflum
föstudagur 10. ágúst 200746 Helgarblað DV
U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s
&Matur vín Karaflagóður drykkur verður ennþá betri ef hann er borinn fram í fallegri karöflu. Þessa fallegu karöflu, sem minnir á sól og sumar, rákumst við á hjá Kokku á Laugavegi og hún gæti sómt sér vel í sumarboðinu hvort sem borinn er fram góður ávaxtasafi eða létt vínblanda
Einar Gústavsson, yfirmatreiðslumaður á Einari Ben. MeistarinnSól í fallegu glasiSól, sól skín á mig
3 cl ljóst romm
3 cl galiano
3 cl appelsínu-
safi
Vodki (slurkur
fyrir þá allra
hörðustu)
sprite
Klakar
aðferð:
Hristið áfengið og appelsínusafann í
klaka og fyllið upp með sprite.
Steiktur þorSkhnakki
borinn fram með íSlenSkum
kartöflum, gulrótakremi,
klettaSalati og tómat/vierge
SóSu
þorSkur:
l 800 gr þorskhnakki
l Maldon-salt
l svartur pipar
l Ólífuolía
Steikið þorskinn vel á annarri hlið-
inni, kryddið með salti og pipar og
klárið svo í ofni á 180°C í 5 mín.
íSlenSkar kartöflur:
l 300 gr. íslenskar smælkikartöflur
l smjör
l Maldon-salt
l svartur pipar
Skerið kartöflurnar til helminga
og steikið á pönnu upp úr smjöri,
þar til smjörið fer að brúnast. Látið
þá kartöflurnar í ofn í um 20 mín. á
180°C. Kryddið eftir smekk
gulrótakrem:
l 100 gr gulrætur
l 1 stk laukur
l 1 hvítlauksgeiri
l 30 ml rjómi
l 10 gr smjör
l Maldon-salt
l svartur pipar
Afhýðið grænmetið og skerið í
litla bita, leggið allt grænmetið í pott
og sjóðið varlega þar til gulrætunar
eru orðnar mjúkar. Setjið því næst
allt grænmetið í blandara eða mat-
vinnsluvél og maukið vel. Kryddið til
eftir smekk.
klettaSalat:
l 1 poki klettasalat
l 1 msk. ólífuolía
l Maldon-salt
Skolið salatið vel og þerrið. Setj-
ið salatið í skál og veltið upp úr olíu
og salti
tómat/vierge SóSa:
l 16 stk. kirsuberjatómatar
l 1 stk. skalottlaukur
l ½ hvítlauksgeiri
l 1 msk. balsamikedik
l 50 ml ólífuolía
l 50 ml jómfrúarolía
l 2 lítil búnt steinselja
l 1 lítið búnt basilíka
l Maldon-salt
l svartur pipar
Bakið tómatana í ofni við 180°C í 5
mín., skerið laukinn og steinseljuna
smátt og blandið öllu saman. Krydd-
ið eftir smekk.
Einar Gústavsson útskrifaðist
árið 2000 frá Hótel- og
matvælaskólanum eftir að
hafa lært á Hótel Loftleiðum.
Í kjölfarið fór hann að vinna á
veitingastaðnum Apótekinu
þar sem hann starfaði í fimm
ár. Eftir það starfaði Einar
meðal annars á Hótel Eddu
og í Iðusölunum og nú síðast
á veitingastaðnum Hjá Sigga
Hall á Óðinsvéum en þar
starfaði hann sem kokkur í
eitt ár þar til hann tók við
stöðu yfirkokks á veitinga-
staðnum Einari Ben. Að sögn
Einars er lögð mikil áhersla á
að vinna úr íslensku hráefni
hjá Einari Ben og býður hann
lesendum upp á uppskrift að
alíslenskum þorski með
íslenskum kartöflum.
Þistilhjartna- og
tómatabaka með basil
375 g tilbúið smjördeig
1 msk. dijon-sinnep
1 285 g krukka þistilhjörtu frá saclà
3 stórir sætir tómatar
handfylli fersk basilíka, tætt niður
75 g gorgonzolaostur (galbani)
sjávarsalt og nýmalaður pipar
rúllið deiginu á bökunarpappír (ferkant-
að) og brjótið inn u.þ.b. 1 cm breiðan
kant. smyrjið deigið með sinnepi.
dreifið þistihjörtum og niðurskornum
tómötum
yfir deigið
og dreifið
ostinum
jafnt yfir.
Kryddið
með salti og
pipar og
bakið við 190 gr. í 20-25 mín eða þar til
kantar hafa lyft sér aðeins og fengið á
sig fallega gylltan lit. skerið bökuna í
ferninga og berið fram með tómatasal-
ati með rauðlauk.
Lax í kryddkápu
á kúskúsbeði
uppskrift fyrir tvo:
2 vænar laxasneiðar eða lítið flak
3 msk. kóríanderpestó (saclà)
20 graskersfræ
lítið búnt ferskt kóríander, fínt saxað
safi úr 1/2 lime
1/2 tsk. cummin (rajah)
2 vorlaukar
1 msk. smjör
1 fínt saxaður hvítlauksgeiri
200 g kúskús (tipiaks)
útbúið kúskús eftir leiðbeiningum á
pakka. Blandið söxuðum vorlauk og
helmingi af fersku kóríander saman við.
smakkið til með salti. Leggið á stóra örk
af bökunarpappír (deilið á sitt hvora
örkina ef um einstaklingsskammta er að
ræða en allt á sömu örk ef notað er
fiskflak). Leggið laxaneiðar ofan á
kúskúsbeðið.
Hrærið
saman
kóríanderp-
estói,
graskersfræj-
um, hvítlauk,
limesafa,
cummin og
restinni af kóríander. smyrjið yfir
laxasteikurnar og lokið pappírsböggl-
unum með því að brjóta saman
samskeyti nokkrum sinnum og brjóta
inn enda (líkt og um nestisböggul væri
að ræða). Bakið við 200° í um 15 mín.
eða þar til fiskurinn er bakaður í gegn.
Berið fram í bökunarpappírnum.