Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 21
Kirkjulistahátíð í Reykjavík verður haldin í ellefta sinn dagana 11. til 19. ágúst: Stórstjörnur á Kirkjulistahátíð Á fimmta hundrað listamanna koma fram á Kirkjulistahátíð sem hefst á morgun en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Hápunktar há- tíðarinnar eru flutningur á tveimur stærstu verkum kirkjutón- bókmenntanna, messu í h-moll eftir Bach og óratóríunni Ísrael í Egypta- landi eftir Handel sem verða flutt bæði í Hallgrímskirkju og Skálholts- dómkirkju. Erlendar stórstjörnur koma fram á hátíðartónleikum á opnunardeg- inum á morgun þar sem messa Bachs verður flutt. Bassasöngvarinn Peter Kooij frá Hollandi hefur hlot- ið sérstaklega mikið lof fyrir túlkun sína á verkum Bachs í gegnum tíð- ina. Hún þykir einstaklega hlý með óvenjulega blíðlega raddbeitingu og framúrskarandi textaframburð. Breski kontratenórinn Robin Blaze, sem er aðalgestur hátíðarinnar í ár, tók þátt í eftirminnilegum flutningi á Matteusarpassíunni á Kirkjulista- hátíð 2005. Auk þess að taka þátt í flutningi á h-moll messunni syng- ur hann einsöng og leiðbeinir með- limum Schola cantorum í flutningi á óratóríunni Ísrael í Egyptalandi eftir Handel sem verður flutt í Skál- holti 17. ágúst og í Hallgrímskirkju 19. ágúst. Þýska sópransöngkonan Monika Frimmer hefur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar og hún hefur starfað mikið með Kooij. Gerd Türk tenórsöngvari hefur látið mjög að sér kveða á óperusviðinu víða um Evrópu undanfarin ár. Auk áðurnefndra tónleika verð- ur boðið upp á dans, gjörning, kvikmyndasýningar og myndlist á Kirkjulistahátíð í ár. Allar nán- ari upplýsingar um hátíðina eru á kirkjulistahatid.is. Hafnardagar í Þorlákshöfn Bæjarhátíðin Hafnardagar verður haldin í Þorlákshöfn um helgina. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum, til dæmis sýningar, dorgveiðikeppni, götu- og handverksmarkaður, golfmót, krafta- keppni, varðeldur og dansleikur. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á www.hafnardagar.is. DV Menning föstudagur 10. ágúst 2007 21 hátíð Hallgrímskirkja Kirkjulistahátíð fer fram í Hallgrímskirkju og skálholtskirkju. heldur hefur hún selst jafnt og þétt,“ segir Hafdís. „Umboðsskrifstofan mín og plötufyrirtækin bjuggust al- veg við því þar sem þetta er svona plata sem þú fréttir af hjá vinum þínum. Og svo lengi sem þú klifrar upp á við held ég að þú getir ekki kvartað.“ Hafdís segir ofboðslegan mun á því að vera í danshljómsveit eins og Gus Gus og FC Kahuna og því sem hún fæst við í dag. „Í þessari hljóm- sveit spila ég við kertaljós, fyrir sitj- andi áhorfendur með mitt glimmer og í mínum prinsessukjólum. Ég fíla þetta miklu betur. Ég hafði ofsalega gaman af hinu á meðan ég var að gera það og það var ótrúlega mikil reynsla. Kannski myndi ég ekki vita það í dag að ég vildi gera þetta ef ég hefði ekki prófað eitthvað gjörólíkt. En þetta er allt annar heimur og allt önnur nálgun. Við spilum til dæmis allt „live“. Þetta hentar okkur vel og ég vil gera þetta svona.“ Gert ráð fyrir danstónlist Hafdís hefur lent svolítið í því að fólk geri ráð fyrir að hún geri danstónslist vegna fortíðar henn- ar í þeim geira. Á Glastonbury-há- tíðinni í sumar var hún til dæmis bókuð á danssvæðinu. „Þegar við löbbuðum inn í tjaldið fyrir sound- tékkið, með banjó og klukkuspil, var það fyrsta sem við sáum tveir plötusnúðar í sundskýlum, með gympgrímur og glo-sticks. Sarah spurði hvort við værum viss um að þetta væri rétt tjald, sem var raun- in. Og sem betur fer komu mín- ir aðdáendur á tónleikana þannig að fólk fylgdist greinilega með því hvar við vorum. En það eru ennþá sumir sem búast við því að ég geri danstónlist, sem mér finnst svolítið fyndið því ég var í Gus Gus þegar ég var fimmtán ára og flestir hafa þró- að sinn smekk frá þeim aldri þar til þeir eru orðnir 28 ára.“ Aðspurð hvort sú staðreynd að hún var í Gus Gus og FC Kahuna á sínum tíma komi að gagni við að koma sér á framfæri í dag seg- ist Hafdís upplifa þetta eins og hún sé að byrja upp á nýtt. „Stundum kannast fólk við að ég hafi verið í Gus Gus en yfirleitt ekki. Ef ég hefði verið með dansplötu hefði verið miklu auðveldara að nota þær leið- ir. En eftir að hafa tekið mér tíma til að vera í skólanum og allt það var það bara ekki það sem mig langaði til að gera. Ég ákvað að gera frekar plötu sem ég væri rosalega ánægð með og vona að fólk myndi þá bara gefa sér tíma til að kynnast mér upp á nýtt. Það virðist vera að margir í Frakklandi þekki það sem ég hef gert áður en mestmegnis er þetta fólk sem er að uppgötva þetta sem nýja tónlist.“ Hefur það einhverja þýðingu upp á erlendan markað að gera að fá Íslensku tónlistarverðlaunin? „Ég veit ekki hversu mikið það hjálpar til en ég fór í viðtal hjá BBC stuttu eftir að ég fékk verðlaunin og þá var ég spurð út í þau. Fólk ber alla vega mikla virðingu fyrir íslenskri tónlist og íslensku tónlistarlífi þannig að ég held að í huga fólks sé það gæða- stimpill að fá tónlistarverðlaun á Ís- landi.“ Líklega hafa einhverjir rekist á videoblogg og eins konar stutt- heimildamyndir Hafdísar og hljóm- sveitarinnar á Youtube. Hafdís segir það hafa komið þannig til að fólk frá löndum sem þau hafa aldrei spilað í, til dæmis Bandaríkjunum og Jap- an, hafi haft samband og kvartað yfir því að geta ekki séð þau á tón- leikum. „Við ákváðum því að taka upp þessar heimildamyndir á tón- leikaferðalögunum og þá líður fólki vonandi eins og það sé svolítið með í „stemmaranum“. Ég held að þetta gefi líka aðeins raunverulegri mynd af hljómsveitinni og því sem hún er að gera. Svo höfum við bara gaman af þessu.“ Leiklistin á kantinum Á netinu er líka hægt að horfa á auglýsingar fyrir Reykavodka sem Hafdís leikur í. Hún segir þátttöku sína í því hafa komið þannig til að hún var á skrá hjá módelskrifstofu úti til að eiga möguleika á að öngla saman einhverjum krónum sam- fara því að vera í dýru námi. Hafdís var beðin um að mæta í prufur og til að gera langa sögu stutta fékk hún starfið. Nýlega lék hún svo í auglýs- ingu fyrir Samsung. Hafdís hefur daðrað nokkuð við leiklistargyðjuna í gegnum tíðina, lék meðal annars í kvikmyndun- um Íslenska draumnum og Villi- ljósi. „Ég hef voðalega gaman af leiklist og á tímabili velti ég fyrir mér hvort mig langaði að einbeita mér að tónlist eða leiklist. Í eitt ár, rétt eftir Gus Gus, lék ég í þessum myndum og sjónvarpsþáttum. En svo saknaði ég þess svo rosalega að gera tónlist og ákvað því hella mér út í það af fullum krafti. Ég vona þó að ég haldi áfram að fá tækifæri til þess að leika því það er líka ofsalega gaman að skipta algjörlega um um- hverfi og gera eitthvað allt annað í svolítinn tíma,“ segir Hafdís en þess má geta að hún fer með litla rullu í myndinni Heiðinni sem frumsýnd verður í haust. Hafdís segist lifa af tónlist sinni í dag, auk leiklistarverkefnanna. Hún býr í þorpinu Kings Cliffe rétt fyrir utan Peterborough og læt- ur vel af sér. „Fyrst þegar ég kom þangað leið mér eins og ég væri í breskri bíómynd. Öll húsin, um 50 talsins, eru hlaðin steinhús, það er einn pöbb þarna, ein búð, eitt pósthús og ein kirkja. Og stund- um þarftu að stoppa ef kind þarf að komast yfir götuna. Af því að við spilum á stórum hátíðum og í stórborgum finnst mér þetta tilval- ið, að geta verið algjörlega í ró og næði heima hjá mér.“ Sérðu fyrir þér að búa þarna næstu árin? „Ég bara hef ekki hugmynd um það. Núna er ég svolítið með annan fót- inn á Íslandi því ég er að vinna að barnaplötu og þá fæ ég að vera hjá mömmu og pabba. Ég bý allavega í Kings Cliffe núna, er stundum á Íslandi og stundum í rútu. Ég tek bara einn dag í einu.“ Börn, töffarar og prinsessur Barnaplatan sem Hafdís nefn- ir inniheldur ný barnalög sem hún hefur samið og kemur platan út hjá Skálholtsútgáfunni í haust. Með- fram náminu vann Hafdís sem kennari í sunnudagaskóla íslenska safnaðarins í London. Þá segist hún hafa komist að því að lögin sem þar eru notuð séu mörg hver mjög fal- leg, en séu kannski komin svolítið til ára sinna. „Mér fannst því kominn tími til að semja eitthvað nýtt sem væri kannski aðeins meira í takt við það sem krakkar hlusta á í dag. Ég sótti því um styrk frá Kristnihátíðar- sjóði til að semja ný lög fyrir sunnu- dagaskólann og fékk styrkinn. Ég hef svo verið að semja í sumar og mun taka upp lögin með 5 og 6 ára krúttum í næstu viku,“ segir Hafdís, full tilhlökkunar. En hvenær er svo ný „fullorðins- plata“ væntanleg? „Á næsta ári. Ég mun mixa barnaplötuna í septemb- er og eftir það fer ég til Kings Cliffe, horfi á kindurnar út um gluggann hjá mér og sem nýja plötu. Þetta hljómar kannski væmið en það er til svo mikið af töffurum. Það þarf líka prinsessur inn á milli.“ kristjanh@dv.is Tónlistarkona á uppleið Hafdís hefur spilað víða undanfarna mánuði, m.a. í Bretlandi, frakklandi, Belgíu og á spáni og komið fram í hinum ýmsu sjónvarps- og útvarpsþáttum. The Besties á Íslandi Bandaríska indípopphljóm- sveitin The Besties heldur tvenna tónleika hér á landi á næstunni ásamt fimm íslensk- um hljómsveitum. Fyrstu tón- leikarnir fara fram á sunnudag- inn á veitingastaðnum Paddy‘s í Keflavík og þeir seinni mið- vikudaginn 15. ágúst á Organ í Reykjavík. The Besties lauk nýverið tónleikaferð um Svíþjóð og Bretland, en sökum mikils áhuga á landi og þjóð ákvað sveitin að koma við hér á landi til að spila fyrir íslenska aðdá- endur. Hljómsveitin á rætur sín- ar að rekja til Flórídaríkis en síð- astliðin ár hafa meðlimir hennar verið búsettir í New York. Spari- og afmælisball Hinn árlegi sparidansleikur Milljónamæringanna verður haldinn á Broadway á morgun. Að þessu sinni er þetta einnig afmælisball og útgáfutónleikar því Millarnir eru 15 ára á árinu, hafa starfað síðan 1992. Margir ástsælustu söngvarar þjóðar- innar koma fram enda hafa margir komið við sögu hljóm- sveitarinnar á þessum tíma, meðal annarra Stefán Hilmars- son, Raggi Bjarna, Bjarni Ara og Bogomil Font. Einnig verður Laddi sérstakur heiðursgest- ur en hann ásamt Millunum á einn af sumarsmellum ársins, Milljarðamæringinn. Miðasala hefst kl. 13 á morgun á Broad- way en aðgangseyrir er 2000 kr. Álfheiður sýnir á Akranesi Ásgerður Ólafsdóttir opn- ar sýninguna Líf fram undan, laugardaginn 11. ágúst kl. 14 í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Álfheiður hefur fengist við myndlist síðastliðin sautj- án ár bæði í formi grafískrar hönnunar og málverka. Hún útskrifaðist frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1990 og hefur hún haldið fjölmargar einkasýningar síðan þá. Árið 2000 gaf hún út barnabókina Grímur og Sækýrnar en olíu- málverk úr þeirri bók verða einnig til sýnis á Kirkjuhvoli. Þjóðtrúin er sterk í Fljótshlíð- inni þar sem Álfheiður er alin upp og endurspeglast sú trú í listsköpun Ásgerðar. Sýningin stendur til 26. ágúst. Fyrir mömmu Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur á tónleikum í íþróttahöllinni á Akureyri 9. september. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fyrir mömmu. Með Kristjáni koma fram Sofia Mitropoulos sópran og Corrado Allessandro Cappita baritón. Á efnisskrá eru meðal annars aríur úr óperum eftir Verdi, Bizet, Mascagni og Leoncavallo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.