Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 17
DV Helgarblað Föstudagur 10. ágúst 2007 17 ÞAU HURFU AF ALÞINGI Í VOR Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki Aftur til Hrafnistu „Ég var áður en ég hætti á þingi stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna og það er ég er að fást við nú um stundir. Það eru mikil umsvif með lækkandi sól, miklar byggingarframkvæmdir og ég á von á því að veturinn verði erilsamur. Það er engin eftirsjá að þingsetu. Ég var sáttur við ákvörðunina að hætta, mér fannst 16 ára seta á þingi vera orðið gott og ákvað að fara að skoða eitt- hvað annað.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir, Samfylkingu Framtíðin óráðin „Ég er bara að koma heim úr sumarfríi. Sumarið hef- ur verið mjög fínt, ég hef að mestu verið innanlands og þá í Skagafirði.“ Hún segir ekkert ráðið með hvað hún muni gera í framtíðinni. „Það er ýmislegt í deiglunni. Þingmennskan var áhugavert og skemmtilegt starf, ég sóttist eftir að halda áfram en ég varaþingmaður og mun sinna því eftir því sem kostur gefst.“ Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki Allt að skýrast „Ég er í sumarfríi og er svo að fara vinna á öðrum stað. Þetta er allt að skýrast og ég reikna með að byrja með haustinu Það er ekki tímabært að segja meira um það.“ Hún viðurkennir að það sé eftirsjá að þing- mennsku. „Ég bauð mig fram til endurkjörs og ég bjóst við að þetta yrði erfiður róður. Það hefði náttúrulega verið glópalán ef ég hefði komist inn aftur. Ég verð áfram ritari Framsóknarflokksins og er hvergi nærri hætt í pólitík.“ Jón Gunnarsson, Samfylkingu Flytur inn umbúðir Jón var staddur í Noregi þegar DV tók hann tali. „Ég er að gerast framkvæmdarstjóri Umbúðalausna ehf. sem sérhæfa sig í innflutningi á ýmiss konar um- búðum. Það leggst alveg ágætlega vel í mig,“ segir Jón sem er jafnframt eigandi fyrirtækisins. „Það hefur verið gaman í sumar, nóg að brasa og ég hef verið að horfa í kringum mig , það er alltaf nóg af tækifærum. Það er sagt að lífið sé pólitík en ég er að upplifa að það er líf eft- ir pólitík.“ Hann viðurkennir þó að það sé ákveðin eft- irsjá að þingsetu. Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu Ljúft líf í sumarfríi Margrét segist ekki sjá neitt eftir þingsetu. „Þetta var fínn tími en það var alveg kominn tími á að hætta. Ég er bara í sumarfríi um þessar mundir, það hefur verið ljúft líf. Að auki er ég að klára verkefni sem ég var með í gangi. Það er ekkert ákveðið með framtíðina, en ég er að byrja að skoða þau mál.“ Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu Tekur á móti krötum „Ég er þessa dagana í mjög skemmtilegu verkefni, ég tók það að mér að undirbúa stjórnarfund norrænna jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, en ég hef starf- að með þeim í einn og hálfan áratug, ársfundurinn er hér á Íslandi. Gestirnir koma á mánudag og verða hér á landi í fjóra daga. Á þeim tíma verður fundað og land- ið skoðað. Ég hef þó ekki alveg losað mig við pólitíska þátttöku. Síðar í ágúst mun ég til dæmis fara á fund í norræna menningarsjóðnum. Þá er ég formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar þannig að ég verð eitthvað utan í pólitíkinni áfram.“ Valdimar Leó Friðriksson, Frjálslynda flokknum Málar húsið sitt „Ég er bara að mála húsið okkar í Mosfellsbænum. Við fjölskyldan höfum tekið því rólega, erum að klára að ditta að húsinu núna.“ Hann segist ekki vita hvað hann muni taka sér fyrir hendur á næstunni. „Ég hef aðeins verið að þreifa fyrir mér á vinnumarkaðnum. Það virðist vera nóg af tækifærum, það er mikil þensla á markaðnum.“ Hann viðurkennir að eftirsjá sé að þingmannsstarf- inu. „Það var gaman að starfa á þinginu og reyna að koma góðu til leiðar, en ég er ekki endilega alfarið hætt- ur í stjórnmálum.“ Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki Á leið til Kína Fyrrverandi umhverfisráðherra hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og er nú á leið til Kína í einka- erindum með eiginmanni sínum. Það fer því lítið fyrir stjórnmálaþátttöku hjá Jónínu á næstunni. Ekki náðist í Jónínu. Mörður Árnason, Samfylkingu Tekst á við Laufáskirkjur „Ég er að fást við ýmis verkefni og þó aðallega að efna gamalt loforð sem gefið var í minningargrein um Hörð Ágústsson og felst í að hjálpa til við frágang bók- ar um Laufáskirkjur. Þetta verkefni verður út mánuð- inn og hefur staðið í sumar. Ég hef unnið nokkuð mik- ið, en þetta er ekki hefðbundin launavinna.“ Hann segir nokkra eftirsjá vera að þingsetu. „Ég ætlaði mér ekki að hætta á þingi en því verður þó að taka og nú eru nýjar aðstæður komnar upp og þá held ég bara áfram.“ Ekki náðist í þau Guðjón Hjörleifsson, Guðrúnu Ögmundsdóttur, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson og Sigurrós Þorgrímsdóttur við vinnslu greinarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.