Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 200730 Sport DV CESC FABREGAS Kom til Arsenal ungur að árum frá Barcelona og hefur heldur betur slegið í gegn í ensku deildinni með hárnákvæmum sendingum og hraða. Ótrúlega öruggur á boltanum og naskur að búa til marktækifæri fyrir samherja sína. Hann verður að eiga frábært tímabil ef Arsenal á að eiga möguleika í efstu liðin. GABRIEL AGBONLAHOR Strákur sem kom úr unglingaliði Aston Villa og sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð. Agbonlahor er mjög hraður leikmaður sem skapar mikla hættu í hröðum upphlaupum. Hann skorar reglulega og er duglegur að leggja upp færi fyrir samherja sína. STJARNAN SPÁ DV Aston Villa er miðjulið, verður um miðja deild og á litla möguleika á Evrópusæti á þessari leiktíð að mati DV Sport. Leikmannahópur liðsins er lítill og liðið má illa við meiðslum. Martin O‘Neill er þó ansi naskur knattspyrnustjóri og gæti töfrað eitthvað fram úr erminni. 12 ARSENAL Arsenal spilar einn skemmtilegasta fótbolta Evrópu en hann er því miður ekki nógu árangursríkur. Liðið er uppfullt af ungum og efnilegum fótboltamönnum sem virðast hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Liðið missti sinn besta mann og fyrirliða þegar Thierry Henry fór en Arsene Wenger gæti átt einhvern ás upp í erminni, sanniði til. SPÁ DV Arsenal missti leiðtogann Thierry Henry og hefur ekki fyllt hans skarð. Því má þó ekki gleyma að Robin van Persie átti við slæm meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og ef til vill er hans tími kominn. KOMNIR: Eduardo da Silva, Lukasz Fabianski, Havard Nordtveit. FARNIR: Thierry Henry, Jeremie Aliadiere, Fabrice Muamba, Arturo Lupoli, Mart Poom. HEIMAVÖLLURINN Emirates Stadium var tekinn í notkun fyrir síðasta tímabil og er rómaður fyrir fallega hönnum og frábært útsýni hvaðan sem fólk situr. Tekur um 60 þúsund manns í sæti og lýkt og á Higbury er undantekningar- laust uppselt. 5 Eduardo da Silva er fæddur 25 febrúar 1983 í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann er engu að síður Króatískur ríkisborgari og spilar með landsliði Króatíu. Hann flutti 15 ára til Króatíu og lék með Dinamo Zagreb. Er óskrifað blað en Wenger er þekktur fyrir að ná því besta úr mannskapnum sem hann hefur hverju sinni. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN ARSENE WENGER: Franski prófessor- inn gæti þurft að taka á öllu sínu til að halda Arsenal í toppbaráttunni. Hefur haft þolinmæði stjórnar og stuðningsmanna til að þróa lið sitt áfram en sú þolinmæði gæti verið á þrotum. Arsenal vill að minsta kosti kröfu um einn titil í vetur. ASTON VILLA Aston Villa hefur látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðinum í sumar. Töluvert að uppöldum Villa-leikmönnum hafa verið að koma upp í aðalliðið á síðustu árum með ágætum árangri. Ef leikmenn eins og Martin Laursen og Wilfred Bouma sleppa við meiðsli í vetur ætti Aston Villa að ná meiri stöðugleika í sinn leik. HEIMAVÖLLURINN Aston Villa leikur heimaleiki sína á hinum víðfræga Villa Park í Birmingham. Völlurinn var byggður árið 1897 og tekur 42,573 áhorfendur. Þar fer venjulega fram annar undan- úrslitaleikurinn í ensku bikar- keppninni ár hvert. FYLGIST MEÐ STJÓRINN MARTIN O’NEILL: O’Neill náði góðum árangri með Leicester. Hann færði sig um set árið 2000 og tók við skoska liðinu Celtic. O’Neill ákvað að hætta þjálfun liðsins árið 2005 til að sinna veikri eiginkonu sinni. Ári síðar snéri hann aftur í boltann og tók við Aston Villa. O’Neill er mjög ástríðufullur og klókur stjóri. Nigel Reo-Coker. Talið er að Aston Villa hafi gert góð kaup í Nigel Reo- Coker sem kom til liðsins frá West Ham, þar sem hann hafði meðal annars gegnt stöðu fyrirliða. Hann er 23 ára og hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Manchester United í gegnum tíðina. Gengi Aston Villa veltur að miklu leiti á því hvort Reo- Coker nær sér á strik. OLIVIER KAPO Keyptur frá Juventus fyrir þetta tímabil fyrir 385 milljónir króna. Kapo var í gekk í raðir Juventus árið 2004 og náði sér aldrei á strik. Hann var lánaður til Monaco ári síðar og svo til Levante í fyrra þar sem hann þótti spila mjög vel. Fljótur og teknískur leikmaður. MORTEN GAMST PEDERSEN Pedersen er fæddur 8. september 1981 í Vadsö í Noregi. Hann gekk í raðir Blackburn árið 2004 frá Tromsö og hefur fest sig í sessi sem einn besti vinstri kantmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Fljótur og skorar oft mikilvæg mörk fyrir liðið. STJARNAN SPÁ DV Blackburn er með gott ellefu manna byrjunarlið en skortir breidd í leikmannahóp sinn. Þetta kom í ljós á síðustu leiktíð en þrátt fyrir það hefur Blackburn látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðnum. Blackburn verður um miðbik deildarinnar, þar sem lítið ber á milli liða. 9 BIRMINGHAM Birmingham er nýliði í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ljóst er að erfitt tímabil bíður liðsins. Liðið endaði í öðru sæti í næst efstu deild Englands á síðustu leiktíð. Birmingham hefur keypt marga leikmenn fyrir þetta tímabil, marga hverja frá erlendum liðum og því er enn óljóst hvernig þeir plumma sig á Englandi. SPÁ DV Erfitt fyrir nýliða að festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Birmingham er ekki líklegt til afreka á þessari leiktíð að mati DV Sport og blaðið spáir þeim falli. Enska úrvalsdeildin er firnasterk og Birmingham er því miður skrefi á eftir flestum öðrum liðum. HEIMAVÖLLURINN St. Andrews völlurinn í Birmingham var byggður árið 1905 og tekur 30,009 áhorfendur, alla í sæti. 19 Cameron Jerome er tvítugur piltur sem sló í gegn hjá Cardiff City. Þar skoraði hann 20 mörk tímabilið 2005-2006 áður en Birmingham festi kaup á kauða í fyrra fyrir 450 milljónir króna. Efnilegur strákur sem gaman verður að fylgjast með í vetur. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN STEVE BRUCE: Bruce lék með Manchester United á árum áður við góðan orðstír. Bruce tók við Birmingham árið 2001 og hefur tvisvar farið með liðið upp í úrvalsdeildina á þeim sex árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn og einu sinni fallið. Ólíklegt er að stjórn liðsins sætti sig við annað fall með Bruce í brúnni. KOMNIR: Roque Santa Cruz, Gunnar Nielsen. FARNIR: Andy Todd. BLACKBURN Blackburn mætir með lítið sem ekkert breytt lið til leiks á þessari leiktíð. Blackburn endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð eftir að hafa gert sig líklegt til að ná Evrópusæti. Blackburn þykir ekki spila skemmtilegasta bolta í heimi og eru leikmenn liðsins harðir í horn að taka. HEIMAVÖLLURINN Ewood Park var byggður árið 1890 og tekur 31,367 áhorfendur í sæti. Þrátt fyrir það hefur meðaltal áhorfenda undanfarin fimm tímabil mest farið upp í 26,226 áhorfendur. FYLGIST MEÐ STJÓRINN MARK HUGHES: Hughes hefur sýnt og sannað að hann er klókur knatt- spyrnustjóri. Hann nýtur góðs stuðnings stjórnar og stuðningsmanna Blackburn. Hughes þótti stórgóður leikmaður og svo virðist sem knattspyrnuhæfi- leikar hans hafi skilað sér í starf knattspyrnustjóra. Roque Santa Cruz kom til Blackburn frá Bayern München í sumar fyrir 450 milljónir króna. Hann er fæddur 16. ágúst 1981. Það kom mörgum á óvart þegar þessi strákur ákvað að gangi í raðir Blackburn. Líklega valdi hann félagið til að fá meira að spila en hann gerði hjá Bayern. NICOLAS ANELKA Stórkostlegur knattspyrnumaður sem getur breytt gangi leikja með snilli sinni. Anelka er 28 ára og sló fyrst í gegn hjá Arsenal fyrir ellefu árum síðan. Frakkinn á það hins vegar til fá fólk upp á móti sér ef illa gengur. BOLTON Nú er tími breytinga hjá Bolton. Sammy Lee er stjóri liðsins eftir að Sam Allardyce hætti. Sá síðarnefndi náði frábærum árangri og verður fróðlegt að sjá hvort Lee nái að halda Bolton eins ofarlega og Allardyce gerði. SPÁ DV Einhvern veginn telur DV Sport að Sammy Lee muni ekki ná því sama út úr liðinu og forveri hans í starfi, Sam Allardyce, gerði. Bolton hefur fengið tíu nýja leikmenn til félagsins og það er of mikil breyting á liðinu á milli tímabila. DV Sport spáir því að Sammy Lee verði fyrsti stjórinn sem verður rekinn í vetur. HEIMAVÖLLURINN Reebok Stadium er tíu ára á þessu ári. Hann þykir glæsileg smíði og tekur 28,723 áhorfendur. Stuðningsmenn Bolton voru á sínum tíma ósáttir við staðsetningu nýja vallarins, sem er fyrir utan borgina. 16 Heiðar ákvað að söðla um sig og yfirgefa Fulham eftir síðasta tímabil. Heiðar gæti fallið vel að leikstíl Bolton, er sterkur og fylginn sér. Hins vegar er spurning hvort leikstíll Bolton breytist mikið með komu Sammy Lee í Brúnna. Það verður gaman að fylgjast með samvinnu þeirra Heiðars og Anelka í framlínu Bolton í vetur. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN SAMMY LEE: Hinn 48 gamli Sammy Lee hefur litla sem enga reynslu af því að stýra liði. Hans bíður erfitt verkefni að halda Bolton á þeim stað sem Sam Allardyce skildi við liðið. Félagið hefur fengið marga leikmenn til sín fyrir þetta tímabil. Það getur verið áhættusamt og spurning hvort of miklar breytingar verði gerðar á liðinu. KOMNIR: Nigel Reo-Coker, Marlon Harewood, Eric Lichaj. FARNIR: Tal Ben-Haim, David Thompson, Cesar Martin, Quinton Fortune, Henrik Pedersen. KOMNIR: Liam Ridgewell, Franck Queu- drue, Rafael Schmitz, Daniel De Ridder, Richard Kingson, Olivier Kapo, Garry O’Connor, Stuart Parnaby, Fabrice Muamba. FARNIR: Neil Kilkenny, DJ Campbell, Stephen Clemence, Bruno N’Gotty, Julian Gray. FARNIR: Liam Ridgewell, Jlloyd Samuel, Lee Hendrie, Steven Davis, Chris Sutton, Aaron Hughes, Gavin McCann, Robert Olejnik. KOMNIR: Christian Wilhelmsson, Jlloyd Samuel, Heiðar Helguson, Gavin McCann, Zoltan Harsanyi, Gerald Cid, Danny Guthrie, Mikel Alonso, Daniel Braaten, Blerim Dzemaili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.