Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Síða 2
Pyntingar til saksóknara Rannsókn er lokið á pynting- um sem áttu sér stað í byrjun júní í Fáfnishúsinu. Þá bjargaði sérsveit lögreglunnar manni úr klóm mótorhjólagengisins Fáfnis MC. Maðurinn hugðist segja sig úr mótorhjólaklúbbnum sem hann var aðili að. Það þótti öðr- um félagsmönnum ótækt. Unnusta mannsins kallaði á lögregluna, lögreglumenn hafa margsinnis verið kallaðir til og hafa haft afskipti af atburðum í húsnæði Fáfnis. Alls voru tíu menn handteknir, sjö þeirra voru svo hnepptir í gæsluvarðhald. Málið liggur hjá saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. föstudagur 10. ágúst 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Annar maður hefur greinst hér á landi með hermannaveikina. DV sagði frá því fyrr í sumar að starfs- maður Kárahnjúka hefði smitast af þeim sjúkdómi. Nú er ljóst að ann- ar maður hefur einnig greinst með sjúkdóminn. Þetta staðfestir Harald- ur Briem, sóttvarnalæknir hjá Land- læknisembætti Íslands. Málin eru al- gjörlega aðskilin en talið er að seinni maðurinn hafi smitast í Skandin- avíu líkt og sá fyrri. Þá var um Svía af pólskum uppruna að ræða. Hann greindist í lok júní og var lagður inn á Landspítalann í byrjun júlí. Eng- in önnur tilvik hafa greinst á Kára- hnjúkum eftir það. Íslenskur maður greindist með hermannaveiki í júlí þegar hann kom aftur til landsins eftir að hafa ferðast um Evrópu. Veikin getur í verstu tilfellum dregið menn til dauða. Talið er að maðurinn hafi smitast af veikinni á hóteli í Skand- inavíu en ekki var gefin upp ná- kvæm staðsetning þar sem maður- inn á að hafa dvalið. Líkt og fyrra tilfelli hermanna- veiki á Íslandi sem DV greindi frá er atvikið talið algjörlega einangrað. Það tekur tíu daga að sjá einkenni sjúkdómsins og ef engin önnur til- felli koma upp stuttu eftir þann tíma er talið að um einangrað tilfelli sé að ræða. „Við fáum eitt til tvö tilfelli á ári, en þau geta orðið allt að fimm,“ seg- ir Haraldur. Hann segir engan við- búnað vegna slíks hér á landi nema grunur leiki á að smitberinn sé ákveðið vatn hér á landi. Sjúkdóm- urinn smitast ekki á milli fólks. Veir- an heitir legionella pneumophila og leggst á lungu manna. Menn hafa látist af völdum veirunnar en enginn hér á landi hefur dáið vegna hennar. Starfsmaður Kárahnjúkavirkjunar er kominn af spítala. valur@dv.is Annað tilfelli hermannaveiki þegar Íslendingur veiktist í Skandinavíu: Sýktist af hermannaveiki á ferðalagi Landspítalinn annar maður var lagður inn á Landspítalann eftir að hafa veikst af hermannaveiki. Stefnir í StærSta gjaldþrotið Prentsmiðjan Íslandsprent hefur farið fram á greiðslu- stöðvun vegna slælegrar fjárhagsstöðu. Stærstur hluti skuldanna er við erlenda birgja sem leita nú leiða til innheimtu. Rekstraraðilar fyrirtækisins hafa áður lent í gjaldþroti upp á 700 milljónir, þá undir heitinu Prisma-Prentco. Samkvæmt heimildum DV blasir gjaldþrot upp á milljarð við sem yrði stærsta gjalþrotið í prentiðnaði. Íslandsprent hefur fengið greiðslu- stöðvun fram til 22. ágúst til að freista þess að ná samningum vegna mikilla skulda. Erlendir birgjar sitja einkum í súpunni þar sem aðilar á innanlandsmarkaði hafa sumir hverjir forðast viðskipti við fyrirtæk- ið vegna fyrri samskipta. Skuldir Íslandsprents eru sagðar nema hundruðum milljóna, stærst- ur hluti þeirra er vegna vélakaupa í gegnum erlent fjármögnunarfyr- irtæki. Samanlagt er talið að skuld- ir Íslandsprents séu nærri milljarði króna og ef til gjaldþrots kemur yrði það stærsta gjaldþrot prentiðnaðar- ins hér á landi. Sömu rekstraraðilar höfðu áður farið á hausinn með prentsmiðju sem bar heitið Prisma-Prentco. Samkvæmt heimildum DV voru þeir sem ráku fyrirtækið farnir að stíla reikninga þess í nafni Íslandsprents nokkru áður en til gjaldþrotsins kom. Það var gert í þeim tilgangi að koma tekjum undan gjaldþrotinu sem á endanum nam nærri 700 milljónum króna. Birgjar á leiðinni Skuldir Íslandsprents eru við birgja víða erlendis, til dæmis í Pól- landi, Hollandi og Danmörku, og er um að ræða tuga milljóna skuldir í hverju tilviki fyrir sig. Stærsta skuld- in er við fyrirtækið KBA Nordic sem fjármagnaði tækjakaup prent- smiðjunnar að öllu leyti. KBA er fjármögnunarfyrirtæki í líkingu við Lýsingu hér á landi. Þar á bæ feng- ust þær upplýsingar að síðustu þrjú ár hafi Íslandsprent einvörðungu greitt vexti vegna fjármögnunar og enn hafi því ekki komið til niður- greiðslu höfuðstóls lánanna. Sam- kvæmt heimildum DV eru yfirmenn KBA að setja saman vinnuhóp til að senda hingað til lands og taka niður vélar í prentsmiðjuhúsnæði Íslands- prents. Öðrum erlendum birgjum hefur verið gert viðvart um slæma fjárhagsstöðu Íslandsprents og fram- undan hjá fyrirtækinu er að reyna að ná samningum við lánardrottna sína. Áður hafði Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsprents, hafn- að því alfarið að prentsmiðjan væri á leið í gjaldþrot þar sem viðræður um nýtt fjármagn í félagið stæðu yfir. Jafnframt sagði hann kennitöluskipti fyrirtækisins ekki yfirvofandi og neit- aði því að nýja fyrirtækið, Eldur og ís, stefndi í sama rekstur. Húsnæði í Reykjanesbæ Hjá Fyrirtækjaskrá ríkisskatt- stjóra hefur nú þegar verið stofnað nýtt fyrirtæki á nýrri kennitölu, sem ber heitið Eldur og ís, og er einnig skráð undir starfsemi offsetprent- unar líkt og Íslandsprent. Á bak við það fyrirtæki eru sömu aðilar og eiga Íslandsprent. Samkvæmt heimildum DV hafa þeir sóst eftir stærðar lóð í Reykjanesbæ. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri at- vinnu- og hafnarsviðs Reykjanes- bæjar, staðfestir að rekstraraðilar prentsmiðju hafi lagt fram beiðni um lóðina. „Þetta hefur ekki ver- ið tekið formlega fyrir hjá okkur en spurt hefur verið eftir lóð hjá okk- ur undir prentsmiðju. Það eru því uppi hugmyndir um prentsmiðju- starfsemi á lóð hjá okkur en ég get hvorki staðfest nú útilokað að um þessa ákveðnu prentsmiðju sé að ræða,“ segir Pétur. TRausTi HafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Samanlagt er tali�� a�� skuldir Íslands- prents séu nærri millj- ar��i króna og ef til gjaldþrots kemur yr��i þa�� stærsta gjaldþrot prenti��na��arins hér á landi. stefnir í gjaldþrot Íslandsprent hefur hlotið greiðslustöðvun fram til 22. ágúst þar sem leitað verður samninga við birgja og lánardrottna fyrirtækisins. Erlendum birgjum hefur verið gert viðvart og von er á vinnuhópi til að rífa niður vélar í húsnæði prentsmiðjunnar. drukkinn á ljósastaur Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á ljósastaur í Reykjanesbæ í fyrri- nótt. Ökumaðurinn var á ferð á Hafnargötu þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þessum afleiðingum. Ökumaðurinn slapp þó án meiðsla en var látinn sofa úr sér í fangageymslu þegar lögreglan komst að því hversu ölvaður hann var. Kranabíll var kallaður til svo draga mætti bílinn af vettvangi. Annars voru níu ökutæki boðuð í skoðun. Þá mega eigendur sex bifreiða eiga von á sektum fyrir að leggja á röngum vegarhelmingi. rannsókn á lokastigi Rannsókn á meiriháttar lík- amsárás á hinn dæmda morð- ingja Hákon Eydal er á lokastigi hjá lögreglunni á Selfossi. Þrír sam- fangar Há- konar á Litla- Hrauni réðust á hann í byrjun júlí og gengu al- varlega í skrokk á honum. Hann fótbrotnaði við árásina. Ástæðan er sú að Hákon stundaði heima- brugg innan fangelsismúranna. Málið verður sent til ríkissak- sóknara þar sem litið er á atvikið sem alvarlega líkamsárás. innbrot og eldur í bíl Mikil afbrotahrina hefur geng- ið yfir í Hafnarfirði en óprúttnir aðilar hafa brotist inn í sex bíla við miðbæ Hafnarfjarðar síðustu þrjár nætur. Aðallega er stolið geisladiskum og geislaspilurum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Þá eyðilagðist bíll við Ártúnshöfða í gærmorgun eftir að eldur kviknaði í honum á ferð. Slökkviliðið kom á stað- inn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Eldsupptök eru ókunn en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni að sögn lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.