Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 35
DV Sport FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 35 10 13 11 KEVIN DOYLE Doyle verður 24 ára gamall 18. september. Hann Kom til Reading frá Cork City árið 2005. Doyle skoraði þrettán mörk á síðustu leiktíð og var valinn besti ungi leikmaður Írlands á árinu 2006. Hann var einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaður úrvalsdeildarinnar, en beið þar lægri hlut fyrir Cristiano Ronaldo. DWIGHT YORKE Yorke öðlaðist nýtt líf þegar hann gekk í raðir Sunderland fyrir ári. Keane ákvað að stilla honum upp á miðjunni og það svínvirkaði. Þessi 35 ára gamli brosmildi leikmaður nýtur mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum Sunderland og reynsla hans mun vega þungt í baráttu liðsins um að halda sæti sínu í liðinu. STJARNAN SPÁ DV Góð stemning er í Sunderland eftir frábær umskipti sem liðið sýndi á síðustu leiktíð. Liðið hrósaði sigri í næstefstu deildinni og er með vindinn í bakið. Þetta verður þó alls ekki auðvelt. Liðið fer vel af stað en missir örlítið dampinn undir lok tímabilsins. 14 READING Reading var spútniklið síðustu leiktíðar. Reading kom liða mest á óvart og endaði í áttunda sæti á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. Mörg lið hafa náð góðum árangri á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en ekki náð að fylgja því eftir. Nú er það verk Steve Coppell að sýna fram á að árangurinn á síðustu leiktíð var engin tilviljun. SPÁ DV Reading kom liða mest á óvart á síðustu leiktíð. Annað tímabilið í efstu deild vill oft reynast liðum erfitt og sú verður raunin hjá Reading í vetur. Þeir fóru langt á samheldninni á síðasta tímabili og hún verður að vera til staðar ef ekki á illa að fara í vetur. KOMNIR: Emerse Fae, Kalifa Cisse. HEIMAVÖLLURINN Madejski-völlurinn var byggður árið 1998 og tekur 24.161 áhorfanda. Ruðningslið borgarinnar notar völlinn einnig. Völlurinn er nefndur eftir John Madjeski, stjórnarformanni Reading. 15 Brynjari Birni Gunnarssyni. Brotthvart Stevens Sidwells frá félaginu gæti þýtt að Brynjar Björn fái meira að spila en á síðustu leiktíð. Hann sýndi það og sannaði oft á tíðum á síðustu leiktíð að hann á fullt erindi í byrjunarliðið hjá Reading. Brynjar er traustu miðjumaður sem leggur sig allan fram í leiki. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN STEVE COPPELL: Coppell var valinn stjóri síðasta tímabils eftir að hafa náð frábærum árangri með Reading. Coppell hefur þá reglu að skrifa alltaf aðeins undir eins árs framlengingu á samningi sínum. Hann breytti hins vegar út af vananum í mars og skrifaði undir tveggja ára samning. FARNIR: Kenny Cunningham, Tommy Miller. SUNDERLAND Búast má við erfiðum vetri fyrir Roy Keane og lærisveina hans í Sunderland. Þrátt fyrir að hafa unnið næstefstu deildina á síðasta tímabili, þá er stærð leikmannahópsins ekki að þvælast fyrir Keane. Honum hefur gengið illa að fá þá leikmenn sem hann hefur óskað eftir til liðsins. HEIMAVÖLLURINN Sunderland leikur heimaleiki sína á Stadium of Light, eða Leikvangi ljósanna. Völlurinn var tekinn í notkun árið 1997 og tekur 49 þúsund áhorfendur. Gríðarleg stemning verður þegar Sunderland mætir nágrönnum sínum í Newcastle og Middlesbrough. FYLGIST MEÐ STJÓRINN ROY KEANE: Keane vann kraftaverk með Sunderland á síðustu leiktíð. Hann tók við liðinu í fallsæti í ágúst fyrir ári og stóð uppi sem sigurvegari þegar leiktíðinni lauk. Keane er reynslulítill knattspyrnustjóri og í vetur reynir virkilega á hæfileika hans í því starfi. Craig Gordon. Sunderland keypti Gordon frá Hearts fyrir níu milljónir punda, sem samsvarar rúmum 1,1 milljarði króna. Hann er þar með dýrasti markvörður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markvörður sögunnar, á eftir Gianluigi Buffon og Angelo Peruzzi. Hann hlýtur því að geta eitthvað strákurinn. Gordon er 24 ára gamall. DIMITAR BERBATOV Þessi búlgarski snillingur gekk til liðs við Tottenham í fyrra. Hann lék 49 leiki með liðinu og skoraði í þeim 23 mörk. Berbs er sóknarmaður númer eitt hjá Tottenham og var ótrúlega fljótur að aðlagast enska boltanum. Hann er ekki aðeins markaskorari heldur leggur hann einnig upp færi fyrir samherja sína. Berbatov er 26 ára. FREDDIE LJUNGBERG Hinn sænski Freddie Ljungberg gekk til liðs við West Ham frá Arsenal í sumar og eru miklar væntingar bundnar við Svíann knáa hjá félaginu. Hann spilaði yfir 300 leiki með Arsenal á þeim níu árum sem hann lék með liðinu og í þeim skoraði hann 72 mörk. Forráðamenn West Ham búast við því að Ljungberg komi liðinu í hæstu hæðir. STJARNAN SPÁ DV Margir Íslendingar hafa taugar til West Ham. Félagið hefur styrkt sig gríðarlega með leikmönnum sem þekkja enska boltann vel. Curbishley hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er snjall knattspyrnustjóri sem nær því besta út úr leikmönnum, líkt og sannaðist hjá Charlton. 8 TOTTENHAM Tottenham endaði í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili og því verður spennandi að sjá hvort liðið nái að fylgja þeim góða árangri eftir. Þeir hafa keypt til sín marga góða leikmenn og eytt miklum peningum það sem af er sumri. SPÁ DV Tottenham hefur verið að banka á Meistaradeildardyrnar á undanförnum árum og nú er þeirra tími kominn. Ef þeir verða ekki fyrir miklum skakkaföllum geta þeir ógnað efstu liðum deildarinnar. Tottenham kemst loks upp fyrir erkifjendur sína í Arsenal. HEIMAVÖLLURINN White Hart Lane er heimavöllur Tottenham og tekur um 36 þúsund áhorfendur. Leikvöllurinn á sér langa sögu og það er oft gríðarlega góð stemning á heimaleikjum Tottenham. 4 Younes Kaboul er 21 árs gamall Frakki og stór og sterkur leikmaður sem gekk til liðs við Tottenham í sumar eftir að nokkur af sterkustu liðum Evrópu höfðu barist um leikmanninn. Kaboul er talinn einn af efnilegri leikmönnum Evrópu um þessar mundir. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN MARTIN JOL: Það er töluverð pressa á Martin Jol á komandi tímabili enda hefur Tottenham fengið til sín góða leikmenn í sumar. Lið hans spila oft á tíðum skemmtilegan bolta en það er spurning hvort það dugi til að koma liðinu ofar á töfluna. WEST HAM Arsenal spilar einn skemmtilegasta fótbolta Evrópu en hann er því miður ekki nógu árangursríkur. Liðið er uppfullt af ungum og efnilegum fótboltamönnum sem virðast hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Liðið missti sinn besta mann og fyrirliða þegar Thierry Henry fór en Arsene Wenger gæti átt einhvern ás upp í erminni, sannið til. HEIMAVÖLLURINN Upton Park er heimavöllur West Ham og tekur rúmlega 35 þúsund manns í sæti. Eggert Magnússon er staðráðinn í því að finna nýjan heimavöll fyrir félagið og því er líklegt að Upton Park verði ekki heimavöllur liðsins til frambúðar. FYLGIST MEÐ STJÓRINN ALAN CURBISHLEY: Er margreyndur knattspyrnustjóri sem hefur náð góðum árangri. Hann átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinna á síðasta ári. Núna er spurning hvernig tekst til með lið sem menn búast við einhverju af. Pressan er að minnsta kosti töluverð á stjóranum. Hinn 24 ára gamli Dean Ashton er ætlað að fylla skarð Carlos Tevez sem yfirgefur félagið að öllum líkindum á næstu misserum. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og vonast stuðningsmenn West Ham til þess að Ashton verði iðinn við að skora mörk á næsta tímabili. EMILE HESKEY Hann er fæddur 11. janúar 1978 og er margreyndur sóknar- maður. Hann er kannski ekki hæfileikasti leikmaðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni en býr aftur á móti yfir miklum líkamlegum styrk. Heskey hefur leikið 43 landsleiki með enska landsliðinu á sínum ferli og skorað í þeim fimm mörk. WIGAN Liðið náði góðum árangri þegar það tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Wigan komst meðal annars óvænt í úrslitaleik deildarbikarsins árið 2006. Liðið lenti í sautjánda sæti í fyrra og líklegt að róðurinn verði þungur hjá liðinu á komandi tímabili. SPÁ DV Wigan fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Chris Hutchings er líklegur kandídat til að verða sá fyrsti sem fær að taka pokann sinn. Ástæðan fyrir falli er meðal annars sú að Emile Heskey er skærasta stjarna liðsins. KOMNIR: Michael Brown, Jason Koumas, Carlo Nash, Andreas Granqvist, Mario Melchiot, Antoine Sibierski, Titus Bramble. HEIMAVÖLLURINN JJB Stadium er heimavöllur Wigan Athletic og tekur rúmlega 25 þúsund manns í sæti. Að meðaltali mættu tæplega 20 þúsund manns á leiki með liðinu síðan það tryggði sér sæti í deildinni fyrir tveimur árum. 18 Jason Koumas er landsliðsmaður með Wales og gekk til liðs við Wigan í sumar frá W.B.A. Þessi 28 ára gamli miðjumaður er öflugur leikmaður og mikilvægt fyrir Wigan að hann leiki vel í vetur. Hann er góður sendingamaður og góður skotmaður. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN CHRIS HUTCHINGS: Tók við liðinu af Paul Jewell í haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans í vetur. Hutchings var knattspyrnustjóri Bradford City í stuttan tíma árið 2000 en var rekinn eftir tólf tapleiki í röð með liðið. Titus Bramble var fyrsti leikmaðurinn sem Hutchings samdi við, mörgum til mikillar furðu. FARNIR: Curtis Ujah, Jonathan Hayes, Greg Halford, Steven Sidwell, Alan Bennett, Scott Davies, Curtis Osano. KOMNIR: Craig Gordon, Paul McShane, Dickson Etuhu, Kieran Richardson, Michael Chopra, Russell Anderson, Greg Halford. FARNIR: Mark Yeates. KOMNIR: Fredrik Ljungberg, Craig Bellamy, Richard Wright, Julien Faubert, Scott Parker. FARNIR: Leighton Baines, Lee McCulloch, Matt Jackson, David Unsworth, Arjan De Zeeuw. FARNIR: Marlon Harewood, Paul Konchesky, Yossi Benayoun, Shaun Newton, Nigel Reo- Coker, Tyrone Mears. KOMNIR: Kevin-Prince Boateng, Younes Kaboul, Darren Bent, Adel Taarabt, Gareth Bale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.