Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 45
DV Ferðalög föstudagur 10. ágúst 2007 45
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni Af hverju er allt svona mikið vesen?Vísindavefurinn er óþrjótandi brunnur fróðleiks. föstudagssvörin eru sérstaklega skemmtileg en þar er oftar en ekki slegið á létta strengi. Einn lesandi varpaði fram eftirfarandi spurningu: af hverju er allt svona mikið vesen? Ekki stóð á svarinu sem hljóðar svo: Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er
yfirleitt dregið saman í eina setningu: allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar.
„Við bjóðum fólki upp á allar tegundir
gönguferða, allt frá stuttum og þægilegum
dagsferðum upp í 30 daga bakpokaferðir um
hálendið. Þar á milli eru ferðir upp á Hvanna-
dalshnjúk, jöklagöngur og ísklifur svo fátt eitt
sé nefnt en við ferðumst mikið um Fjallabak
og Lakasvæðið. Þess utan förum við reglu-
lega í utranlandsferðir þar sem hæstu fjöll
heims eru klifin, nú síðast Kilimanjaro og
Elbrus í vor.“ Þetta segir Elín Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri og einn eigenda Íslenskra
fjallaleiðsögumanna, en fyrirtækið hefur þau
markmið að opna augu fólks fyrir fjallaferð-
um, stuðla að náttúruvernd á norðurslóðum
og auka fagmennsku í leiðsögn. Elín segir
eftirspurnina eftir fjallgönguferðum fara vax-
andi ár frá ári. „Við erum alltaf að bæta við
reksturinn, fara fleiri ferðir og fjölga fólki. Á
veturna eru 6 til 7 stöðugildi að jafnaði en á
sumrin eru á bilinu 70 til 80 manns á launa-
skrá.“
Íslenskir fjallaleiðsögumenn taka jöfn-
um höndum við innlendum sem erlendum
ferðamönnum. „Íslendingar eru í meirihluta
á vormánuðum; í apríl og maí, en eftir það
eru erlendir ferðamenn áberandi. Það hefur
verið nóg að gera í sumar en einhverra hluta
vegna virðist háannatíminn vera að styttast.
Engu að síður sýnist mér verða brjálað að
gera fram í september.“
Á heimasíðunni mountainguide.is má
finna allar nánari upplýsingar um þær ferð-
ir sem fyrirtækið stendur fyrir, hvort sem um
er að ræða vetrar-, sumar-, utanlands- eða
dagsferðir. Þar má einnig finna myndir úr
fyrri ferðum og skrá sig í netklúbb ÍFLM.
Umsvifin aukast hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum að sögn Elínar Sigurðardóttur:
Ævintýri fyrir alla
Ferð í Þjórsársver
á sunnudaginn (12. ágúst) mun
ferðafélag Íslands fara í árlega ferð í
Þjórsárver en tilgangurinn er að kynna
fólki Þjórsárver án þess að þurfa að
leggja upp í margra daga erfiða ferð
yfir jökulvötn. Klukkan 13 á laugardag-
inn verður fræðslufundur í Mörkinni 6
þar sem fjallað verður um náttúrufar,
lífríki og menningu í Þjórsárverum í
máli og myndum. á sunnudags-
morgninum verður svo lagt af stað frá
reykjavík en gengið verður um
austurhluta Þjórsárvera undir leiðsögn
sérfræðinga og leiðsögumanna. tóftir
af kofa Eyvindar og Höllu verða
skoðaðar og farið inn í Þúfuver þar
sem finna má sífrera, rústir og
fjölskrúðugt gróðurfar. Nánari
upplýsingar má finna á fi.is.
Árið 2000 og 2001 voru skipu-
lagðar umfangsmiklar heræfingar
hér á landi sem nefndust Samvörður
og Norðurvíkingur. Hluti af þjálfun
þyrlusveita var að taka að sér marg-
vísleg verkefni vítt og breitt um land-
ið. Hrikaleg fjöll og breytileg veður-
skilyrði á Íslandi skapa kjöraðstæður
til þjálfunar. Í júní 2001 var samið
við varnarliðið um að flytja hús inn
í Kollumúla og að setja brúargrind-
ina samsetta ofan á stöpla sem reistir
höfðu verið í Víðidal.
Fararstjóri herliðsins
„Ég fór til móts við þyrluna á
Hornafjarðarflugvelli en þennan dag
var nokkuð sterk norðanátt. Á vell-
inum voru tvær þyrlur að taka elds-
neyti, önnur með fyrirhuguð verkefni
í Skaftafelli, en hin með áætlað-
an flutning að Stafafelli. Regla er að
taka ekki á loft ef vindhraði er yfir 40
hnútum og það reyndist yfir þeim
mörkum. Ég stakk upp á því að við
færum í útsýnistúr að Stokksnesi og
borðuðum á Höfn í von um að veðr-
ið lægði á meðan. Þarna var ég orð-
inn fararstjóri með tvær þyrlusveitir,
sextán manns, í fullum herklæðum á
leiðinni að ratsjárstöðinni að Stokks-
nesi. Þar voru ekki lengur neinir
bandarískir hermenn, en um fimmt-
án árum áður hafði ég gengið undir
forystu Ólafs Ragnars Grímssonar í
hópi herstöðvarandstæðinga,“ seg-
ir Gunnlaugur en bætir við að þegar
þarna var komið var Ólafur orðinn
forseti hér á landi og var farinn að
sitja í heiðurssæti á NATO-fundum á
meðan Gunnlaugur sjálfur var kom-
inn í samvinnu og leiðsagnarhlutverk
með þessum góðu dátum. „Heimur-
inn breytist og mennirnir með.“
Viðvörunarljósin loguðu
Þegar þeir sneru til baka var vind-
hraðinn kominn í 36 hnúta og því
ákveðið að leggja af stað. „Fjallgarð-
ur, um 800 m hár, liggur milli Lóns og
Nesja. Þegar komið er yfir fjallseggj-
ar grípur þyrluna sterkur vindstreng-
ur og lyftir henni hratt smástund. Þar
sem ég sit fram í á milli flugstjóra,
kafteins Cameron, og flugmanns,
heyri ég að þeir tala um að þeg-
ar vindurinn hafi lyft þyrlunni hafi
komið viðvörunarljós um að smur-
þrýstingur hefði fallið og þeir segjast
ekki hafa séð það gerast áður í sínu
þyrluflugi,“ segir Gunnlaugur. Þeir
héldu áfram að klettaborginni Dímu
í Lóni á Jökulsársandi þar sem húsið
beið þeirra. „Þegar við lentum spurði
ég kafteininn hvort nokkurt vit sé í að
fljúga með fimm tonna hús í þessu
roki, í ljósi þess hve þyrlan var óstöð-
ug á leiðinni. „We‘ll just go higher
and slower,“ (Við förum bara hærra
og hægar) svaraði hann pollrólegur.“
Flogið með fimm tonna hús
Eftir að hafa krækt húsinu neð-
an í þyrluna, í roki og miklum há-
vaða voru allir beðnir um að setjast
og spenna beltin. „Allt virtist eðli-
legt þegar það var komið á loft. Þeir
hækkuðu flugið hægt en örugglega
til að draga úr áhrifum staðbund-
inna vindstrengja. Ég sá að kafteinn
Cameron var einbeittur á svip á
stjórnpinnanum þegar við flugum
yfir og meðfram Kjarrdalsheiði sem
er í 720 metra hæð,“ rifjar Gunn-
laugur upp en hann segir auð-
velt að gera sér í hugarlund hversu
margslungið verkefni flugstjór-
ans er, að bregðast við vindhvið-
um á réttan hátt með fimm tonn
hús hangandi neðan í þyrlunni.
Þeir flugu yfir Illakamb og þá var
stutt eftir að áfangastað. „Ég vísaði
þeim leiðina að Kollumúla þar sem
við fundum hentugan stað til hlið-
ar við tóftina sem húsið á að fara
ofan í. Þegar spaðarnir voru hættir
að snúast, losaði kafteinn Cameron
af sér hjálm og heyrnartól og sagði;
„This was one of the toughest flight
I‘ve ever had,“ (Þetta var eitt erf-
iðasta flug sem ég hef flogið). Vel
gekk að koma húsinu fyrir á sínum
stað sem er nú sannkallað sæluhús
mitt í óbyggðum. Eftir nokkra erfið-
leika tókst að koma brúargrindinni
ofan á stöplana í Víðidal en brúna
tók af ári síðar. Því er þörf á nýjum
herdeildum til að ljúka því verkefni
og ef til vill líka til að verja mörk
Stafafells í Lóni, sem verið hefur
sögulega og landfræðilega sem ein-
ing í þúsund ár, gegn ásælni ríkis,
óbyggða og þjóðlendunefnda,“ seg-
ir Gunnlaugur að lokum.
Afþreying á Reykjanesi
reykjanesið vill stundum verða út
undan þegar ferðast er um Ísland en
þar má finna fjöldann allan af söfnum
og annarri afþreyingu. Þar má nefna
Bátasafnið í reykjanesbæ, Byggðasafn
suðurnesja í Keflavík, fræðasetrið í
sandgerði, saltfisksetur Íslands í
grindavík, Byggðasafnið á garðskaga
og Jarðfræðisetur Hitaveitu suður-
nesja í svartsengi. Þessu til viðbótar er
ýmis afþreying í boði svo sem golf,
merktar gönguleiðir, hvalaskoðun og
útsýnisflug. Þá eru fjölmargar
sundlaugar ótaldar að ógleymdu
sjálfu Bláa lóninu en á reykjanesi er
lögð mikil áhersla á heilsufars- og
náttúrutengda ferðaþjónustu. Ekki
leita langt yfir skammt.
Jeppaferð í Árnessýslu
Dagana 24. til 26. ágúst mun
Ferðafélag Íslands standa fyrir
jeppaferð í uppsveitum Árnessýslu.
Lagt verður af stað frá Mörkinni 6
klukkan 18 á föstudegi og ekið í
Gljúfurleitarskála þar sem gist er
fyrstu nóttina. Á laugardegi verður
farið að Dynki, konungi íslenskra
fossa, ekið áfram upp að Sóleyjar-
höfðavaði og Kerlingarfjöll þar sem
verður gist. Á sunnudeginum verður
ekið suður Kjalveg með viðkomu í
Hvítárnesi og Hagavatni. Þá verður
ekinn línuvegur sunnan Langjökuls
að Hlöðufelli og þaðan niður í
Úthlíðarhraun og farið í heita
pottinn í Úthlíð. Nánari upplýsingar
má finna á fi.is.
Gunnlaugur B. Ólafsson, lífeðlisfræðingur og framhaldsskólakennari, hefur fylgt ferða-
fólki um slóðir forfeðra að Stafafelli í Lóni síðustu tvo áratugina. Hann hefur einnig
tekið þátt í uppbyggingu á aðstöðu göngufólks um svæðið en hér segir hann frá ferðum
sínum með þyrlusveit bandaríska flotans vegna skálabyggingar og brúargerðar.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn Bjóða upp á allt frá stuttum
dagsferðum upp í 30 daga bakpokaferðalög.
GÓÐIR DÁTAR OG VÍKINGAR
Þyrla varnar-
liðsins
átökin voru mikil
við flutning
sæluhússins.