Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 25
DV Helgarblað Föstudagur 10. ágúst 2007 25 frekar góður í því, ég kann á það og er búinn að gera það nógu lengi til að kunna nokkuð vel á það. Þegar ég er ekki að því hef ég ekki mikinn áhuga á að ferðast um sýndarheim. Ég vil miklu frekar ferðast í þessum heimi, ganga í gegnum garða með alvörutrjám. Mig langar ekkert sérstaklega að ganga um mynd af þeim. Þannig að ég er ekki að fara að eiga annað líf í tölvuleik eins og Second Life. Ég er í þessu lífi, Fyrsta lífi. Það er betri lykt af því! Loftið er ferskt hér.“ MySpace er frábær staður til að uppgötva nýja tónlist. Ef þú hefðir áhuga á að kynnast nýrri tónlist eða uppgötva ný bönd, hvernig myndir þú gera það? „Ég myndi fara á MySpace til að gera það...“ Ég geri ráð fyrir að þú getir eiginlega ekki farið á tónleika? „Jú, ég get farið hvert sem ég vil. Þetta er flökkusaga um mig og aðra sem hafa öðlast nokkra frægð. Þú yrðir hissa. Ég get farið hvert sem mig langar til að fara. Ókei, ef ég dett inn á einhvern lítinn klúbb eitt kvöldið, jú, fólk tekur eftir mér. Það horfir á mig allt öðruvísi en það myndi horfa á annað fólk, vegna þess að þetta er „Paul McCartney“ sem er staddur þarna og það er svolítið skrýtið að sjá hann einmitt þarna. En svo jafnar fólk sig mjög fljótt og hætt- ir að kippa sér upp við að Paul McCartney sé þarna. Svo lengi sem ég eyðilegg ekki stemn- inguna! (Hlær.) Gjörsamlega klúðra henni, maður! Sem ég geri venjulega ekki! Því hefur verið haldið fram að maður geti ekki farið út í búð og einhver færi manni allt það sem þarf, en það er ekki satt. Ég geri það allt sjálfur. Ég fer reglulega í bíó, er reyndar nýbúinn að sjá Meet The Robinsons. Mér fannst hún bara frekar góð. En það sem ég er að reyna að segja er að ég fer út ef mig langar til og fer á tónleika og svoleiðis, ég get gert það. Ég geri kannski ekki eins mikið af því og þegar ég var sjálfur í þess- um sporum, ungt band að troða upp. Þá fór okkar kynslóð á Station-hótelið á Stones-tón- leika eða sá The Yardbirds eða Georie Fame eða hvað sem það nú hét allt. Ég einfaldlega geri ekki jafnmikið af því nú til dags, einfald- lega vegna þess að líf mitt hefur breyst. Ég fer frekar út að borða, eða eitthvað svoleiðis. En ég get gert það. Þú myndir ekki trúa því. Það er frábært. Ég get fullvissað þig um að ég get gert það. Það eina sem maður þarf að gera er að fara út og gera það. Ég fer í strætó og fólk horf- ir á mig undrandi á svipinn, þú veist: „Hvað er hann að gera í strætó?“ Og svo halda þau áfram: „Jæja, hann er í strætó,“ og ég hugsa: „Ég er í strætó.““ Halda sumir að þetta sért ekki þú og segja þér hvað þú sért líkur Paul McCartney? „Já. (Hlær) Og ég svara: „Það er alltaf verið að segja þetta við mig.““ Í sannleika sagt ertu mjög líkur honum. „Ég er reyndar hættur að segja það af því að það er dáldið of mikið af því góða, en á tímabili seint á sjöunda áratugnum þegar ég var mikið í New York og fólk sagði við mig að ég líktist Paul McCartney svaraði ég: „Ég vildi að ég væri jafnríkur og hann!“ og það var eitt- hvað svo gróft að fólk hugsaði: „Jæja, þetta getur ekki verið hann. Hann myndi ekki segja svona lagað.“ Ég sagði Dylan þetta einu sinni, Bob Dylan. Hann sagði: „Ég verð að stela þessari línu, maður.“ Hann fílaði þetta.“ Varstu með einhverja sérstaka hugmynd eða eitthvað tiltekið markmið með þessari plötu? Þú byrjaðir á lögunum 2003 en hættir við þau öll til að byrja á nýjum lögum sem síð- an urðu Chaos And Creation in The Backyard sem Nigel Godrich stjórnaði upptökunum á. Þú hlýtur að hafa haft einhverjar hugmyndir um þessi lög sem þú vildir geyma þangað til seinna? „Já. Ég var að semja þessi lög, þetta voru bara nýju lögin mín sem ég vann að með hljómsveitinni sem ég vinn með á tónleika- ferðum. Við höfðum rétt lokið við tónleika- ferðalag og ákváðum að taka smá pásu og fara svo í stúdíó. Ég átti nokkur lög og var sem sagt að vinna að þeim og þá kom upp hugmynd- in um að vinna með Nigel. Mér fannst það góð hugmynd þannig að ég skipti um gír og fór að vinna með honum og hljómsveitinni. Það eina sem við gerðum í rauninni var að skipta um stúdíó og fara að vinna með hon- um. En svo stakk hann upp á að ég spilaði á öll hljóðfærin sjálfur. Hann var með ákveðna leið í huga sem hann langaði að fara; hann vildi að ég spilaði á trommur, bassa og allt það. Svo smám saman varð þetta að plötu, síðustu plötu minni, Chaos And Creation In The Backyard. Og þegar ég kláraði hana fannst mér ég ekki geta skilið hin lögin eftir hálfkláruð þannig að ég kláraði þau. Það er þess vegna sem þessi plata kemur svona fljótt á eftir hinni.“ Hvaða hlutverk hafa upptökustjórar þeg- ar þeir vinna með einhverjum eins og þér? Eru þeir hræddir við þig...? „Vonandi! (Hlær)“ ...eða taka þeir því sem áskorun um að þeir þurfi að sanna eitthvað? „Þeir eru í alvörunni ekkert hræddir við mig og ég hvet þá til þess að vera það ekki. Ég meina, flestir þeirra eru það ekki hvort eð er af því að, þú veist, þeir eru góðir upptöku- stjórar. Menn á borð við Nigel eru svo sann- arlega ekki hræddir við mig. Hann kemur að verkefninu vitandi að það er alltaf hætta á því og það sé einmitt það sem ekki má gerast, að honum stafi einhver ógn af mér. Þannig að hann mætir á svæðið, algjör nagli, sem er gott, ég fíla það. Og ég þoli ekki að hafa já- menn í kringum mig. Ég hef verið sakaður um að hafa eintóma já-menn í kringum mig. En ef þú tækir þátt í einhverju af þeim verkefn- um sem ég tek þátt í myndirðu fljótt komast að raun um að þannig er það ekki. Við kom- um öll með hugmyndir. Sumt af yngra fólkinu kemur með hugmynd sem okkur líst vel á og við kýlum á að framkvæma hana. Þannig að, já, það getur vel verið að fólk sé hrætt við mig, en upptökustjórarnir sjálfir vita af því og berj- ast gegn því. Ég vil samt ekki að þeir séu að berjast eitthvað þannig að ég reyni að stöðva þá í því ef þeir byrja og spyr: „Bíddu nú að- eins, sjáðu til, hvað finnst þér í rauninni um þetta?“ Auðvitað er viss hætta fólgin í því að þeim stafi einhver ógn af mér, en það má vel komast yfir hana, skilurðu?“ Þó svo að það eigi kannski meira við um Bítlatímabilið, þá er eins og fólk hafi aldrei kafað djúpt í textana þína og hafi haldið því fram að John hafi verið textamaðurinn. Og Allir eiga sinn uppáhalds Paul McCartney Framhald á næstu opnu Paul og Linda Löngu og farsælu hjónabandi lauk með dauða Lindu. Minningar um liðna tíð sækja á Paul. Hann hefur sent frá sér 21 sólóplötu eftir Bítlatímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.