Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 10. ágúst 200762 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Á Barnalandi.is mátti sjá
slúðursögu í gær um að kín-
verski smáhundurinn Lúkas
væri flúinn til fjalla á ný. Það
mun þó ekki vera satt en þó er
hitt rétt að
Lúkas mun
vera ansi
hvekktur
þessa dag-
ana. Hann
á nokkuð
erfitt með
að aðlag-
ast borgar-
lífinu á ný og íhugar eigand-
inn, Kristjana Svansdóttir,
að setja hann í nokkurs konar
endurhæfingu á höfuðborgar-
svæðinu.
n Gillzenegger fer hamför-
um á brakandi ferskri og glæ-
nýrri heimasíðu sinni. Í nýj-
ustu færslu sinni lofar Gillz
tímamótaviðtali við stúlku af
klámkynslóðinni. „Það er mik-
ið búið að tala um klámkyn-
slóðina núna undanfarið ár en
aldrei hefur
tekist að fá
viðtal til að
skyggnast
almenni-
lega inn í
heim þess-
arar nýju
kynslóðar.
Stelpa sem
er fædd 1992 stundaði kynmök
með 12 mismunandi strákum
núna um verslunarmanna-
helgina. Ég er að vinna í því
að taka smáviðtal við hana, ég
er að velta því fyrir mér hvort
12 tittlingar á einni helgi þyki
eðlilegt hjá klámkynslóð-
inni eða hvort þetta hafi verið
slöpp helgi.“
n Þorsteinn Már Baldvins-
son athafnamaður gekk á
fjallið Kaldbak við Eyjafjörð
um verslunarmannahelgina
samkvæmt heimildum DV.
Það væri kannski ekki í frásög-
ur færandi
nema fyrir
þær sakir að
hundur varð
á vegi hans
við fjalls-
ræturnar
sem enginn
virtist vera
með í sinni
umsjá. Og
voffi var það áfjáður í félags-
skap að hann fylgdi Þorsteini
alla leiðina á topp fjallsins.
Ekki fylgir sögunni hvað varð
um hvutta að fjallgöngunni
lokinni, né hvort um var að
ræða hinn þjóðþekkta Lúkas
sem hélst við í fjalllendinu við
Eyjafjörð framan af sumri eins
og frægt varð.
Hver er maðurinn?
„Hann heitir Þorsteinn Blær Jó-
hannsson, tvítugur að aldri, fædd-
ur og uppalinn á Selfossi.“
Hvað kallar þú þig þegar þú
ert í draginu?
„Ég kalla mig Blæ, sem ég dreg
af millinafninu mínu.“
Af hverju drag?
„Ég er mikið fyrir alls kyns list-
ræna sköpun, til dæmis að teikna,
og bara yfirleitt allt sem er listrænt.
Ég nota dragið sem ákveðna leið til
þess að tjá sköpunargáfu mína og
leyfa henni að fá útrás. Gervið er að
hluta til mín eigin hönnun, ég bý til
karakterinn, ákveð hvernig hann á
að vera og hvernig hann á að líta
út og finn ákveðið lag fyrir karakt-
erinn. Þetta er langur prósess og
mikil vinna liggur á bak við þetta.
Fyrir keppnina voru stífar æfingar,
dansæfingar, make-up-æfingar og
fleira í þeim dúr og það má segja að
þetta hafi verið hálfs mánaðar ferli.
Ég er svo rosalega heppinn að eiga
marga vini sem starfa við hönnun,
snyrtingu og dans. Ég bara hringdi
nokkur símtöl og fékk besta fólkið á
sínu sviði í lið mér mér.“
Var þetta hörð keppi?
„Já, við vorum fimm sem tók-
um þátt í keppninni og ég átti alls
ekkert frekar von á því að vinna
hana. Ég hafði keppt tvisvar áður
og í bæði skiptin lent í öðru sæti.
Það má segja að þarna hafi sannast
máltækið að allt er þegar þrennt er.
Nú er ég hættur að keppa og á bara
eftir að kveðja og krýna nýja drottn-
ingu á næsta ári.“
Keppnin um dragdrottningu
er undanfari Hinsegin daga
sem verða haldnir hátíðlegir
um helgina. Ætlar þú að koma
fram í gervinu?
„Já, ég verð í göngunni sem gengur
niður Laugaveginn. Það er vaninn
að dragdrottninginn sé með. Ég
verð á sérvagni og lagið mitt spilað
undir. Vala vinkona og Einar,
kærastinn hennar, re-mixuðu fyrir
mig nokkur lög, það var mikil
vinna að fá þetta allt saman rétt
gert.“
Líður þér vel þegar þú kemur
fram í dragi?
„Já, þetta er æðislegt, eins og öll
listræn sköpun. Þetta er eins og að
fá að stíga á svið í leikhúsi og leika.
Sjálfur er ég ekki leikmenntaður
en ég starfa sem stílisti og það er
kannski svona næsti bær við. Þetta
er ekki sami vettvangurinn en á
báðum stöðum er verið að gera
óveruleikann raunverulegan. “
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
xx
xx
xxxx
+15
2
+11
2
+15
2
+12
2
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+202
+xx
+xx
+xx
+xx
+12
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
xx
+10
3
+10
3
+13
3
+9
4
+15
3
xx
xxxx
+12
2
xx+10
2
+14
3
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+141
2
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
allt er þegar
þrennt er
Þorsteinn Blær Jóhanns-
son Valinn drag-drottning við
hátíðlega athöfn í Loftkastalanum
síðastliðinn miðvikudag. Krýningin er
nokkurs konar forleikur Hinsegin
daga sem verða um helgina.
DV mynd Ásgeir
Nýjar
ÍSleNSKar
ÞjóðSöGur
Ungur maður sem af-plánaði refisvist á Litla-Hrauni sótti um reynslulausn þegar
hann hafði setið af sér helming
refsingarinnar. Þar sem fanginn
hafði bæði verið til fyrirmynd-
ar og þetta var hans fyrsta refs-
ing var tekið tillit til óska hans
og honum veitt reynslulausn-
in. Fanganum barst bréf þessu
til staðfestingar. Einn hængur
var á, hann átti að fá frelsið 24.
desember, það er á aðfangadag
jóla.
Þessu vildi fanginn fá breytt,
vildi fá að losna degi fyrr, það
er á Þorláksmessu. Hann rök-
studdi mál sitt með því að hann
ætti yngri systkini sem vissu
ekki hvar stóri bróðir var og það
væri fráleitt fyrir hann að koma
heim á aðfangadag án þess að
vera með jólagjafir, þess vegna
varð að hann að losna tíman-
lega til að geta keypt gjafir.
Ekki var hlustað á umkvartan-
ir fangans. Ákvörðuninni varð
ekki breytt. Þá reyndi hann að fá
að losna klukkan níu að morgni
aðfangadags. Það gekk ekki
heldur. Þá vildi hann að lögregla
færi með sér í búðir svo tryggt
yrði að hann stryki ekki klukku-
stundum áður en hann fengi
frelsið. Það kom ekki til greina.
Þegar útséð var með að ákvörð-
uninni yrði breytt gafst fanginn
upp og tilkynnti að hann færi
ekki fet.
Það varð úr; hann afþakkaði
reynslulausnina og sat inni all-
an þann tíma sem dómurinn
kvað á um.
(Úr fangasögum)
Maður einn á Norðurlandi hét
Jón. Hann var aldrei kallað-
ur annað Jón, stöku sinnum
Nonni. Þegar Jón var kominn á
miðjan aldur var brotist inn hjá
honum. Litlu var stolið og fátt
var eyðilagt. Þá var Jón í Reykja-
vík svo sveitungar hans vissu
vel að Jón kom hvergi nærri
innbrotinu. En eftir þetta var
Jón aldrei kallaður annað en Jón
þjófur, eða Nonni þjófur.
(Úr uppnefnissögum)