Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 10. ágúst 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Aron Pálmi Ágústsson snýr aftur til Íslands að morgni 26. ágúst. Hann segir að draumurinn sé að rætast enda hafi hann beðið í tíu ár eftir þessum tímapunkti. Hann langar að setjast að í Kópavogi þar sem frænka hans Valgerður Hermannsdóttir býr. Hann segir að hann muni hafa nóg fyrir stafni þegar heim verður komið því hann stefnir á útgáfu ævisögu sinnar fyrir jólin. MARTRÖÐIN SENN Á ENDA „Draumurinn er að rætast enda er ég búinn að bíða eftir þessu í tíu ár,“ segir Aron Pálmi Ágústsson. Eftir að hafa setið í tíu ár í betrunarvist í Texas í Bandaríkjunum kemur Aron Pálmi til landsins að morgni sunnu- dagsins 26. ágúst næstkomandi. Aron var dæmdur til tíu ára betr- unarvistar árið 1997 þegar hann var 13 ára gamall. Aroni var gert að sök að hafa sýnt barni refsiverða kynferðis- lega tilburði. Honum var gert að sitja í unglingafangelsi fyrstu fimm árin. Frá árinu 2002 hefur hann verið í stofu- fangelsi þar sem hann hefur þurft að bera ökklaband þar sem fylgst er með hverju skrefi hans. Hann óraði ekki fyrir þeim örlögum sem hans biðu en tíu árum síðar er hann enn í stofu- fangelsi en mun losna úr prísundinni í næstu viku, 17.ágúst. Vill læra móðurmálið Aron segir að hann muni hafa nóg fyrir stafni þegar hann kemur til Íslands. Hann segist þó ætla að byrja á að bæta íslenskukunnáttu sína. „Það verður nóg að gera hjá mér þegar ég kem. Ég ætla mér að ná fullkomnu valdi á íslenskunni og ég mun fara á námskeið til þess, enda er íslenskan mitt móðurmál.“ Eftir tíu ára betrunarvist í Bandaríkjunum segir Aron að hann þurfi að aðlagast hinu eðlilega lífi á nýjan leik. Það taki hann tíma að venjast frelsinu en hann mun njóta góðrar aðstoðar frá íslensku skyldfólki sínu og þeim sem hafa aðstoðað hann í gegnum tíðina, RJF-hópnum. „Ég á stóra fjölskyldu á Íslandi sem hefur hjálpað mér mikið og það verður gott að fá að komast til allra þeirra sem hafa stutt mig í gegnum öll þessi ár.“ Gefur út ævisöguna Aron hefur unnið hörðum hönd- um að ævisögu sinni sem hann stefnir á að senda frá sér fyrir jólin. Hann seg- ir að bókin sé nánast tilbúin en ennþá eigi eftir að finna útgefanda. „Í bók- inni mun ég loksins geta lýst þessum síðustu tíu árum ævi minnar og tjáð tilfinningar mínar. Mér finnst ég aldrei hafa getað gert það af alvöru fyrr en fyrst núna. Það er verið að þýða hana yfir á íslensku um þessar mundir.“ Sest að á Íslandi Aron fæddist í Reykjavík 14. júlí árið 1983 og varð hann því 24 ára gamall fyrr í sumar. Tveimur árum eftir að hann fæddist fluttist Aron til Bandaríkjanna ásamt móður sinni Huldu Hermannsdóttur og stjúp- föður sínum Dean Tomas. Aron hef- ur því í raun aldrei búið á Íslandi ef frá eru talin fyrstu tvö ár ævi sinnar. Þrátt fyrir það segir Aron að Ísland sé hans föðurland og segir hann að ekki komi annað til greina en að setjast að á Íslandi. „Ég er glaður yfir því að geta loksins sest að á Íslandi. Ég hef verið að leita að íbúð og hef ég til dæmis skoðað íbúðir í Kópa- vogi. Frænka mín Valgerður Her- mannsdóttir býr þar og mig lang- ar til að vera nálægt henni fyrst um sinn að minnsta kosti. Ég þarf samt að fá mér vinnu og spara pening áður en ég get keypt íbúð.“ Vill aðstoða stjórnvöld Aron segir að þegar hann sest að á íslandi vilji hann vinna að mark- miðum sínum. Hann segir að ís- lensk stjórnvöld gætu tekið að sér leiðtogahlutverk í baráttunni gegn unglingafangelsum. „Ég væri til í að vera málsvari nefndar sem skoð- ar unglingafangelsi víða um heim. Markmið mitt er að beita mér í þess- ari baráttu og aðstoða ungt fólk sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og ég.“ Aron hefur lagt stund á hegð- unarsálfræði sem hann stefnir á að klára þegar hann kemur til Íslands. „Ég þarf fyrst að ná betri tökum á íslenskunni. Það gæti farið svo að ég fari í háskóla þar næsta vetur og haldi námi mínu áfram. Mig langar að vinna með ungu fólki og ég tel að nám í hegðunarsálfræði muni koma að góðum notum í framtíðinni.“ „Það verður nóg að gera hjá mér þegar ég kem. ég ætla mér að ná fullkomnu valdi á íslenskunni og ég mun fara á námskeið til þess, enda er íslenskan mitt móðurmál.“ EinAr Þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Aron Pálmi Ágústsson aron Pálmi hefur dvalið í þessu húsi undanfarin fimm ár. Þar á undan var hann í unglinga- fangelsi í fimm ár. Martröðin er senn á enda en hann kemur heim eftir rúmar tvær vikur. „Þeir hjóluðu vinirnir, sem allir eru 13 ára, í Hagkaup í Skeifunni til þess að kaupa sér nammi. Þegar þeir komu að hjólunum sínum var búið að kasta þeim út og lágu þau öll í hrúgu fyrir utan verslunina. Það stórsér á hjólun- um sem öll eru glæný,“ segir Valgerð- ur Shamsudin, móðir tvíburanna El- íasar og Jónasar. Þeir voru á ferð ásamt tveimur vinum sínum, Alexi Viktori og Guðmundi. Þetta gerðist síðastliðinn fimmtudag og hefur Valgerður unnið að því síðan þá að fá hjólin bætt. „Hjólin kostuðu öll í kringum fimmtíu þúsund krónur og því höfum við foreldrarnir beðið strák- ana um að passa vel upp á hjólin. Þeir þorðu því ekki öðru en að geyma hjólin inn í anddyri verslunarinnar.“ Valgerður segist hafa farið sam- dægurs með hjólin á verkstæði til að láta meta skemmdirnar og kom þá í ljós að dýrara er að sprauta hjólin en að kaupa þau ný. „Ég hringdi í Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa, útskýrði fyrir honum málsatvik og krafðist þess að fá hjólin bætt. Gunnar brást ekki vel við þeirri kröfu og var hinn dónalegasti,“ segir Valgerður en bannað er að geyma hjól í anddyri verslunarinnar. „Strákarnir vissu ekki að þeir mættu ekki geyma hjólin þarna. Það stendur hvergi. En burtséð frá því hefði verið réttast að kalla strákana upp í kallkerfi verslunarinnar og einfaldlega biðja þá um að fjarlæga hjólin,“ segir Valgerður. Arndís Arnarsdóttir, starfsmannafulltrúi Hagkaupa, hefur aðra sögu að segja. „Það er ekki rétt að hjólunum hafi verið kastað út. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessir strákar geyma hjólin í anddyri verslunarinnar. Nokkrum dögum áður en umræddur atburður átti sér stað höfðu strákarnir lagt hjólunum upp við matarkörfur verslunarinnar. Þá var talað við þá augliti til auglitis og þeim gert ljóst að þetta væri ekki hjólageymsla. Þá voru þeir varaðir við að ef þetta kæmi aftur fyrir yrðu hjólin fjarlægð.“ Arndís ítrekar að hjólin hafi verið borin út og segir ekkert benda til þess að starfsmaður Hagkaupa beri ábyrgð á skemmdunum. Hjól unglingspilta skemmd eftir búðarferð: Móðir krefur búð um skaðabætur Með hjólin sín Jónas, alex Viktor og Elías. á myndina vantar guðmund. Hefur ekki skoðað málið Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra segist ekki hafa skoðað það hvort til greina komi að augnlæknar fái að framkvæma aðgerðir vegna skýs á augasteini á læknastofum sínum. Í helgarblaði DV um síð- ustu helgi var rætt við Jóhannes Kára Kristinsson augnlækni sem segir að kvillinn sé eitt stærsta heilbrigðisvandamál Íslendinga. Matthías Halldórsson landlækn- ir sagði í gær að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að augnlæknar fengju að framkvæma auga- steinsaðgerðir. Veggjakrot í Grafarvogi „Það má segja að hér í Grafar- voginum ríki veggjakrotsfarald- ur,“ segir Helgi Árnason, skóla- stjóri í Rimaskóla. Skólinn hefur orðið illa fyrir barðinu á veggja- kroturum, sem og aðrar eignir almennings í Grafarvogi. Einar treystir sér ekki til þess að leggja mat á kostnaðinn við að fjarlægja ósómann. „Það er framkvæmdasvið Reykjavíkur- borgar sem sér um að fjarlægja veggjakrot. Það er reynt að sjá til þess að allt krot sé fjarlægt innan tveggja daga,“ segir Helgi. Þungt haldinn á sjúkrahúsi Rannsóknardeild umferðar- deildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar enn tildrög þess að maður á sex- tugsaldri fannst nær dauða en lífi í Breiðholti fyrir viku. Talið var að ekið hefði verið á hann en merkja mátti bremsuför í grenndinni þar sem maðurinn lá. Eftir að manninum var kom- ið undir læknishendur hand- tók lögreglan og yfirheyrði fjóra menn. Þeim var sleppt í kjölfar- ið. Sá slasaði liggur enn nokkuð þungt haldinn á sjúkrahúsi og því hefur engin skýrsla verið tek- in af honum. Hafnardagar í Þorlákshöfn Bæjarhátíðin Hafnardag- ar verður haldin í Þorlákshöfn um helgina. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, meðal annars þrjár ólíkar sýningar sem sérstaklega eru settar upp vegna hátíðar- innar. Að auki verður dorg- veiðikeppni, handverks- markaður, golfmót og krafta- keppni. Þá munu bæjarbúar slá upp dansleik og varðeldi. Hara- systurnar ásamt Jónasi Sigurðs- syni munu troða upp á föstudag í ráðhúsi bæjarins. Á sunnudag mun Jón Ólafsson síðan halda tónleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.